Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2020 12:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra veltir fyrir sér verkfallsrétti flugvirkjanna. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“ Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. Lagasetning á verkfallið kom ekki til tals í morgun að sögn ráðherra. Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Flugvirkjar hjá Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðað til nýs fundar en flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni hafa verið í verkfalli frá 5. nóvember. Þetta hefur meðal annars þau áhrif að engin björgunarþyrla verður til taks hjá Landhelgisgæslunni í tvo sólarhringa frá og með miðnætti á miðvikudag. Vinnustöðvun flugvirkja hefur haft þau áhrif að ekki hefur verið hægt að sinna reglubundnu viðhaldi. Aðeins ein þyrla af þremur hefur verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu en að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, þarf hún fara í eftirlit í vikunni sem tekur að minnsta kosti tvo sólarhringa, og því verður engin þyrla til taks á meðan. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund að ráðherrar hefðu rætt þá valkosti sem væru uppi í stöðunni og ganginn í viðræðum. „Ég mun eiga fund með Landhelgisgæslunni í dag,“ segir Áslaug. Lög á verkfall flugvirkja hafi ekki verið rætt í dag. Áslaug segir að verkfallsréttur flugvirkjanna sé eitthvða sem hún velti fyrir sér og vísar til þess að aðrir aðilar hafi ekki sama rétt. Þar sé ósamræmi enda eigi ekki að vera hægt að setja björgunar- og löggæsluþjónustu, hið mikilvæga hlutverk Landhelgisgæslunnar, í uppnám. „Það er auðvitað forgangsverkefni hjá okkur að tryggja öryggi almennings og við þurfum að leita allra leiða til þess.“
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 „Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35 Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37
„Deilan er á alvarlegum og erfiðum stað“ Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins héldu til samningafundar klukkan 11.30 í dag. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins vegna alvarlegrar stöðu sem blasir við hjá gæslunni. 23. nóvember 2020 13:35
Fundað í kjaradeilu flugvirkja Gæslunnar við ríkið Samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins koma saman til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 11:30 í dag. 23. nóvember 2020 09:59