Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 12:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra veltir fyrir sér verkfallsrétti flugvirkjanna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37
„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35
Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59