Meirihluti barna í sunnanverðri Afríku býr við matarskort Heimsljós 27. nóvember 2020 14:41 UNICEF/ Everett Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) óttast að sárafátækir í sunnanverðri Afríku séu komnir yfir 500 milljónir eða tvöfalt fleiri en þeir voru árið 1990. Velferð barna í Afríku sunnan Sahara er ógnað úr öllum áttum frá því kórónuveiran lagðist yfir heiminn. Efnahagslegur samdráttur leiðir til þess að sárafátækum fjölgar í þessum heimshluta um 50 milljónir. Meirihluti þeirra eru börn. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) óttast að sárafátækir í sunnanverðri Afríku séu komnir yfir 500 milljónir eða tvöfalt fleiri en þeir voru árið 1990, árið sem þúsaldarmarkmiðin um útrýmingu fátæktar höfðu sem upphafspunkt. Að mati UNICEF hefur farsóttin gert illt verra á flestum sviðum sem varða börn í Afríku sunnan Sahara og skapað nýjan vanda. Af 550 milljónum barna búa um 280 milljónir, eða rúmlega annað hvert barn, við matarskort. Strax í apríl á þessu ári höfðu rúmlega 50 milljónir barna misst daglega ókeypis skólamáltíð og flest þeirra eru í sömu stöðu enn. Lokanir skóla leiddu til þess að 250 milljónir nemenda í þessum heimshluta hættu námi og bættust í hóp þeirra 100 milljóna barna sem þegar voru utan skóla. Flest þeirra hafa ekki fengið neina formlega menntun frá því skólum var lokað og óttast er að milljónir barna setjist aldrei aftur á skólabekk. Margvísleg önnur óáran blasir við börnum og fólki almennt í sunnanverðri Afríku, hækkun á verði matvæla og þjónustu, ferðatakmarkanir og truflanir á grunnþjónustu, og ofan í kaupið þurrkar, flóð, engisprettufaraldrar og stríðsátök. „Börn í þessum heimshluta standa frammi fyrir fordæmalausum áskorunum og þær koma til með að hafa langvarandi skaðleg áhrif á líf þeirra og samfélaganna,“ segir Mohamed Fall svæðisstjóri UNICEF fyrir austanverða og sunnanverða Afríku. „Óvenjuleg vandamál krefjast óvenjulegra lausna. Að auka beingreiðslur til fjölskyldna gæti verið lausnin sem við þurfum á að halda.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent
Velferð barna í Afríku sunnan Sahara er ógnað úr öllum áttum frá því kórónuveiran lagðist yfir heiminn. Efnahagslegur samdráttur leiðir til þess að sárafátækum fjölgar í þessum heimshluta um 50 milljónir. Meirihluti þeirra eru börn. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) óttast að sárafátækir í sunnanverðri Afríku séu komnir yfir 500 milljónir eða tvöfalt fleiri en þeir voru árið 1990, árið sem þúsaldarmarkmiðin um útrýmingu fátæktar höfðu sem upphafspunkt. Að mati UNICEF hefur farsóttin gert illt verra á flestum sviðum sem varða börn í Afríku sunnan Sahara og skapað nýjan vanda. Af 550 milljónum barna búa um 280 milljónir, eða rúmlega annað hvert barn, við matarskort. Strax í apríl á þessu ári höfðu rúmlega 50 milljónir barna misst daglega ókeypis skólamáltíð og flest þeirra eru í sömu stöðu enn. Lokanir skóla leiddu til þess að 250 milljónir nemenda í þessum heimshluta hættu námi og bættust í hóp þeirra 100 milljóna barna sem þegar voru utan skóla. Flest þeirra hafa ekki fengið neina formlega menntun frá því skólum var lokað og óttast er að milljónir barna setjist aldrei aftur á skólabekk. Margvísleg önnur óáran blasir við börnum og fólki almennt í sunnanverðri Afríku, hækkun á verði matvæla og þjónustu, ferðatakmarkanir og truflanir á grunnþjónustu, og ofan í kaupið þurrkar, flóð, engisprettufaraldrar og stríðsátök. „Börn í þessum heimshluta standa frammi fyrir fordæmalausum áskorunum og þær koma til með að hafa langvarandi skaðleg áhrif á líf þeirra og samfélaganna,“ segir Mohamed Fall svæðisstjóri UNICEF fyrir austanverða og sunnanverða Afríku. „Óvenjuleg vandamál krefjast óvenjulegra lausna. Að auka beingreiðslur til fjölskyldna gæti verið lausnin sem við þurfum á að halda.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent