Fyrstu niðurstöður veki von í brjósti um að bóluefnið gagnist áhættuhópum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 16:48 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður úr rannsóknum Moderna, Phizer og AstraZeneca vera framar vonum. vísir/vilhelm Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. Fyrstu niðurstöður úr prófunum á bóluefni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun veitir um 70 prósent vörn gegn kórónuveirunni en vörnin eykst upp í allt að 90 prósent þegar lyfið er tekið í réttum skömmtum. „Það sem AstraZeneca, og að hluta til Moderna, hefur verið að gera er að gefa þeim bóluefni sem eru fullorðnir og heilbrigðir en líka fólki sem glímir við langvinna sjúkdóma en er þó „stabílt“ og í góðri meðferð og eftirliti. Þarna fáum við í fyrsta skipti innlit í þá áhættuhópa sem við munum beina mest sjónir að í fyrstu umferð bólusetninga. Nýlundan í þessari rannsókn er að hér er verið að bólusetja áhættuhópa að einhverju leyti. Við erum fá fyrstu niðurstöður um að þetta gæti gagnast akkúrat þessum hópum. Það var ekki jafn skýrt í hinum rannsóknunum, nema kannski varðandi aldraða að einhverju leyti. Þetta vekur von í mínu brjósti um að þetta bóluefni geti sannarlega dugað áhættuhópum.“ Þegar Björn Rúnar var beðinn um að leggja mat á þessar nýjustu vendingar í þróun bóluefna sagðist hann telja, með þessu áframhaldi, að nú gætum séð fram á bjartari tíma. 70-90 prósent vörn væri gríðarlega góður árangur. Ekki megi þó gleyma að um frumniðurstöður sé að ræða sem þurfi að ritrýna. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið sýna fram á ótrúlega mikla virkni hjá öllum þessum þremur mismunandi bóluefnum sem hafa verið hérna til umfjöllunar og nú síðast hjá AstraZeneca. Bóluefni AstraZeneca veitir 70-90 prósent vörn sem er gríðarlega góður árangur. Almennt viljum við hafa bóluefnin um og yfir 70 prósent. Þá erum við mjög ánægð en það eru mjög fá lyf raunverulega sem hafa svona mikla virkni, þannig að þetta eru ótvírætt gríðarlega góðar niðurstöður varðandi virknina. Í annan stað, sem er mikilvægt, er að það hafa ekki komið í ljós neinar alvarlegar aukaverkanir hjá þessum fyrstu hópum.“ Bóluefni AstraZeneca er einnig mun ódýrara í framleiðslu en hin tvö sem hafa verið í umræðunni. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. AstraZeneca Rannsóknin gaf til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og mánuði síðar stór nam vörnin 90 prósentum. Björn var spurður hvort hann kynni skýringar á þessu. „Þetta er eins og þegar maður fer í kappleik eða einhvern íþróttaviðburð þá vill maður aðeins hita upp og þá stendur maður sig betur þegar í „aksjón“ er komið og það má kannski segja það sama með ónæmiskerfið. Það þarf að hita sig aðeins upp.“ Björn Rúnar útskýrði hvernig bóluefni AstraZeneca virkar. „Það er hannað þannig að virka efninu, sem við ætlum að mynda ónæmi gegn, þessum svokölluðu „Spike próteinum“ er komið fyrir í trjójuhesti sem er Adenóveiran sem er búið að eyðileggja þannig að hún sýkir okkur ekki því hún getur ekki fjölgað sér. Hún kemst bara inn í líkamann og kveikir í ónæmiskerfinu en það eina sem hún hefur innanborðs er „Spike próteinið“ úr SARS-CoV-2 veirunni. Þannig fáum við gott ónæmissvar.“ Björn Rúnar benti að lokum á að gríðarlega mikilvægt væri að sem flestir fengju bóluefni til að mynda hjarðónæmi. Þetta væri eina leiðin til að ráða niðurlögum veirunnar. „Við þurfum mikla og góða almenna þátttöku allra í landinu þegar þetta verkefni fer af stað og Íslendingar hafa nú alltaf verið góðir í að standa saman þegar mikið liggur við og þarna er óskaplega lítið sem við þurfum að leggja af mörkum til að hugsanlega bjarga lífi ömmu okkar og afa og komandi kynslóða. Ég held að Íslendingar muni gera þetta með miklum glæsibrag eins og ýmislegt annað þegar þeir ætla sér að klára einhverja hluti og gera það vel, enda málstaðurinn góður og kostirnir fyrir okkur sem bólusetjum okkur ótvíræðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir frumniðurstöður rannsókna á bóluefni AstraZeneca veki von í brjósti um að lyfið geti gagnist áhættuhópum. Fyrstu niðurstöður úr prófunum á bóluefni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun veitir um 70 prósent vörn gegn kórónuveirunni en vörnin eykst upp í allt að 90 prósent þegar lyfið er tekið í réttum skömmtum. „Það sem AstraZeneca, og að hluta til Moderna, hefur verið að gera er að gefa þeim bóluefni sem eru fullorðnir og heilbrigðir en líka fólki sem glímir við langvinna sjúkdóma en er þó „stabílt“ og í góðri meðferð og eftirliti. Þarna fáum við í fyrsta skipti innlit í þá áhættuhópa sem við munum beina mest sjónir að í fyrstu umferð bólusetninga. Nýlundan í þessari rannsókn er að hér er verið að bólusetja áhættuhópa að einhverju leyti. Við erum fá fyrstu niðurstöður um að þetta gæti gagnast akkúrat þessum hópum. Það var ekki jafn skýrt í hinum rannsóknunum, nema kannski varðandi aldraða að einhverju leyti. Þetta vekur von í mínu brjósti um að þetta bóluefni geti sannarlega dugað áhættuhópum.“ Þegar Björn Rúnar var beðinn um að leggja mat á þessar nýjustu vendingar í þróun bóluefna sagðist hann telja, með þessu áframhaldi, að nú gætum séð fram á bjartari tíma. 70-90 prósent vörn væri gríðarlega góður árangur. Ekki megi þó gleyma að um frumniðurstöður sé að ræða sem þurfi að ritrýna. „Þær upplýsingar sem við höfum fengið sýna fram á ótrúlega mikla virkni hjá öllum þessum þremur mismunandi bóluefnum sem hafa verið hérna til umfjöllunar og nú síðast hjá AstraZeneca. Bóluefni AstraZeneca veitir 70-90 prósent vörn sem er gríðarlega góður árangur. Almennt viljum við hafa bóluefnin um og yfir 70 prósent. Þá erum við mjög ánægð en það eru mjög fá lyf raunverulega sem hafa svona mikla virkni, þannig að þetta eru ótvírætt gríðarlega góðar niðurstöður varðandi virknina. Í annan stað, sem er mikilvægt, er að það hafa ekki komið í ljós neinar alvarlegar aukaverkanir hjá þessum fyrstu hópum.“ Bóluefni AstraZeneca er einnig mun ódýrara í framleiðslu en hin tvö sem hafa verið í umræðunni. Þá er einnig mun einfaldara að geyma efnið og flytja það heimshorna á milli. AstraZeneca Rannsóknin gaf til kynna að með smávægilegum breytingum ætti að vera hægt að auka virkni efnisins upp í 90 prósent. Þegar sjálfboðaliðunum voru gefnir tveir stórir skammtar af bóluefninu var vörnin 62 prósent en þegar fyrst var gefinn lítill skammtur og mánuði síðar stór nam vörnin 90 prósentum. Björn var spurður hvort hann kynni skýringar á þessu. „Þetta er eins og þegar maður fer í kappleik eða einhvern íþróttaviðburð þá vill maður aðeins hita upp og þá stendur maður sig betur þegar í „aksjón“ er komið og það má kannski segja það sama með ónæmiskerfið. Það þarf að hita sig aðeins upp.“ Björn Rúnar útskýrði hvernig bóluefni AstraZeneca virkar. „Það er hannað þannig að virka efninu, sem við ætlum að mynda ónæmi gegn, þessum svokölluðu „Spike próteinum“ er komið fyrir í trjójuhesti sem er Adenóveiran sem er búið að eyðileggja þannig að hún sýkir okkur ekki því hún getur ekki fjölgað sér. Hún kemst bara inn í líkamann og kveikir í ónæmiskerfinu en það eina sem hún hefur innanborðs er „Spike próteinið“ úr SARS-CoV-2 veirunni. Þannig fáum við gott ónæmissvar.“ Björn Rúnar benti að lokum á að gríðarlega mikilvægt væri að sem flestir fengju bóluefni til að mynda hjarðónæmi. Þetta væri eina leiðin til að ráða niðurlögum veirunnar. „Við þurfum mikla og góða almenna þátttöku allra í landinu þegar þetta verkefni fer af stað og Íslendingar hafa nú alltaf verið góðir í að standa saman þegar mikið liggur við og þarna er óskaplega lítið sem við þurfum að leggja af mörkum til að hugsanlega bjarga lífi ömmu okkar og afa og komandi kynslóða. Ég held að Íslendingar muni gera þetta með miklum glæsibrag eins og ýmislegt annað þegar þeir ætla sér að klára einhverja hluti og gera það vel, enda málstaðurinn góður og kostirnir fyrir okkur sem bólusetjum okkur ótvíræðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33 Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56 Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Hefði viljað sjá hærri virkni en 70 prósent Sóttvarnalæknir telur að góð þátttaka í bólusetningu hér á landi verði „lykillinn“ að því að komast út úr kórónuveirufaraldrinum. 23. nóvember 2020 12:33
Bóluefni AstraZeneca og Oxford veitir 70 prósenta vörn Bóluefni gegn kórónuveirunni sem Oxford-háskóli og lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa verið með í þróun kemur í veg fyrir veirusmit í 70 prósent tilfella. 23. nóvember 2020 07:56
Pfizer og BioNTech sækja um neyðarleyfi í dag Lyfjarisinn Pfizer og samstarfsfyrirtækið BioNTech munu sækja um svokallað neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum í dag fyrir bóluefnið BNT162b2 gegn SARS-CoV-2. Það verður undir bandaríska lyfjaeftirlitinu (FDA) komið að ákveða hvort bóluefnið þykir nægjanleg öruggt til dreifingar meðal almennings. 20. nóvember 2020 17:15