Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 20:18 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna á erfiðum stað. Vísir/Vilhelm Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41