Sara segist hafa flúið Ísland eftir langt ofbeldissamband Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 15:34 Sara Piana ræddi opinskátt um lífið við Sölva Tryggvason. Sara Piana sem hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi. Hún er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún segir sögur af því hvernig heimili hennar og Rich Piana var fullt af peningum og sterum í öllum hornum þegar líferni Rich náði hámarki. Klippa: Podcast með Sölva - Sara Heimis „Hann var með vin sinn sem framleiddi sterana, alls konar tegundir og kom alltaf með þá. Hann keypti stera af þessum strák fyrir 30 milljónir íslenskar mánaðarlega. Og seldi það svo áfram til annarra. Það voru sterakassar úti um alla íbúð og þegar verst var gat maður ekki þverfótað fyrir þessu helvíti. Þetta var bókstaflega úti um allt. Svo kom fólk heim til okkar eða hitti á hann í ræktinni til að kaupa af honum. Hver og einn aðili keypti mjög mikið magn, sem þeir voru síðan sjálfir að selja. Auðvitað var ég ekkert ánægð með þetta og maður er ekki öruggur með þetta í húsinu. Maður veit aldrei hvort eða hvenær löggan kemur og bara að ég sé á staðnum þýðir að ég sé ekki í góðum málum,“ segir Sara, sem segir að þetta hafi smátt og smátt aukist og að hún hafi verið orðin allt of samdauna þessu líferni. Var með verksmiðju til að framleiða efnið „Ég komst ekkert að þessu í byrjun sambandsins, það var ekki fyrr en við byrjuðum að búa saman sem þetta kom upp á yfirborðið og var í miklu minna magni fyrst um sinn. En strákurinn sem var að búa þetta til fyrir hann var með verksmiðju til að gera þetta allt saman sem að ég kom aldrei inn í. En svo sá ég bara magnið þegar þetta kom til okkar mánaðarlega og það var ekkert smáræði. Svo fylgir þessu auðvitað mikið reiðufé og hann geymdi peninga úti um allt. Hann faldi seðla í boxpúðum, ljósakrónum og á fleiri stöðum um alla íbúð. Hann var mjög á móti því að grafa peningana, þannig að þetta var falið alls staðar þar sem hægt var að geyma peninga.“ Rich Piana var þekktur fyrir að vera hrikalegur í útliti og Sara segir að hann hafi ekki bara verið svona stór og mikill af lyftingum og steranotkun. „Hann sprautaði líka PMMA í vöðvana, sem virkar svipað og sílíkon og stækkaði hann allan. Ég kann ekki alveg að útskýra hvernig það virkar, en hann sprautaði því á marga staði í líkamann á sér. Hann var bara rosalega extreme með allt í sínu lífi. Það var bara farið alla leið.” Sara segist ekki hafa hugsað sér þessa tegund af lífi þegar þau kynntust og segir eftir á að hyggja hafi þetta verið mjög skrautlegt á köflum, en að á endanum sé þetta allt saman lífsreynsla og að hún sjái ekki eftir neinu. Mögulega hafi hún enn verið með skekkju í sér eftir langt ofbeldissamband sem hún var í þegar hún var yngri, sem endaði með því að hún þurfti að flýja land. „Þetta er án vafa versti tími lífs míns og ég var bara orðin skugginn af sjálfri mér. Þegar maður er í ofbeldissambandi af þessu tagi verður maður bara hræddur við allt. Það er erfitt að skilja það fyrir þá sem hafa ekki prófað hvernig er að vera í þeirri stöðu að vera bara barinn í spað ef maður gerir eitthvað sem aðilanum mislíkar. Það gerðist ítrekað að ég var dregin á hárinu, hent í gólfið og sparkað í mig aftur og aftur og í raun bara of margt til að telja það upp. Hann hótaði því ítrekað að drepa mömmu mína, en alltaf þegar hún reyndi að kæra frétti hann af því af því að hann var með einhvern innanbúðarmann inni í lögreglunni. Og þá varð allt bara tíu sinnum verra. Hann braut oft rúður í íbúð mömmu minnar og rústaði bílnum hennar og fleira í þeim dúr. Þannig að óttinn var bara orðinn algjör.“ Hélt að hún myndi deyja kæmist hún ekki í burtu Sara segir að það hafi tekið sig mjög langan tíma að finna rétta tímapunktinn til að flýja. „Þetta náði loksins því stigi að ég hugsaði að ég myndi deyja ef ég kæmist ekki í burtu og ég yrði að flýja. Mamma var búin að bíða í bílnum í nágrenni við íbúðina í nærri þrjá daga samfellt þegar rétta tækifærið kom þegar hann var sofandi. Þegar ég loksins komst út var ég keyrð beint upp á spítala, enda var ég gjörsamlega í tætlum. Búið að rífa af mér mikið af hárinu og öll blá og marin. Ég var ekki skráð inn á spítalann af ótta við að hann gæti fundið mig og síðan um morguninn fór ég beinustu leið upp á flugvöll. Lögreglan fylgdi mér alla leið frá spítalanum og alveg inn í flugvélina, af því að hann var með tengsl út um allt.“ Sara segist gífurlega glöð yfir því að vera komin aftur til Íslands eftir öll þessi ár erlendis. „Það tók mig mánuð að komast heim. Öllum flugum alltaf frestað og ástandið í Bandaríkjunum er bara ekki skemmtilegt. Þannig að ég var mjög feginn þegar ég komst loksins í burtu þaðan,” segir Sara, sem lærir nú hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara æðislegt að vera komin aftur heim og ég er mjög bjartsýn fyrir framtíðinni og hlakka til þess að byrja þennan nýja kafla.“ Í þættinum ræða Sölvi og Sara um tímabilið þegar hún fór langt inn í fitness-heiminn eftir að hún flutti til Bandaríkjanna og síðan frá skrautlegu líferni sínu með Rich Piana, sem oft var öðruvísi en það virkaði út á við. Sara lærir nú hjúkrunarfræði og hlakkar til næsta kafla í sínu lífi, eftir að hafa fengið margfaldan æviskammt af dramatík, eins og hún segir sjálf. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hún er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Hún segir sögur af því hvernig heimili hennar og Rich Piana var fullt af peningum og sterum í öllum hornum þegar líferni Rich náði hámarki. Klippa: Podcast með Sölva - Sara Heimis „Hann var með vin sinn sem framleiddi sterana, alls konar tegundir og kom alltaf með þá. Hann keypti stera af þessum strák fyrir 30 milljónir íslenskar mánaðarlega. Og seldi það svo áfram til annarra. Það voru sterakassar úti um alla íbúð og þegar verst var gat maður ekki þverfótað fyrir þessu helvíti. Þetta var bókstaflega úti um allt. Svo kom fólk heim til okkar eða hitti á hann í ræktinni til að kaupa af honum. Hver og einn aðili keypti mjög mikið magn, sem þeir voru síðan sjálfir að selja. Auðvitað var ég ekkert ánægð með þetta og maður er ekki öruggur með þetta í húsinu. Maður veit aldrei hvort eða hvenær löggan kemur og bara að ég sé á staðnum þýðir að ég sé ekki í góðum málum,“ segir Sara, sem segir að þetta hafi smátt og smátt aukist og að hún hafi verið orðin allt of samdauna þessu líferni. Var með verksmiðju til að framleiða efnið „Ég komst ekkert að þessu í byrjun sambandsins, það var ekki fyrr en við byrjuðum að búa saman sem þetta kom upp á yfirborðið og var í miklu minna magni fyrst um sinn. En strákurinn sem var að búa þetta til fyrir hann var með verksmiðju til að gera þetta allt saman sem að ég kom aldrei inn í. En svo sá ég bara magnið þegar þetta kom til okkar mánaðarlega og það var ekkert smáræði. Svo fylgir þessu auðvitað mikið reiðufé og hann geymdi peninga úti um allt. Hann faldi seðla í boxpúðum, ljósakrónum og á fleiri stöðum um alla íbúð. Hann var mjög á móti því að grafa peningana, þannig að þetta var falið alls staðar þar sem hægt var að geyma peninga.“ Rich Piana var þekktur fyrir að vera hrikalegur í útliti og Sara segir að hann hafi ekki bara verið svona stór og mikill af lyftingum og steranotkun. „Hann sprautaði líka PMMA í vöðvana, sem virkar svipað og sílíkon og stækkaði hann allan. Ég kann ekki alveg að útskýra hvernig það virkar, en hann sprautaði því á marga staði í líkamann á sér. Hann var bara rosalega extreme með allt í sínu lífi. Það var bara farið alla leið.” Sara segist ekki hafa hugsað sér þessa tegund af lífi þegar þau kynntust og segir eftir á að hyggja hafi þetta verið mjög skrautlegt á köflum, en að á endanum sé þetta allt saman lífsreynsla og að hún sjái ekki eftir neinu. Mögulega hafi hún enn verið með skekkju í sér eftir langt ofbeldissamband sem hún var í þegar hún var yngri, sem endaði með því að hún þurfti að flýja land. „Þetta er án vafa versti tími lífs míns og ég var bara orðin skugginn af sjálfri mér. Þegar maður er í ofbeldissambandi af þessu tagi verður maður bara hræddur við allt. Það er erfitt að skilja það fyrir þá sem hafa ekki prófað hvernig er að vera í þeirri stöðu að vera bara barinn í spað ef maður gerir eitthvað sem aðilanum mislíkar. Það gerðist ítrekað að ég var dregin á hárinu, hent í gólfið og sparkað í mig aftur og aftur og í raun bara of margt til að telja það upp. Hann hótaði því ítrekað að drepa mömmu mína, en alltaf þegar hún reyndi að kæra frétti hann af því af því að hann var með einhvern innanbúðarmann inni í lögreglunni. Og þá varð allt bara tíu sinnum verra. Hann braut oft rúður í íbúð mömmu minnar og rústaði bílnum hennar og fleira í þeim dúr. Þannig að óttinn var bara orðinn algjör.“ Hélt að hún myndi deyja kæmist hún ekki í burtu Sara segir að það hafi tekið sig mjög langan tíma að finna rétta tímapunktinn til að flýja. „Þetta náði loksins því stigi að ég hugsaði að ég myndi deyja ef ég kæmist ekki í burtu og ég yrði að flýja. Mamma var búin að bíða í bílnum í nágrenni við íbúðina í nærri þrjá daga samfellt þegar rétta tækifærið kom þegar hann var sofandi. Þegar ég loksins komst út var ég keyrð beint upp á spítala, enda var ég gjörsamlega í tætlum. Búið að rífa af mér mikið af hárinu og öll blá og marin. Ég var ekki skráð inn á spítalann af ótta við að hann gæti fundið mig og síðan um morguninn fór ég beinustu leið upp á flugvöll. Lögreglan fylgdi mér alla leið frá spítalanum og alveg inn í flugvélina, af því að hann var með tengsl út um allt.“ Sara segist gífurlega glöð yfir því að vera komin aftur til Íslands eftir öll þessi ár erlendis. „Það tók mig mánuð að komast heim. Öllum flugum alltaf frestað og ástandið í Bandaríkjunum er bara ekki skemmtilegt. Þannig að ég var mjög feginn þegar ég komst loksins í burtu þaðan,” segir Sara, sem lærir nú hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. „Það er bara æðislegt að vera komin aftur heim og ég er mjög bjartsýn fyrir framtíðinni og hlakka til þess að byrja þennan nýja kafla.“ Í þættinum ræða Sölvi og Sara um tímabilið þegar hún fór langt inn í fitness-heiminn eftir að hún flutti til Bandaríkjanna og síðan frá skrautlegu líferni sínu með Rich Piana, sem oft var öðruvísi en það virkaði út á við. Sara lærir nú hjúkrunarfræði og hlakkar til næsta kafla í sínu lífi, eftir að hafa fengið margfaldan æviskammt af dramatík, eins og hún segir sjálf.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira