RAX Augnablik: „Ég óð bara út í ána í öllum fötunum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2020 07:00 Kristinn fjallkóngur á sundreið í Rangá. Í dag 6. desember á hann afmæli og er viðeigandi að birta þáttinn á þessum degi. RAX Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur í smalamennsku á Landmannaafrétti í fjörutíu ár. Ragnar Axelsson fór fyrst og myndaði fjallmennina við leitir árið 1989. „Þetta var bara eins og að vera í himnaríki. Ef himnaríki er svona þá væri bara í lagi að fara strax,“ segir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina hans frægu af Kristni fjallkóngi. Aðstæðurnar á þessu augnabliki voru nefnilega ekki fullkomnar þó að myndin hafi heppnast fullkomlega. Þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér fyrir neðan. Aldrei bölvað eins mikið „Það var ein mynd sem ég vildi ná og vildi alls ekki missa af, það var þegar þeir sundriðu Eystri Rangá. Þetta var svona líklega í síðasta skipti sem það var gert, svo kom brú og þeir þurftu ekki að reka yfir ána lengur. Þannig að þetta var eiginlega síðasti séns.“ RAX hafði ætlað að bíða í flotbúningi úti í á eftir að Kristinn og hópurinn færu þar yfir, en það plan fór út um gluggann. Ástæðan var að Árni Johnsen samstarfsfélagi hans vildi stoppa á leiðinni til að taka bensín. „Ég held að ég hafi aldrei bölvað eins mikið,“ segir RAX um augnablikið þegar þeir komu að ánni. Adrenalínið spilaði svo stórt hlutverk í atburðarásinni sem fylgdi í kjölfarið. Hægt er að hlusta á söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Sundreið í Rangá er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Sundreið í Rangá Skrautleg fyrstu kynni Myndir RAX af fjallkónginum birtust meðal annars í bókinni Fjallaland og urðu til þess að mikil aðsókn var í að fara með í smalamennsku á Landmannaafrétti. Áður hafði verið erfitt að ná saman mannskap en allt í einu var ástandið þannig að færri komust að en vildu. Myndin af Kristni fjallkóngi á sundreið í Rangá þykir einkennandi fyrir þennan merkilega mann. Í níunda þætti af RAX Augnablik sagði ljósmyndarinn frá því þegar hann hitti fjallkónginn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa sett allt í uppnám við að reyna að ná góðri mynd, var RAX fljótt fyrirgefið og er hann nú einn af hópnum. Í áratugi hefur hann slegist í för með hópnum og ljósmyndað leitirnar við allar hugsanlegar aðstæður hvort sem er í hríð, úrhelli eða um sólbjartan dag. „Þegar maður fer á fjöll með þeim þá þarf maður eiginlega að klípa sig til að athuga hvort maður sé á lífi, þetta er svo stórkostlegt líf að vera á fjöllum með þeim.“ Hægt er að horfa á þáttinn Komið af fjöllum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Réttir Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Þetta var bara eins og að vera í himnaríki. Ef himnaríki er svona þá væri bara í lagi að fara strax,“ segir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina hans frægu af Kristni fjallkóngi. Aðstæðurnar á þessu augnabliki voru nefnilega ekki fullkomnar þó að myndin hafi heppnast fullkomlega. Þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér fyrir neðan. Aldrei bölvað eins mikið „Það var ein mynd sem ég vildi ná og vildi alls ekki missa af, það var þegar þeir sundriðu Eystri Rangá. Þetta var svona líklega í síðasta skipti sem það var gert, svo kom brú og þeir þurftu ekki að reka yfir ána lengur. Þannig að þetta var eiginlega síðasti séns.“ RAX hafði ætlað að bíða í flotbúningi úti í á eftir að Kristinn og hópurinn færu þar yfir, en það plan fór út um gluggann. Ástæðan var að Árni Johnsen samstarfsfélagi hans vildi stoppa á leiðinni til að taka bensín. „Ég held að ég hafi aldrei bölvað eins mikið,“ segir RAX um augnablikið þegar þeir komu að ánni. Adrenalínið spilaði svo stórt hlutverk í atburðarásinni sem fylgdi í kjölfarið. Hægt er að hlusta á söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Sundreið í Rangá er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Sundreið í Rangá Skrautleg fyrstu kynni Myndir RAX af fjallkónginum birtust meðal annars í bókinni Fjallaland og urðu til þess að mikil aðsókn var í að fara með í smalamennsku á Landmannaafrétti. Áður hafði verið erfitt að ná saman mannskap en allt í einu var ástandið þannig að færri komust að en vildu. Myndin af Kristni fjallkóngi á sundreið í Rangá þykir einkennandi fyrir þennan merkilega mann. Í níunda þætti af RAX Augnablik sagði ljósmyndarinn frá því þegar hann hitti fjallkónginn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa sett allt í uppnám við að reyna að ná góðri mynd, var RAX fljótt fyrirgefið og er hann nú einn af hópnum. Í áratugi hefur hann slegist í för með hópnum og ljósmyndað leitirnar við allar hugsanlegar aðstæður hvort sem er í hríð, úrhelli eða um sólbjartan dag. „Þegar maður fer á fjöll með þeim þá þarf maður eiginlega að klípa sig til að athuga hvort maður sé á lífi, þetta er svo stórkostlegt líf að vera á fjöllum með þeim.“ Hægt er að horfa á þáttinn Komið af fjöllum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Réttir Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01