Íslenski boltinn

Hlín í atvinnumennskuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlín Eiríksdóttir hefur verið einn besti leikmaður Vals undanfarin ár.
Hlín Eiríksdóttir hefur verið einn besti leikmaður Vals undanfarin ár. vísir/Hulda Margrét

Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Piteå.

Hlín, sem er tvítug, hefur verið í lykilhlutverki hjá Val undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra og var þá valin besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.

Hlín hefur spilað 80 leiki fyrir Val í efstu deild og skorað 33 mörk. Á síðasta tímabili skoraði hún ellefu mörk í sextán leikjum í Pepsi Max-deildinni.

Hli n i atvinnumennskuna Hli n Eiri ksdo ttir hefur samið við Pitea i Svi þjo ð. Hli n sem er uppalin hja Val ho f...

Posted by Valur Fótbolti on Friday, December 11, 2020

Piteå endaði í 8. sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili og var aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Hallbera Gísladóttir, samherji Hlínar í Val og íslenska landsliðinu, lék með Piteå tímabilin 2012 og 2013.

Hlín hefur leikið átján leiki fyrir A-landsliðið og skorað þrjú mörk. Þá hefur hún leikið 45 leiki fyrir yngri landsliðin og skorað 23 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×