Ósammála Kára um forgang í bólusetningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 12:34 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samsett/vilhelm Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sóttvarnalæknir kveðst ósammála forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar um að heilbrigðisstarfsmenn ættu ekki endilega að vera í forgangi í bólusetningu við kórónuveirunni. Sóttvarnalæknir segir að þegar bólusetningar hefjist verði miðað við að heilbrigðisstarfsmenn sem eru í samskiptum við sjúklinga verði í forgangi. Vonir eru bundnar við að bólusetningar gætu hafist hér á landi á fyrri hluta næsta árs, þó að ekkert sé enn fast í hendi í þeim efnum. Talsvert hefur verið rætt um hverjir verði bólusettir fyrst þegar bóluefni kemur á markað og í flestum tilvikum hafa heilbrigðisstarfsmenn, einkum þeir sem eru í mikilli smithættu í störfum sínum, verið settir í efsta forgang. Umfjöllun um forgangsröðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má til að mynda nálgast hér fyrir neðan. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar var inntur eftir því hvað honum þætti um þessa forgangsröðun í þættinum 21 á Hringbraut í gær. Hann sagði að í sínum huga væri þetta „ekki endilega rétta röðin“. „Vegna þess að þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá skoðuðum við sérstaklega mótefni í starfsmönnum Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem hafði sýkst. Sem bendir til þess að heilbrigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti en aðrir,“ sagði Kári. „Þannig að ég held að heilbrigðisstarfsmenn í flestum tilfellum eigi ekki að vera í forgangshópi heldur þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, þeir sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir svona smitum, þeir sem hefur verið sýnt fram á að séu sérstaklega líklegir til að smitast.“ Viðbúið að verði metingur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þetta mat Kára á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Hann tók ekki undir með þeim síðarnefnda. „Ég er ósammála Kára í þessu. Heilbrigðisstarfsmenn í „sjúklingakontakt“ verða í forgangi hjá okkur og eru það líka samkvæmt tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Þannig að við munum hafa það að leiðarljósi.“ Þá var Þórólfur spurðir hver ynni að áætlun um forgangsröðunina hér á landi og hverjir yrðu síðastir í röðinni. Hann sagði að sóttvarnalæknir bæri ábyrgð röðuninni, sem reyndar kæmi líka inn í reglugerð. „Við erum að vinna að því en ég er ekki tilbúinn að tala um einstaka hópa. Við vitum að það mun koma, sérstaklega ef það verður takmarkað aðgengi að bóluefni, að það muni koma metingur milli starfsgreina og einstaklinga en við munum bara taka á því þegar þar að kemur,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
Vörnin 95 prósent hjá Pfizer sem sækir um neyðarleyfi á næstu dögum Bóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pfizer, sem nú hefur lokið þriðja stigi prófana á efninu. 18. nóvember 2020 14:25
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58
Himinlifandi með niðurstöður tilrauna Bóluefni Oxford og AstraZeneca við kórónuveirunni myndar sterk ónæmisviðbrögð hjá fólki á sjötugs- og áttræðisaldri. Þetta kom fram í grein sem rannsakendur birtu í læknaritinu Lancet í morgun. 19. nóvember 2020 11:32