Innlent

Ís­land með eina lægstu smit­tíðni í Evrópu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Tveggja vikna nýgengi á hverja 100.000 íbúa er 57,7 hér á landi, samkvæmt sóttvarnastofnun Evrópu.
Tveggja vikna nýgengi á hverja 100.000 íbúa er 57,7 hér á landi, samkvæmt sóttvarnastofnun Evrópu. Vísir/Vilhelm

Ísland er með fæst kórónuveirusmit á hverja 100.000 íbúa af öllum þeim ríkjum sem evrópska sóttvarnastofnunin (EDC) heldur úti tölfræði um. Fyrir hverja 100.000 íbúa eru kórónuveirusmit síðustu tveggja vikna alls 57,7 hér á landi.

Um er að ræða mælingaraðferð sem einu orði hefur verið kölluð „nýgengi.“ Sóttvarnastofnunin virðist þó telja kórónuveirusmitaða sem greinast innanlands og á landamærunum í sömu tölu. Samkvæmt vef landlæknisembættisins og almannavarna, covid.is, er nýgengi innanlandssmita á 100.000 manns hér á landi 43,6.

Nýgengi er hæst í Lúxemburg, eða 1065,7 smit á hverja 100.000 íbúa. Ef Ísland er talið frá stendur Finnland best að vígi allra Norðurlanda, með 69,4 smit á hverja 100.000 íbúa. Í Noregi eru þau 154,1 og í Danmörku 265,3. Svíþjóð er þá með áberandi hæst nýgengi Norðurlandanna, 577,3.

Hér má nálgast tölulegar upplýsingar á vegum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar (EDC).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×