Fjölskyldur og samstarfsfólk sem tengjast stjórnmálum „áhættusamir“ viðskiptavinir Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. desember 2020 07:01 Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Nátthrafns með fyrirlestur í Hörpu. „Undanfarin ár hafa þannig verið gerðar talsvert auknar kröfur til fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í tengslum við varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þessar kröfur eiga ekki síður við ýmis lítil og meðalstór fyrirtæki, en margir átta sig ekki á til hversu víðtækra starfsemi kröfurnar ná til,“ segir Ólafur Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjártæknifyrirtækisins Nátthrafns. Ólafur segir varnir gegn peningaþvætti nú þegar verulega mikilvægan þátt í starfsemi allra fjármálafyrirtækja. En þessar varnir ná einnig til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin eru meðal annars skyldug til að þekkja viðskiptamann sinn, framkvæma áreiðanleikakönnun og hafa til staðar aðferðir eða kerfi til að greina hvort viðskiptamaður þeirra teljist í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi að viðskiptavinur fyrirtækis sem starfar sem forstjóri eða framkvæmdastjóri ríkisfyrirtækis, teljist áhættusamur viðskiptavinur. Það sama gildir um þingmenn og maka þeirra, aðrir nánir aðstandendur eða samstarfsfólk. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um breytt umhverfi fyrirtækja í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar. Í þessari fyrstu grein af þremur beinum við sjónum að vörnum gegn peningaþvætti. Hneykslismál og háar upphæðir Ólafur segir það geta haft alvarlegar afleiðingar að fylgja ekki eftir lögum og reglum um varnir gegn peningaþvætti, t.d. brottvikningu stjórnar, framkvæmdastjóra eða afturköllun á starfsleyfi. „Óhætt er að segja að peningaþvætti hafi verið talsvert til umræðu undanfarin misseri. Þar spila ekki síst inn í stór og áberandi hneykslismál, en nærtækt er að nefna mál Danske bank frá 2018 sem kallað hefur verið „stærsta peningaþvættismál í Evrópu.” Peningaþvættið átti sér stað í gegnum útibú bankans í Eistlandi, en umfangið nam um 229 billjón Bandaríkjadölum. Stjórnendur voru ákærðir og sektir lagðar á bankann, en brotin eru að talsverðu leyti enn til rannsóknar,“ segir Ólafur. Að hans sögn meta Sameinuðu þjóðirnar umfang peningaþvættis á einu ári um 2-5% af vergri landsframleiðslu heimsins. ,,Eða í kringum 800-2.000 milljarðar bandaríkjadollara og er því um að ræða háar fjárhæðir,“ segir Ólafur. Af því leiðir hefur peningaþvætti neikvæð áhrif á hagvöxt sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar. Með þetta í huga, er unnið að því að hemja umfang peningaþvættis um allan heim. „Brot gegn skyldum um að framkvæma hinar lögbundnu kannanir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur og orðspor fyrirtækja,“ segir Ólafur og bætir við: Sem dæmi um slíkar afleiðingar má nefna stjórnvaldssektir, brottvikningu stjórnar og framkvæmdastjóra eða afturköllun starfsleyfis.“ Litla Ísland: Þar sem allir þekkja alla Nátthrafn var stofnað árið 2019 og er hluti af Fjártækniklasanum. Þjónusta Nátthrafns gengur út á að hjálpa fyrirtækjum að uppfylla lög frá árinu 2018 um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á vefsíðu Nátthrafns segir meðal annars að tæknilausnir félagsins aðstoði fyrirtæki við að þekkja viðskiptavinina og greina hvaða einstaklingar eru í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Hvers vegna er það áhætta ef viðskiptavinur hefur tengsl inn í stjórnmál? „Ástæða þess að þeir teljast í áhættuhópi er að þeir komast frekar í tæri við mútugreiðslur, spillingu vegna stöðu sinnar og peningaþvætti,“ segir Ólafur sem segir könnun á stjórnmálalegum tengslum mjög mikilvægan lið í vörnum gegn peningaþvætti. Ísland sé þar ekki undanskilið. Til einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla teljast þeir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum. Til háttsettra opinberra starfa flokkast meðal annars: þingmenn, dómarar, sendiherrar og framkvæmdastjórar ríkisfyrirtækja,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs eru bankar og fjármálafyrirtæki að fylgja eftir áræðanleikakönnunum en margt megi bæta hjá t.d. fasteignasölum og á lögmannstofum. Þá segir Ólafur að öll fyrirtæki sem falla undir gildissvið laganna sé skylt að hafa til staðar aðferðir eða kerfi til að greina hvort viðskiptamaður þeirra teljist í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Sem dæmi má nefna banka og fjármálafyrirtæki, fasteignasala, listmunasala og ýmsa aðra smærri aðila. Komi í ljós að viðskiptavinur telst til áhættuhóps vegna stjórnmálalegra tengsla, þarf að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við ákvæði laganna. En er í alvörunni eitthvað verið að framkvæma svona kannanir eða snýst þetta bara um útfyllingu eyðublaða? Stærri fjármálafyrirtæki eins og bankar hafa almennt sinnt þessum könnunum vel, en það hefur þó verið töluvert þyngra fyrir ýmis minni fyrirtæki á borð við fasteignasala og lögmannsstofur að innleiða nauðsynlega ferla. Hraðar breytingar eiga sér þó stað um þessar mundir og nýjar lausnir auðvelda fyrirtækjum að sinna þessari skyldu sinni,“ segir Ólafur. Nýverið undirritaði Nátthrafn Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar en Nátthrafn er aðili að Festu. Af sautján Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir Ólafur Nátthrafn fyrst og fremst vinna að markmiði númer átta (Góð atvinna og hagvöxtur) og númer sextán (Friður og réttlæti). „Til að ná þessum markmiðum er talið nauðsynlegt að draga úr umfangi þess peningaþvættis sem á sér stað í heiminum í dag svo hægt sé að tryggja betur stöðugleika í innlendum hagkerfum og draga úr hvers kyns spillingu á borð við mansal, eiturlyf og fjármögnun hryðjuverka,“ segir Ólafur. Samfélagsleg ábyrgð Fjártækni Tengdar fréttir Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“ Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. 27. nóvember 2020 11:00 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Breyttar áherslur hjá Timberland, McDonalds, Lego og Levi‘s Verkefni í þágu loftlagsmála eru ekki alveg gleymd þótt atvinnulífið glími nú við kórónufaraldur. 9. október 2020 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Ólafur segir varnir gegn peningaþvætti nú þegar verulega mikilvægan þátt í starfsemi allra fjármálafyrirtækja. En þessar varnir ná einnig til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Fyrirtækin eru meðal annars skyldug til að þekkja viðskiptamann sinn, framkvæma áreiðanleikakönnun og hafa til staðar aðferðir eða kerfi til að greina hvort viðskiptamaður þeirra teljist í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla,“ segir Ólafur og nefnir sem dæmi að viðskiptavinur fyrirtækis sem starfar sem forstjóri eða framkvæmdastjóri ríkisfyrirtækis, teljist áhættusamur viðskiptavinur. Það sama gildir um þingmenn og maka þeirra, aðrir nánir aðstandendur eða samstarfsfólk. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun er fjallað um breytt umhverfi fyrirtækja í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar. Í þessari fyrstu grein af þremur beinum við sjónum að vörnum gegn peningaþvætti. Hneykslismál og háar upphæðir Ólafur segir það geta haft alvarlegar afleiðingar að fylgja ekki eftir lögum og reglum um varnir gegn peningaþvætti, t.d. brottvikningu stjórnar, framkvæmdastjóra eða afturköllun á starfsleyfi. „Óhætt er að segja að peningaþvætti hafi verið talsvert til umræðu undanfarin misseri. Þar spila ekki síst inn í stór og áberandi hneykslismál, en nærtækt er að nefna mál Danske bank frá 2018 sem kallað hefur verið „stærsta peningaþvættismál í Evrópu.” Peningaþvættið átti sér stað í gegnum útibú bankans í Eistlandi, en umfangið nam um 229 billjón Bandaríkjadölum. Stjórnendur voru ákærðir og sektir lagðar á bankann, en brotin eru að talsverðu leyti enn til rannsóknar,“ segir Ólafur. Að hans sögn meta Sameinuðu þjóðirnar umfang peningaþvættis á einu ári um 2-5% af vergri landsframleiðslu heimsins. ,,Eða í kringum 800-2.000 milljarðar bandaríkjadollara og er því um að ræða háar fjárhæðir,“ segir Ólafur. Af því leiðir hefur peningaþvætti neikvæð áhrif á hagvöxt sem grundvallarstoð sjálfbærrar þróunar. Með þetta í huga, er unnið að því að hemja umfang peningaþvættis um allan heim. „Brot gegn skyldum um að framkvæma hinar lögbundnu kannanir geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur og orðspor fyrirtækja,“ segir Ólafur og bætir við: Sem dæmi um slíkar afleiðingar má nefna stjórnvaldssektir, brottvikningu stjórnar og framkvæmdastjóra eða afturköllun starfsleyfis.“ Litla Ísland: Þar sem allir þekkja alla Nátthrafn var stofnað árið 2019 og er hluti af Fjártækniklasanum. Þjónusta Nátthrafns gengur út á að hjálpa fyrirtækjum að uppfylla lög frá árinu 2018 um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Á vefsíðu Nátthrafns segir meðal annars að tæknilausnir félagsins aðstoði fyrirtæki við að þekkja viðskiptavinina og greina hvaða einstaklingar eru í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Hvers vegna er það áhætta ef viðskiptavinur hefur tengsl inn í stjórnmál? „Ástæða þess að þeir teljast í áhættuhópi er að þeir komast frekar í tæri við mútugreiðslur, spillingu vegna stöðu sinnar og peningaþvætti,“ segir Ólafur sem segir könnun á stjórnmálalegum tengslum mjög mikilvægan lið í vörnum gegn peningaþvætti. Ísland sé þar ekki undanskilið. Til einstaklinga í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla teljast þeir einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum. Til háttsettra opinberra starfa flokkast meðal annars: þingmenn, dómarar, sendiherrar og framkvæmdastjórar ríkisfyrirtækja,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs eru bankar og fjármálafyrirtæki að fylgja eftir áræðanleikakönnunum en margt megi bæta hjá t.d. fasteignasölum og á lögmannstofum. Þá segir Ólafur að öll fyrirtæki sem falla undir gildissvið laganna sé skylt að hafa til staðar aðferðir eða kerfi til að greina hvort viðskiptamaður þeirra teljist í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Sem dæmi má nefna banka og fjármálafyrirtæki, fasteignasala, listmunasala og ýmsa aðra smærri aðila. Komi í ljós að viðskiptavinur telst til áhættuhóps vegna stjórnmálalegra tengsla, þarf að framkvæma aukna áreiðanleikakönnun í samræmi við ákvæði laganna. En er í alvörunni eitthvað verið að framkvæma svona kannanir eða snýst þetta bara um útfyllingu eyðublaða? Stærri fjármálafyrirtæki eins og bankar hafa almennt sinnt þessum könnunum vel, en það hefur þó verið töluvert þyngra fyrir ýmis minni fyrirtæki á borð við fasteignasala og lögmannsstofur að innleiða nauðsynlega ferla. Hraðar breytingar eiga sér þó stað um þessar mundir og nýjar lausnir auðvelda fyrirtækjum að sinna þessari skyldu sinni,“ segir Ólafur. Nýverið undirritaði Nátthrafn Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar en Nátthrafn er aðili að Festu. Af sautján Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun segir Ólafur Nátthrafn fyrst og fremst vinna að markmiði númer átta (Góð atvinna og hagvöxtur) og númer sextán (Friður og réttlæti). „Til að ná þessum markmiðum er talið nauðsynlegt að draga úr umfangi þess peningaþvættis sem á sér stað í heiminum í dag svo hægt sé að tryggja betur stöðugleika í innlendum hagkerfum og draga úr hvers kyns spillingu á borð við mansal, eiturlyf og fjármögnun hryðjuverka,“ segir Ólafur.
Samfélagsleg ábyrgð Fjártækni Tengdar fréttir Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“ Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. 27. nóvember 2020 11:00 Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00 Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01 Breyttar áherslur hjá Timberland, McDonalds, Lego og Levi‘s Verkefni í þágu loftlagsmála eru ekki alveg gleymd þótt atvinnulífið glími nú við kórónufaraldur. 9. október 2020 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“ Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. 27. nóvember 2020 11:00
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
Fyrsti vinnustaðurinn til að sporna við heimilisofbeldi í Covid ISAL hefur nú innleitt aðgerðaráætlun til að sporna við heimilisofbeldi. Aðgerðaráætlunin byggir á nokkrum leiðum til að aðstoða starfsfólk sem gætu verið þolendur heimilisofbeldis til að stíga út úr þeim aðstæðum. 4. nóvember 2020 07:00
Dæmi um þrjár leiðir til að eyða kynjahalla í stjórnendastöðum Ásta Dís Óladóttir dósent í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands segir kynjakvóta á forstjórastöður nokkuð erfiða leið. Fleiri leiðir sé hægt að skoða til að eyða kynjahalla í æðstu stjórnendastöðum. 29. október 2020 07:01
Breyttar áherslur hjá Timberland, McDonalds, Lego og Levi‘s Verkefni í þágu loftlagsmála eru ekki alveg gleymd þótt atvinnulífið glími nú við kórónufaraldur. 9. október 2020 08:01