Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2020 11:24 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur á fundi almannavarna í morgun. Almannavarnir Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22
Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10