Segir stöðuna hjá Landhelgisgæslunni grafalvarlega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 18:51 Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. Þar með yrði hvorki hægt að sinna sjúkraflugi á sjó og landi né því eftirliti sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna. Landhelgisgæslan hefur á að skipa þrjár þyrlur en aðeins ein þyrla hefur verið í notkun frá því að verkfall flugvirkja Gæslunnar skall á. Önnur þyrla Gæslunnar var farin í viðhald þegar verkfallið hófst og er hún því ekki tiltæk. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Staðan er grafalvarleg og hefur sjálfsagt aldrei verið jafn alvarleg í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur þær afleiðingar að það er enginn tiltækur til að fara út á sjó né inn á land í bráðatilfellum. Við stöndum hér alein í miðju Atlantshafinu í skammdegi og með Covid yfir okkur og getum í raun enga björg okkur veitt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hann segir mikilvægt að kjaradeilurnar verði leystar sem fyrst. „Það er algerlega óviðunandi að hafa ekki lágmarksbjörgunarþjónustu hér í þessu landi og það er eiginlega alveg sama með hvaða leiðum það er gert, okkar skylda er að viðhalda lágmarksbjörgunarþjónustu í það minnsta og við höfum gert allt sem við getum til þess, munum halda áfram eins og kostur er en þessir aðilar verða að ljúka þessu máli,“ sagði Georg. Þegar Georg var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar. Þar með yrði hvorki hægt að sinna sjúkraflugi á sjó og landi né því eftirliti sem þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna. Landhelgisgæslan hefur á að skipa þrjár þyrlur en aðeins ein þyrla hefur verið í notkun frá því að verkfall flugvirkja Gæslunnar skall á. Önnur þyrla Gæslunnar var farin í viðhald þegar verkfallið hófst og er hún því ekki tiltæk. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir stöðuna grafalvarlega. Leysa þurfi kjaradeilur flugvirkja Gæslunnar svo að hægt verði að sinna áfram sjúkraflugi.Vísir/Sigurjón „Staðan er grafalvarleg og hefur sjálfsagt aldrei verið jafn alvarleg í þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur þær afleiðingar að það er enginn tiltækur til að fara út á sjó né inn á land í bráðatilfellum. Við stöndum hér alein í miðju Atlantshafinu í skammdegi og með Covid yfir okkur og getum í raun enga björg okkur veitt,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ótímabundið verkfall flugvirkja hófst 6. nóvember síðastliðinn en samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hann segir mikilvægt að kjaradeilurnar verði leystar sem fyrst. „Það er algerlega óviðunandi að hafa ekki lágmarksbjörgunarþjónustu hér í þessu landi og það er eiginlega alveg sama með hvaða leiðum það er gert, okkar skylda er að viðhalda lágmarksbjörgunarþjónustu í það minnsta og við höfum gert allt sem við getum til þess, munum halda áfram eins og kostur er en þessir aðilar verða að ljúka þessu máli,“ sagði Georg. Þegar Georg var spurður hvort hann teldi nauðsynlegt að stoppa verkfallið með lögum ef ekki næðust samningar áður en síðasta starfhæfa þyrlan færi í reglubundna skoðun um miðja næstu viku sagði hann „það er ekki mitt að svara því.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir „Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20 Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13 Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
„Neyðarástand yfirvofandi“ hjá Landhelgisgæslunni Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku. 19. nóvember 2020 16:20
Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. 6. nóvember 2020 13:13
Verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar hefst á miðnætti Verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands hefst að óbreyttu á miðnætti í kvöld. 5. nóvember 2020 23:16