Uppgjör kynslóðanna í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2020 10:31 Bjarni og félagar í Dusty ætla sér sigur á Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar. dusty Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti
Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti