Gaf fjölskyldum fría myndatöku: „Mig langaði að gera eitthvað til að hjálpa“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. desember 2020 11:02 Ljósmyndarinn Kristvin Gunnarsson vildi leggja sitt af mörkum til að hjálpa fjölskyldum fyrir jólin og bauð hann 18 fjölskyldum í fría myndatöku til sín. Aðsend mynd „Það er bara þannig ástand í þjóðfélaginu að mig langaði að gera eitthvað til að hjálpa og gefa eitthvað af mér. Það sem ég er kannski ekki aflögufær sjálfur þá ákvað ég að reyna að gefa það sem ég get og það er mynda.“ Þetta segir Kristvin Guðmundsson ljósmyndari í samtali við Vísi. Vísi barst ábending frá lesanda að Kristvin hafi ákveðið að opna ljósmyndastúdíói sitt í einn dag og bjóða þeim fjölskyldum sem ekki hafa efni á myndatöku að koma til sín í myndatöku endurgjaldslaust. Hverri fjölskyldu úthlutaði hann 15 mínútur fyrir framan vélina og segir hann daginn hafa fyllst á innan við sólarhring. Jólamyndatakan er svo stór hluti af jólunum, svo mikið jólin, næstum jafn mikilvæg og sjálf jólasteikin. En ég veit að það eru margir sem hafa aldrei getað leyft sér að fara til ljósmyndara og þess vegna langaði mig að gera þetta. „Ég er reyndar löngu búinn að fylla daginn en ég náði að bóka alveg átján fjölskyldur svo að þetta verður langur og skemmtilegur dagur,“ segir Kristvin og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa tök á því að bóka annan dag þó hann feginn vildi en miðað við eftirspurn þá hefði hann auðveldlega getað fyllt nokkra daga í viðbót. Kristvin segir mikilvægt að fólk standi saman á tímum sem þessum og gefi af sér það sem það getur. Aðsend mynd „Dóttir mín Irma Mjöll æltar að vera svo góð að hjálpa pabba sínum við þetta. Ég gæti þetta engan veginn einn.“ Kristvin hefur verið að mynda í yfir tíu ár og kláraði hann nám í ljósmyndun í New York í fyrra. Hann segir verkefnin á tímum Covid-faraldurs eðlilega hafa dottið niður en hann hefur mikið verið í því að mynda viðburði eins og tónleika og annað í þeim dúr. Á heimasíðu hans og Instagram prófíl má einnig sjá að hann tekur að sér fjölbreytt verkefni, allt frá landslagsmyndum til brúðkaups- og barnamynda. „Öll svona verkefni eru auðvitað flest dottin niður en ég hef líka mikið verið í því að mynda norðurljósin, hef svolítið verið að sérhæfa mig í því. Ég stofnaði norðurljósagrúbbuna Aurora Hunters á Facebook og hún hefur eiginlega alveg sprungið síðustu ár. En í dag eru 16 þúsund meðlimir í hópnum.“ Kristvin hefur sérhæft sig töluvert í norðurljósamyndum og stofnaði hann Facebook grúbbuna Aurora Hunters Iceland. Mynd - Kristvin Guðmundsson „Í þessum hóp eru allir að aðstoða alla, gefa ráð og koma með ábendingar hvar og hvenær er best að skoða norðurljósin.“ Kristvin segist finna fyrir mikilli samstöðu í þjóðfélaginu þessa dagana og vill hann hvetja fólk til að gera það sem það getur til að hjálpa náunganum. Mér fannst ég ekkert endilega vera að gera eitthvað merkilegt en svo er ég að finna fyrir svo miklu þakklæti frá fólki. Þetta þurfa ekki alltaf að vera peningagjafir, bara að gefa eitthvað af sér. Fólk á ekki fyrir einu né neinu þessa dagana svo að það er svo mikilvægt að við stöndum saman sem þjóð. Við erum svona þjóð sem getur vel staðið saman á svona tímum. Jól Ljósmyndun Góðverk Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Sérðu eftir fyrrverandi maka? Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla sagði skáldið. Þegar samband endar, samband sem að öllum líkindum var ekki nógu gott, þá situr yfirleitt annar aðilinn eftir í sárum. Eftirsjá, söknuður og tómleiki eru tilfinningar sem oft á tíðum fylgja sambandsslitum. 4. desember 2020 07:55 Stefnumótaáskorun á aðventunni Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 30. nóvember 2020 21:25 Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi „Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri. 30. nóvember 2020 14:00 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Vísi barst ábending frá lesanda að Kristvin hafi ákveðið að opna ljósmyndastúdíói sitt í einn dag og bjóða þeim fjölskyldum sem ekki hafa efni á myndatöku að koma til sín í myndatöku endurgjaldslaust. Hverri fjölskyldu úthlutaði hann 15 mínútur fyrir framan vélina og segir hann daginn hafa fyllst á innan við sólarhring. Jólamyndatakan er svo stór hluti af jólunum, svo mikið jólin, næstum jafn mikilvæg og sjálf jólasteikin. En ég veit að það eru margir sem hafa aldrei getað leyft sér að fara til ljósmyndara og þess vegna langaði mig að gera þetta. „Ég er reyndar löngu búinn að fylla daginn en ég náði að bóka alveg átján fjölskyldur svo að þetta verður langur og skemmtilegur dagur,“ segir Kristvin og hlær. Aðspurður segist hann ekki hafa tök á því að bóka annan dag þó hann feginn vildi en miðað við eftirspurn þá hefði hann auðveldlega getað fyllt nokkra daga í viðbót. Kristvin segir mikilvægt að fólk standi saman á tímum sem þessum og gefi af sér það sem það getur. Aðsend mynd „Dóttir mín Irma Mjöll æltar að vera svo góð að hjálpa pabba sínum við þetta. Ég gæti þetta engan veginn einn.“ Kristvin hefur verið að mynda í yfir tíu ár og kláraði hann nám í ljósmyndun í New York í fyrra. Hann segir verkefnin á tímum Covid-faraldurs eðlilega hafa dottið niður en hann hefur mikið verið í því að mynda viðburði eins og tónleika og annað í þeim dúr. Á heimasíðu hans og Instagram prófíl má einnig sjá að hann tekur að sér fjölbreytt verkefni, allt frá landslagsmyndum til brúðkaups- og barnamynda. „Öll svona verkefni eru auðvitað flest dottin niður en ég hef líka mikið verið í því að mynda norðurljósin, hef svolítið verið að sérhæfa mig í því. Ég stofnaði norðurljósagrúbbuna Aurora Hunters á Facebook og hún hefur eiginlega alveg sprungið síðustu ár. En í dag eru 16 þúsund meðlimir í hópnum.“ Kristvin hefur sérhæft sig töluvert í norðurljósamyndum og stofnaði hann Facebook grúbbuna Aurora Hunters Iceland. Mynd - Kristvin Guðmundsson „Í þessum hóp eru allir að aðstoða alla, gefa ráð og koma með ábendingar hvar og hvenær er best að skoða norðurljósin.“ Kristvin segist finna fyrir mikilli samstöðu í þjóðfélaginu þessa dagana og vill hann hvetja fólk til að gera það sem það getur til að hjálpa náunganum. Mér fannst ég ekkert endilega vera að gera eitthvað merkilegt en svo er ég að finna fyrir svo miklu þakklæti frá fólki. Þetta þurfa ekki alltaf að vera peningagjafir, bara að gefa eitthvað af sér. Fólk á ekki fyrir einu né neinu þessa dagana svo að það er svo mikilvægt að við stöndum saman sem þjóð. Við erum svona þjóð sem getur vel staðið saman á svona tímum.
Jól Ljósmyndun Góðverk Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Sérðu eftir fyrrverandi maka? Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla sagði skáldið. Þegar samband endar, samband sem að öllum líkindum var ekki nógu gott, þá situr yfirleitt annar aðilinn eftir í sárum. Eftirsjá, söknuður og tómleiki eru tilfinningar sem oft á tíðum fylgja sambandsslitum. 4. desember 2020 07:55 Stefnumótaáskorun á aðventunni Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 30. nóvember 2020 21:25 Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi „Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri. 30. nóvember 2020 14:00 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Spurning vikunnar: Sérðu eftir fyrrverandi maka? Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla sagði skáldið. Þegar samband endar, samband sem að öllum líkindum var ekki nógu gott, þá situr yfirleitt annar aðilinn eftir í sárum. Eftirsjá, söknuður og tómleiki eru tilfinningar sem oft á tíðum fylgja sambandsslitum. 4. desember 2020 07:55
Stefnumótaáskorun á aðventunni Sumir eru mjög iðnir við að finna sér tilefni til þess að gera sér dagamun. Fólkið sem heldur upp á alla dagana og öll afmælin. Valentínusardaginn, konu- og bóndadaginn eða mæðra- og feðradaginn og guð má vita hvað. Svo eru það aðrir sem fussa og sveia yfir svona óþarfa tilstandi. 30. nóvember 2020 21:25
Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi „Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri. 30. nóvember 2020 14:00