Hætt að taka þátt í tískusýningum trúarinnar vegna Sylvía Hall skrifar 26. nóvember 2020 19:44 Halima Aden. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Bandaríska ofurfyrirsætan Halima Aden er hætt að taka þátt í tískusýningum vegna trúar sinnar. Hún segist margoft hafa þurft að fórna gildum sínum fyrir vinnu sína en kórónuveirufaraldurinn hafi gefið henni svigrúm til að endurskoða afstöðu sína. „Móðir mín er búin að vera að biðja mig í mörg ár um að opna augun. Þökk sé Covid og pásunni frá bransanum hef ég loksins áttað mig á því hvar ég leiddist af brautinni á hijab-vegferð minni,“ skrifaði Aden á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur hún setið fyrir á forsíðum breska Vogue, arabíska Vogue og Allure. Aden var uppgötvuð af umboðsskrifstofunni IMG Models þegar hún var 18 ára gömul, en á þeim tíma tók hún þátt í keppninni ungfrú Minnesota. Síðan þá hefur hún tekið þátt í tískusýningum fyrir meðal annars Rihönnu og Kanye West, og komið fram á tískuvikunni í New York. Í einlægum færslum á Instagram hrósaði hún Rihönnu fyrir að leyfa sér að nota hijab að eigin vali þegar hún kom fram á tískusýningum söngkonunnar. Hún hefði margoft þurft að nota flíkur sem hijab, þvert á eigin sannfæringu, og misst af bænastundum fyrir störfin. Þá minnist hún þess að hafa grátið eftir fyrirsætustörf þar sem hún þorði ekki að mótmæla leiðbeiningum á setti. „Móðir mín bað mig um að hætta fyrirsætustörfum fyrir löngu síðan. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið í svo mikla vörn. Hún var sú eina sem hafði einlægan hag minn fyrir brjósti.“ Hún segist eingöngu geta kennt sjálfri sér um upplifun sína, enda hafi hún verið uppteknari af tækifærum en því sem „raunverulega var í húfi“. Fjölmargir kollegar Aden hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun hennar, þar á meðal systurnar Gigi og Bella Hadid. Trúmál Bandaríkin Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Móðir mín er búin að vera að biðja mig í mörg ár um að opna augun. Þökk sé Covid og pásunni frá bransanum hef ég loksins áttað mig á því hvar ég leiddist af brautinni á hijab-vegferð minni,“ skrifaði Aden á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gömul hefur hún setið fyrir á forsíðum breska Vogue, arabíska Vogue og Allure. Aden var uppgötvuð af umboðsskrifstofunni IMG Models þegar hún var 18 ára gömul, en á þeim tíma tók hún þátt í keppninni ungfrú Minnesota. Síðan þá hefur hún tekið þátt í tískusýningum fyrir meðal annars Rihönnu og Kanye West, og komið fram á tískuvikunni í New York. Í einlægum færslum á Instagram hrósaði hún Rihönnu fyrir að leyfa sér að nota hijab að eigin vali þegar hún kom fram á tískusýningum söngkonunnar. Hún hefði margoft þurft að nota flíkur sem hijab, þvert á eigin sannfæringu, og misst af bænastundum fyrir störfin. Þá minnist hún þess að hafa grátið eftir fyrirsætustörf þar sem hún þorði ekki að mótmæla leiðbeiningum á setti. „Móðir mín bað mig um að hætta fyrirsætustörfum fyrir löngu síðan. Ég vildi óska þess að ég hefði ekki farið í svo mikla vörn. Hún var sú eina sem hafði einlægan hag minn fyrir brjósti.“ Hún segist eingöngu geta kennt sjálfri sér um upplifun sína, enda hafi hún verið uppteknari af tækifærum en því sem „raunverulega var í húfi“. Fjölmargir kollegar Aden hafa lýst yfir stuðningi við ákvörðun hennar, þar á meðal systurnar Gigi og Bella Hadid.
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira