Raunhæft að vænta bóluefnis fyrir alla þjóðina í janúar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 19:19 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Lyfjastofnunar segir raunhæft að hefja bólusetningar við kórónuveirunni hér á landi í janúar. Hún býst við öllu bóluefni fyrir Íslendinga í einu lagi. Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sextán greindust með kórónuveiruna í gær og voru fimm þeirra utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir bylgjuna í línulegum vexti en vonar að hún fari að síga niður og bendir á að þeir sem eru að greinast núna hafi smitast fyrir um viku. „Við erum alltaf viku á eftir og við þurfum aðeins að sjá hvernig dagarnir verða núna á næstunni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í dag. Bretar hafa nú fyrstir þjóða veitt bráðabirgðaleyfi fyrir dreifingu á bóluefni Pfizer-BioNTech. Þar á fyrst að bólusetja íbúa á dvalarheimilum aldraðra og starfsmenn. Sem er ólíkt fyrirkomulaginu á Íslandi en samkvæmt reglugerð er heilbrigðisstarfsfólk fremst í röðinni. Íslensk stjórnvöld bíða nú markaðsleyfis Lyfjastofnunar Evrópu en fyrirtækin Pfizer og Moderna hafa sótt um markaðsleyfi. Ísland ekki stór markaður Forstjóri Lyfjastofnunar segir bóluefni Pfizer í sérfræðingamati og að því verði skilað í síðasta lagi 29. desember, og síðan Moderna í byrjun janúar. Eftir það eigi leyfisferlið að ganga mjög hratt fyrir sig og bólusetning gæti þá hafist fljótlega. „Það er mjög raunhæft að það verði í janúar. En það er ekki auðvelt um það að segja. Við komum ekki að innkaupum að bóluefninu eða flutningnum til landsins,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Nú er verið að skipuleggja dreifingu bóluefnisins. „Þetta er vandmeðfarið, sérstaklega Pfizer-bóluefnið. Þetta er nú ekki stór markaður á Íslandi og það er gert ráð fyrir að þau komi í einu lagi. Það einfaldar í rauninni margt og sérstaklega þegar flutningur er með þessum hætti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28 Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gerir ekki ráð fyrir því að fólk geti valið hvaða bóluefni það muni fá Yfirvöld hér á landi bíða eftir því að bóluefni gegn Covid-19 fái samþykki hjá Lyfjastofnun Evrópu. 2. desember 2020 12:28
Bretar heimila notkun Pfizer bóluefnisins fyrstir þjóða Bresk stjórnvöld hafa heimilað notkun á bóluefni Pfizer/BioNTech gegn kórónuveirunni og eru Bretar fyrstir þjóða til að stíga það skref. 2. desember 2020 07:22
Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. 2. desember 2020 07:01