Fótbolti

Ráku stjóra Kjartans og Ágústs í gegnum síma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jonas Dal er atvinnulaus.
Jonas Dal er atvinnulaus. Lars Ronbog/Getty

Íslendingaliðið Horsens er nú án stjóra eftir að þjálfarinn Jonas Dal var rekinn í gærkvöldi.

Horsens ákvað í gær að reka þjálfarann Jonas Dal úr starfi en liðið er einungis með sex stig eftir fyrstu ellefu umferðirnar í dönsku úrvalsdeildinni

BT greinir frá því í dag að Jonas hafði fengið sparkið með símtali frá framkvæmdastjóranum, Kristian Nielsen.

„Ég fékk símtal frá Kristian Nielsen í kvöld og hann sagði að ég hafði verið rekinn. Hann spurði hvort ég vildi hittast í dag og ég sagði já. Það var helst vegna þess að ég vildi hitta leikmennina,“ sagði Jonas.

Horsens er í næst neðsta sæti deildarinnar en með liðinu leika Íslendingarnir Kjartan Henry Finnbogason og Ágúst Eðvald Hlynsson.

Jonas tók við liðinu af Íslandsvininum Bo Henriksen sem hafði gert magnaða hluti með Horsens síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×