Þrjár dýrustu snekkjur heims Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 14:30 Ekki amalegt að eiga snekkju af þessari gerð. Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira. Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Snekkjur eru eflaust nokkuð vinsælar í dag meðal þeirra ríku en þar er vel hægt að einangra sig og njóta lífsins í miðum heimsfaraldri. Á YouTube-síðunni Mr. Luxury er búið að taka saman þrjár dýrustu snekkjur heims. Rásin setur fram ákveðin fyrirvara á verð snekkjanna þar sem erfitt var að finna út nákvæmt verð á þeim. Í þriðja sæti er snekkja sem ber nafnið A+ en hún hét áður Topaz. Sú snekkja er metin á 527 milljónir dollara eða því sem samsvarar 72 milljörðum íslenskra króna. Það var skipasmíðafyrirtækið Lurssen sem byggði snekkjuna árið 2012. Talið er að eigandi snekkjunar sé Sheikh Mansour sem á meðal annars knattspyrnuliðið Manchester City. Hann er einn ríkasti maður heims. Snekkjan er 146 metra löng og eru þar tveir þyrlupallar, sundlaug og heitur pottur og í raun allt til alls. Roman er ekkert að grínast Snekkjan í öðru sæti heitir Azzam og var sú einnig byggð af Lurssen. Eigandinn er kunnugur eiganda A+ og heitir hann Sheikh Kalifa bin Zayed al-Nayan. Hann er forseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Snekkjan kostaði hann 650 milljónir dollara eða því sem samsvarar tæplega níutíu milljarða króna. Hún er 180 metra löng og er stærsta einkasnekkja í heiminum. Þar má með sanni segja að lúxusinn sé í fyrsta sæti. Dýrasta snekkja heims ber nafnið The Eclipse. Hún er talin kosta á bilinu 800 til 1500 milljónir dollara og er í raun algjörlega ótrúleg snekkja. Það er enginn annar en Roman Abramovich sem er eigandi snekkjunnar en hann er meðal annars eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Roman gætir vel að öllu öryggi og er í raun allt skothelt á skipinu. Einnig er sérstök laservörn um borð í snekkjunni svo að ljósmyndarar geta í raun ekki tekið myndir af þeim um borð. Hún er 163 metrar á lengd. Þar eru 24 gestaherbergi, tvær sundlaugar, danssalur, tveir lendingarpallar fyrir þyrlur og margt fleira.
Hús og heimili Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira