Fjármálaráðherra segir ganga vel að fjármagna halla ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 19:31 Seðlabankinn býr yfir miklum gjaldeyrisforða sem fjármálaráðherra segir ekki hafa verið nýttan af ráði í covid-kreppunni. Grafík/Hjalti Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af fjármögnun á halla ríkissjóðs á þessu og næstu árum þótt hann sé töluvert meiri en á árunum eftir bankahrunið. Vel hafi gengið að fjármagna hallann og ýmis kostir í stöðunni. Reiknað er með að halli verði á rekstri ríkissjóðs upp á um 270 milljarða króna á þessu ári og um 260 milljarða á því næsta, sem er mikill viðsnúningur frá rekstri ríkissjóðs á undanförnum árum. Hallinn á þessu ári verður til að mynda töluvert meiri en á árið eftir bankahrunið (2009) þegar hann var 194 milljarðar. Seðlabankastjóri hefur sagt æskilegt að ríkissjóður fjármagnaði hallan að hluta til að minnsta kosti með erlendri lántöku til að styrkja gengi krónunnar. „Ríkissjóði hefur gengið vel að fjármagna sig á þessu ári. Allt sem hefur þurft að fjármagna er í raun og veru búið,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hallinn á ríkissjóði fram til ársins 2025 verður töluvert meiri en hann var á árunum eftir bankahrunið. Þá rauk verðbólgan upp úr öllu valdi og gengi krónunnar hrundi sem ekki hefur gerst nú þótt gengið hafi gefið töluvert eftir og verðbólgan sé yfir 2,5 % markmiðum Seðlabankans.Grafík/HÞ Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2025 verður afkoma ríkissjóðs neikvæð upp á samanlagt 900 milljarða. Það er töluvert meiri halli en árin 2008 til 2013 þegar samanlagður halli var um 658 milljarðar. En þá fór verðbólga í hæstu hæðir og gengið féll um tugi prósenta sem ekki hefur gert núna, þótt gengið hafi gefið töluvert eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum og verðbólga sé yfir markmiði Seðlabankans. Bjarni Benediktsson segir hallan á rekstri ríkisjóðs á þessu ári þegar hafa verið fjármagnaðan og er bjartsýnn á framhaldið.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ríkissjóð hafa nokkra möguleika í stöðunni. „Við eigum þann valkost að fara í erlnda útgáfu. Við eigum sömuleiðis nokkuð öflugan gjaldeyrissjóð vegna fyrri lántöku. Það hefur lítið reynt enn sem komið er á magnbundna íhlutun Seðlabankans. Svo erum við með þennan innanlandsmarkað. Sala eigna er enn eitt atriðið sem væri hægt að bæta í þennan sarp,“ segir Bjarni. Hann hafi því ekki áhyggjur af fjármögnun hallans. Mestu skipti að auka hagvöxt. Að aðgerðir stjórnvalda skili árangri og kröftugri viðspyrnu og bóluefni komi sem fyrst þótt erlend lántaka gæti stutt við krónuna tímabundið. „En það sem við erum að leita að er langtíma jafnvægi. Þar skiptir auðvitað langmestu máli að það sé kraftmikil gjaldeyrisöflun fyrir þjóðarbúið í heild,“ segir Bjarni. Það væri besta langtímalausnin og þá þyrfti síður að treysta á einskiptisaðgerð eins og erlenda lántöku vegna innlendrar samneyslu sem aldrei gæti verið lausn til lengri tíma á gengi gjaldmiðilsins.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26 Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31 Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Heildargreiðslur ríkisins vegna sóttkvíar tæplega þrefaldast Heildargreiðslur ríkisins vegna greiðslu launa til þeirra sem sætt hafa sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda verða tveir milljarðar króna. 27. maí 2020 08:26
Gera ráð fyrir 38 milljörðum vegna hlutabótaleiðar Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður í nýju frumvarpi til fjáraukalaga gert ráð fyrir 38 milljörðum króna vegna hlutabótaleiðarinnar og 25 milljörðum vegna greiðslu hluta launa í uppsagnarfresti. 7. maí 2020 20:31
Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld. 30. mars 2020 19:00