„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. nóvember 2020 13:51 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af stöðu mála. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og Svandís deilir þeim áhyggjum. „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður. Við sáum tölurnar í gær og sáum vísbendingar um það að smitum væri aftur að fjölga og vildum aðeins hinkra með ákvarðanir um næstu skref. Tölurnar í dag gefa til kynna að það sé vöxtur í faraldrinum, því miður,“ segir Svandís í viðtali við fréttastofu. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 1. desember, næsta þriðjudag. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt að slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis í viðtali við Vísi fyrr í dag. Meta stöðuna eftir því hvernig helgin fer Svandís segir ljóst að meta þurfi stöðuna eftir því hvernig helgin þróist. „Það er líka jafn ljóst að við verðum að meta stöðuna núna og um helgina til þess að leggja mat á það hvort einhverjar breytingar verði gerðar 2. desember,“ segir Svandís. Margir höfðu bundið vonir við að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar á miðvikudag en Svandís segist ekkert geta sagt til um hvaða ákvörðun verði tekin í þeim efnum. „Það get ég auðvitað ekkert sagt um og við höfum hingað til reynt að hafa þann takt í okkar ákvörðunum að þær standi í tvær vikur í senn. En við þurfum að minnsta kosti að fá helgina til þess að meta hvert faraldurinn er að fara. Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því hvernig þetta lítur út akkúrat núna,“ segir Svandís. Ekki umhverfið til að slaka á takmörkunum Hún segir að allar ákvarðanir verði byggðar á því hvert faraldurinn stefni. „Við verðum eiginlega bara að byggja okkar ákvarðanir á því hvert faraldurinn er að fara. Aukning á milli daga upp á 20 smit er bara of mikið. Það er ekki umhverfið sem við þurfum til að slaka á takmörkunum. Ég held að það átti sig allir á því.“ Hún hvetur landsmenn til að huga að eigin sóttvörnum. „Núna ríður á að við snúum bökum saman. Við kunnum þessar reglur, þær eru einfaldar. Snúast um það að halda fjarlægð, þvo sér um hendur og virða þessar reglur sem eru að koma út. Ef við gerum það þá náum við tökum eins og við höfum gert áður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. 27. nóvember 2020 11:40 Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu af þeim voru ekki í sóttkví við greiningu. 27. nóvember 2020 11:00 Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og Svandís deilir þeim áhyggjum. „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður. Við sáum tölurnar í gær og sáum vísbendingar um það að smitum væri aftur að fjölga og vildum aðeins hinkra með ákvarðanir um næstu skref. Tölurnar í dag gefa til kynna að það sé vöxtur í faraldrinum, því miður,“ segir Svandís í viðtali við fréttastofu. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með 1. desember, næsta þriðjudag. Vonast hafði verið til þess að þá yrði hægt að slaka eitthvað á samkomutakmörkunum en hvað verður nú í þeim efnum er alls óvíst ef marka má orð sóttvarnalæknis í viðtali við Vísi fyrr í dag. Meta stöðuna eftir því hvernig helgin fer Svandís segir ljóst að meta þurfi stöðuna eftir því hvernig helgin þróist. „Það er líka jafn ljóst að við verðum að meta stöðuna núna og um helgina til þess að leggja mat á það hvort einhverjar breytingar verði gerðar 2. desember,“ segir Svandís. Margir höfðu bundið vonir við að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar á miðvikudag en Svandís segist ekkert geta sagt til um hvaða ákvörðun verði tekin í þeim efnum. „Það get ég auðvitað ekkert sagt um og við höfum hingað til reynt að hafa þann takt í okkar ákvörðunum að þær standi í tvær vikur í senn. En við þurfum að minnsta kosti að fá helgina til þess að meta hvert faraldurinn er að fara. Ég hef satt að segja miklar áhyggjur af því hvernig þetta lítur út akkúrat núna,“ segir Svandís. Ekki umhverfið til að slaka á takmörkunum Hún segir að allar ákvarðanir verði byggðar á því hvert faraldurinn stefni. „Við verðum eiginlega bara að byggja okkar ákvarðanir á því hvert faraldurinn er að fara. Aukning á milli daga upp á 20 smit er bara of mikið. Það er ekki umhverfið sem við þurfum til að slaka á takmörkunum. Ég held að það átti sig allir á því.“ Hún hvetur landsmenn til að huga að eigin sóttvörnum. „Núna ríður á að við snúum bökum saman. Við kunnum þessar reglur, þær eru einfaldar. Snúast um það að halda fjarlægð, þvo sér um hendur og virða þessar reglur sem eru að koma út. Ef við gerum það þá náum við tökum eins og við höfum gert áður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. 27. nóvember 2020 11:40 Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu af þeim voru ekki í sóttkví við greiningu. 27. nóvember 2020 11:00 Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. 27. nóvember 2020 11:40
Tuttugu greindust innanlands og af þeim voru ellefu ekki í sóttkví Tuttugu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ellefu af þeim voru ekki í sóttkví við greiningu. 27. nóvember 2020 11:00
Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. 26. nóvember 2020 22:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?