Vinsæll MTV-raunveruleikaþáttur allur tekinn upp á Íslandi Heiðar Sumarliðason skrifar 10. desember 2020 14:57 Stjórnandi þáttanna mætir á svæðið í byrjun fyrsta þáttar. Fyrsti þáttur 36. þáttaraðar af raunveruleikaþættinum The Challenge var frumsýndur á MTV í gærkvöldi. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september síðastliðnum. Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Hér gefur að líta krakkana úr The Real World: LA. The Challenge hét upprunaleg Road Rules: All Stars, þar sem þátttakendur úr The Real World og Road Rules, öðrum MTV-þætti, kepptu um verðlaun í ýmis konar þrautum. Því er The Challenge í raun Road Rules: All Stars, en með nýju nafni. Nafnabreytingin kom til vegna þess að forsendum þátttöku var breytt. Áður voru það einungis gamlir þátttakendur úr The Real World og Road Rules sem máttu taka þátt, en nú er fólk sem hefur tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum boðin þátttaka. Önnur heimsókn The Challenge Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Þessi nýjasta þáttaröð hefur undirtitilinn Double Agents, en nú er svo komið að aðeins 1/4 þátttakenda kemur úr The Real World eða Road Rules. Að þessu sinni etja einnig kappi fyrrum þátttakendur úr Survivor, Geordie Shore, Big Brother og Love Island. Miðað við þau brot úr þættinum sem hægt er að sjá á Youtube virðist keppnin að mestu leyti hafa farið fram á suðurhluta landsins. Framleiðendur þáttanna sáu Ísland sem kjörinn tökustað vegna Covid-19, þar sem tíðni veirunnar var lág hér á landi. Þátttakendur voru sendir í Covid-próf á þriggja daga fresti og voru þrjú þúsund próf framkvæmd á meðan á tökum stóð. Hér að neðan er hægt að sjá fyrstu fimm mínúturnar úr fyrsta þættinum. Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Nafn þáttarins hljómar sennilega ekki kunnuglega í eyrum Íslendinga, en uppruni hans ætti að vera kunnur þeim sem höfðu aðgang að MTV á fjölvarpi Stöðvar 2 í lok síðustu aldar. The Challenge er afleggjari af The Real World, sem var feykivinsæll á MTV allt frá því að hann hóf göngu sína árið 1992, og er reyndar enn í gangi. Hér gefur að líta krakkana úr The Real World: LA. The Challenge hét upprunaleg Road Rules: All Stars, þar sem þátttakendur úr The Real World og Road Rules, öðrum MTV-þætti, kepptu um verðlaun í ýmis konar þrautum. Því er The Challenge í raun Road Rules: All Stars, en með nýju nafni. Nafnabreytingin kom til vegna þess að forsendum þátttöku var breytt. Áður voru það einungis gamlir þátttakendur úr The Real World og Road Rules sem máttu taka þátt, en nú er fólk sem hefur tekið þátt í öðrum raunveruleikaþáttum boðin þátttaka. Önnur heimsókn The Challenge Þetta er ekki í fyrsta skipti sem The Challenge heimsækir Ísland, því hluti 22. þáttaraðar var tekinn upp hér á landi, sú sería bar undirtitilinn Battle of the Exes. Þar voru fyrrum pör, með tengingu við raunveruleikaþætti, látin keppa á móti hvort öðru. Þessi nýjasta þáttaröð hefur undirtitilinn Double Agents, en nú er svo komið að aðeins 1/4 þátttakenda kemur úr The Real World eða Road Rules. Að þessu sinni etja einnig kappi fyrrum þátttakendur úr Survivor, Geordie Shore, Big Brother og Love Island. Miðað við þau brot úr þættinum sem hægt er að sjá á Youtube virðist keppnin að mestu leyti hafa farið fram á suðurhluta landsins. Framleiðendur þáttanna sáu Ísland sem kjörinn tökustað vegna Covid-19, þar sem tíðni veirunnar var lág hér á landi. Þátttakendur voru sendir í Covid-próf á þriggja daga fresti og voru þrjú þúsund próf framkvæmd á meðan á tökum stóð. Hér að neðan er hægt að sjá fyrstu fimm mínúturnar úr fyrsta þættinum.
Kvikmyndagerð á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira