„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2020 20:01 Bubbi Morthens er ósáttur við fordóma gagnvart skrif- og lesblindum en biður fólk um að láta ekkert stoppa sig. Vísir/Egill Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent