Hart barist um allar lausar stöður á næstunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 07:00 Fv. Jón Kr. Gíslason, mannauðsstjóri Össurar á Íslandi, Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri Veritas og dótturfélaga, Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Ástandið minnir um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem barist er um hvert starf sem auglýst er. Atvinnulífið á Vísi ræddi við nokkra vinnuveitendur sem eiga það sameiginlegt að hafa auglýst nokkur störf síðustu vikurnar. Mörg störf eru auglýst þessi misseri á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Í kjölfarið hefur fjölbreytileiki þeirra sem sækja um störf aukist. Fólk sem áður starfaði í ferðaþjónustu er áberandi meðal umsækjenda og nú er rétti tíminn fyrir atvinnurekendur að ráða nýja leikmenn. Ástandið minnir þó um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem hart verður barist um allar lausar stöður á næstunni. Þetta og fleira kemur fram í máli viðmælenda Atvinnulífsins í dag, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu vikum auglýst nokkur störf. Rætt var við tvo aðila í einkageiranum og einn aðila úr opinbera geiranum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um atvinnuleysi og ráðningar í kjölfar kórónufaraldurs. Í þessari þriðju grein af þremur er leitað til þriggja vinnuveitenda sem allir hafa auglýst nokkur störf laus á síðustu vikum. Spurt var: Í kjölfar Covid: Tekur þú eftir meiri ásókn eða meiri fjölbreytileika (menntun, reynsla, bakgrunnur, aldur) hjá umsækjendum í þau störf sem þið hafið auglýst nýverið? Margir að sækja um úr ferðabransanum Jón Kr. Gíslason, mannauðsstjóri Össurar á Íslandi. Jón Kr. Gíslason, mannauðsstjóri Össurar á Íslandi: „Síðastliðnar vikur höfum við auglýst þó nokkuð eftir fólki í framleiðslu auk sérfræðinga og stjórnenda í hin ýmsu störf. Við erum lánsöm að því leyti að ásókn í lausar stöður hjá okkur er venjulega mikil en hins vegar er greinileg aukning í fjölda umsókna í haust og vetur. Það hefur vakið athygli okkar að hópur umsækjenda er fjölbreyttari en áður hvað varðar menntun og bakgrunn og stærra hlutfall umsækjenda en áður uppfyllir hvorki hæfnis- né menntunakröfur, við fáum fleiri umsóknir frá fólki sem uppfyllir ekki endilega þær kröfur sem settar fram eru. Á sama tíma sjáum við líka að fólk með háskólapróf sækist núna eftir störfum þar sem ekki er gerð krafa um háskólamenntun og við erum að sjá umsóknir frá fólki með menntun sem almennt hefur ekki verið að sækja um störf hjá okkur. Fólk úr flug- og ferðabransanum leitar eðlilega að tækifærum út fyrir sinn geira, þaðan fáum við afar margar umsóknir. Í einu nýlegu tilfelli fengum við yfir 150 umsóknir í eina stöðu. Auðvitað er það ánægjulegt fyrir okkur að hafa úr svo mörgum umsóknum að moða. Við gerum ráð fyrir því að þetta ástand vari næstu mánuði og að hart verði barist um allar lausar stöður hjá okkur á næstunni. Ástandið minnir óneitanlega á mánuðina eftir efnahagshrunið 2008. Það er líka eftirtektarvert að það virðist vera einhver hreyfing á fólki á þessa dagana en við sjáum það meðal annars á þeim fjölda umsókna sem við fáum. Það er spurning hvort að það skapist aðstæður á svona óvissutímum sem verður til þess að fólk fer frekar að líta í kringum sig og sé tilbúnara í nýjar áskoranir, breytingar og leiti að nýjum tækifærum,“ segir Jón. Rétti tíminn núna til að sækja öfluga leikmenn Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri Veritas og dótturfélaga. Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri Veritas og dótturfélaga: „Í sögulegu samhengi hefur jafnan verið mikil aðsókn í störf hjá okkur. Eftir að Covid áhrifin fóru að skella á með fullum þunga og skóinn fór að kreppa í atvinnulífinu, höfum við verið að sjá greinanlega aukningu í fjölda umsókna um hvert laust starf. Fjöldi umsókna virðist vera að endurspeglast í stöðu á atvinnumarkaði og má segja að þetta sé skólabókardæmi um einfalda ráðningarhagfræði, eftir því sem þrengir að á vinnumarkaði eru fleiri sem bítast um hvert laust starf. Við stöndum frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli þegar kemur að því að velja réttan aðila í hvert starf, því það er mjög margt hæfileikaríkt og reynslumikið fólk á lausu. Það er ekki aðeins fjöldi umsækjenda sem vekur athygli heldur er einnig áhugavert að sjá það háa menntunarstig og þá miklu starfsreynslu sem margir umsækjendur búa yfir. Þetta gildir jafnt um þau störf þar sem hæfniskröfur miðast við mikla sérhæfingu og eins almennari störf. Undanfarið höfum við hjá Veritas oft rætt hversu sorglegt það er að þurfa að hafna umsækjendum sem hafa allt til að bera, menntun, þekkingu og reynslu sem uppfyllir þær hæfniskröfur sem við gerum hverju sinni. En sá á kvölina sem á völina, það gildir í þessu eins og svo mörgu öðru. Ef einhvern tímann er réttur tími fyrir atvinnurekendur til að sækja sér öfluga leikmenn til að styrkja liðið, þá er sá tími núna,“ segir Pétur Veigar. Fjölbreyttur og glæsilegur hópur umsækjenda Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Vísir/Vilhelm Guðrún Ingvadóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins: „Framkvæmdasýslan hefur auglýst níu störf á árinu og þar af hefur verið ráðið í fimm. Fjögur eru laus til umsóknar til 7. desember. Ástæðan fyrir þessari fjölgun er stóraukinn fjöldi verkefna, þar af nokkur býsna umfangsmikil verkefni sem koma til vegna fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Fjölbreyttur og glæsilegur hópur sótti um þau fimm störf sem auglýst voru síðastliðið sumar. Á þessu ári eru umsóknirnar ögn fleiri, en um þau störf sem við auglýstum 2019. Þó munar ekki miklu. Að jafnaði sækja nokkrir tugir um hvert starf. Við störfum við mannvirkjagerð, svo að flest störf innan stofnunarinnar er á því sviði. Menntunar- og hæfniskröfur eru alltaf vel skilgreindar í atvinnuauglýsingum okkar svo að langstærstur hluti umsókna koma frá fólki með viðeigandi menntun. Kynjahlutfall umsækjenda hefur verið nokkuð jafnt en karlmenn þó í meirihluta í þeim störfum sem tengjast verklegum framkvæmdum.Hvað reynslu varðar, þá fáum við jöfnum höndum umsóknir frá reynsluboltum og nýútskrifuðu fólki. Það hefur gert okkur kleift að byggja reynslumikið og fjölbreytt teymi til að takast á við áskoranir næstu ára og áratuga,“ segir Guðrún. Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brjálað að gera í kjölfar Covid og ný störf að verða til Ný störf eru að verða til og margt hefur breyst í kjölfar Covid. Erfiðara er að komast í atvinnuviðtal nú þar sem margir eru um hituna fyrir hvert auglýst starf. En hjá ráðningaþjónustum er brjálað að gera. 25. nóvember 2020 10:01 „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Mörg störf eru auglýst þessi misseri á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum. Í kjölfarið hefur fjölbreytileiki þeirra sem sækja um störf aukist. Fólk sem áður starfaði í ferðaþjónustu er áberandi meðal umsækjenda og nú er rétti tíminn fyrir atvinnurekendur að ráða nýja leikmenn. Ástandið minnir þó um sumt á mánuðina eftir bankahrun þar sem hart verður barist um allar lausar stöður á næstunni. Þetta og fleira kemur fram í máli viðmælenda Atvinnulífsins í dag, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa á síðustu vikum auglýst nokkur störf. Rætt var við tvo aðila í einkageiranum og einn aðila úr opinbera geiranum. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um atvinnuleysi og ráðningar í kjölfar kórónufaraldurs. Í þessari þriðju grein af þremur er leitað til þriggja vinnuveitenda sem allir hafa auglýst nokkur störf laus á síðustu vikum. Spurt var: Í kjölfar Covid: Tekur þú eftir meiri ásókn eða meiri fjölbreytileika (menntun, reynsla, bakgrunnur, aldur) hjá umsækjendum í þau störf sem þið hafið auglýst nýverið? Margir að sækja um úr ferðabransanum Jón Kr. Gíslason, mannauðsstjóri Össurar á Íslandi. Jón Kr. Gíslason, mannauðsstjóri Össurar á Íslandi: „Síðastliðnar vikur höfum við auglýst þó nokkuð eftir fólki í framleiðslu auk sérfræðinga og stjórnenda í hin ýmsu störf. Við erum lánsöm að því leyti að ásókn í lausar stöður hjá okkur er venjulega mikil en hins vegar er greinileg aukning í fjölda umsókna í haust og vetur. Það hefur vakið athygli okkar að hópur umsækjenda er fjölbreyttari en áður hvað varðar menntun og bakgrunn og stærra hlutfall umsækjenda en áður uppfyllir hvorki hæfnis- né menntunakröfur, við fáum fleiri umsóknir frá fólki sem uppfyllir ekki endilega þær kröfur sem settar fram eru. Á sama tíma sjáum við líka að fólk með háskólapróf sækist núna eftir störfum þar sem ekki er gerð krafa um háskólamenntun og við erum að sjá umsóknir frá fólki með menntun sem almennt hefur ekki verið að sækja um störf hjá okkur. Fólk úr flug- og ferðabransanum leitar eðlilega að tækifærum út fyrir sinn geira, þaðan fáum við afar margar umsóknir. Í einu nýlegu tilfelli fengum við yfir 150 umsóknir í eina stöðu. Auðvitað er það ánægjulegt fyrir okkur að hafa úr svo mörgum umsóknum að moða. Við gerum ráð fyrir því að þetta ástand vari næstu mánuði og að hart verði barist um allar lausar stöður hjá okkur á næstunni. Ástandið minnir óneitanlega á mánuðina eftir efnahagshrunið 2008. Það er líka eftirtektarvert að það virðist vera einhver hreyfing á fólki á þessa dagana en við sjáum það meðal annars á þeim fjölda umsókna sem við fáum. Það er spurning hvort að það skapist aðstæður á svona óvissutímum sem verður til þess að fólk fer frekar að líta í kringum sig og sé tilbúnara í nýjar áskoranir, breytingar og leiti að nýjum tækifærum,“ segir Jón. Rétti tíminn núna til að sækja öfluga leikmenn Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri Veritas og dótturfélaga. Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri Veritas og dótturfélaga: „Í sögulegu samhengi hefur jafnan verið mikil aðsókn í störf hjá okkur. Eftir að Covid áhrifin fóru að skella á með fullum þunga og skóinn fór að kreppa í atvinnulífinu, höfum við verið að sjá greinanlega aukningu í fjölda umsókna um hvert laust starf. Fjöldi umsókna virðist vera að endurspeglast í stöðu á atvinnumarkaði og má segja að þetta sé skólabókardæmi um einfalda ráðningarhagfræði, eftir því sem þrengir að á vinnumarkaði eru fleiri sem bítast um hvert laust starf. Við stöndum frammi fyrir ákveðnu lúxusvandamáli þegar kemur að því að velja réttan aðila í hvert starf, því það er mjög margt hæfileikaríkt og reynslumikið fólk á lausu. Það er ekki aðeins fjöldi umsækjenda sem vekur athygli heldur er einnig áhugavert að sjá það háa menntunarstig og þá miklu starfsreynslu sem margir umsækjendur búa yfir. Þetta gildir jafnt um þau störf þar sem hæfniskröfur miðast við mikla sérhæfingu og eins almennari störf. Undanfarið höfum við hjá Veritas oft rætt hversu sorglegt það er að þurfa að hafna umsækjendum sem hafa allt til að bera, menntun, þekkingu og reynslu sem uppfyllir þær hæfniskröfur sem við gerum hverju sinni. En sá á kvölina sem á völina, það gildir í þessu eins og svo mörgu öðru. Ef einhvern tímann er réttur tími fyrir atvinnurekendur til að sækja sér öfluga leikmenn til að styrkja liðið, þá er sá tími núna,“ segir Pétur Veigar. Fjölbreyttur og glæsilegur hópur umsækjenda Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.Vísir/Vilhelm Guðrún Ingvadóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins: „Framkvæmdasýslan hefur auglýst níu störf á árinu og þar af hefur verið ráðið í fimm. Fjögur eru laus til umsóknar til 7. desember. Ástæðan fyrir þessari fjölgun er stóraukinn fjöldi verkefna, þar af nokkur býsna umfangsmikil verkefni sem koma til vegna fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar. Fjölbreyttur og glæsilegur hópur sótti um þau fimm störf sem auglýst voru síðastliðið sumar. Á þessu ári eru umsóknirnar ögn fleiri, en um þau störf sem við auglýstum 2019. Þó munar ekki miklu. Að jafnaði sækja nokkrir tugir um hvert starf. Við störfum við mannvirkjagerð, svo að flest störf innan stofnunarinnar er á því sviði. Menntunar- og hæfniskröfur eru alltaf vel skilgreindar í atvinnuauglýsingum okkar svo að langstærstur hluti umsókna koma frá fólki með viðeigandi menntun. Kynjahlutfall umsækjenda hefur verið nokkuð jafnt en karlmenn þó í meirihluta í þeim störfum sem tengjast verklegum framkvæmdum.Hvað reynslu varðar, þá fáum við jöfnum höndum umsóknir frá reynsluboltum og nýútskrifuðu fólki. Það hefur gert okkur kleift að byggja reynslumikið og fjölbreytt teymi til að takast á við áskoranir næstu ára og áratuga,“ segir Guðrún.
Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brjálað að gera í kjölfar Covid og ný störf að verða til Ný störf eru að verða til og margt hefur breyst í kjölfar Covid. Erfiðara er að komast í atvinnuviðtal nú þar sem margir eru um hituna fyrir hvert auglýst starf. En hjá ráðningaþjónustum er brjálað að gera. 25. nóvember 2020 10:01 „Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01 „Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00 Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00 Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Brjálað að gera í kjölfar Covid og ný störf að verða til Ný störf eru að verða til og margt hefur breyst í kjölfar Covid. Erfiðara er að komast í atvinnuviðtal nú þar sem margir eru um hituna fyrir hvert auglýst starf. En hjá ráðningaþjónustum er brjálað að gera. 25. nóvember 2020 10:01
„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“ Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi. 25. nóvember 2020 07:01
„Þegar atvinnuleysið lá fyrir fór ég í ofur-gírinn og var ofur-duglegur með börnin og að heimsækja mömmu“ Jón Jóasafat Björnsson kynntist atvinnuleysi af eigin raun eftir tíu ár í góðri stjórnendastöðu. Hann hvetur fólk til að nýta tímann vel. 29. september 2020 09:00
Fyrstu skrefin í atvinnuleysi Níu góð ráð til að takast á við óvænt atvinnuleysi. 14. september 2020 09:00
Atvinnuleit í kreppu: Fimm góð ráð Það má gera ráð fyrir því að margir verði í virkri atvinnuleit með haustinu þegar hlutabótaúrræði stjórnvalda lýkur og fjöldi fólks bætist við á hefðbundnar atvinnuleysisbætur. 10. ágúst 2020 11:00