Lífskjaravísitala Sameinuðu þjóðanna: Rauðblikkandi viðvörunarljós Heimsljós 15. desember 2020 14:10 Gunnisal Ísland er í fjórða sæti á lista yfir lífskjaravísitölu þjóða, Human Dvelopment Report (HDI), ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári. Heimsfaraldur kórónuveiru, loftslagsbreytingar og eyðilegging náttúrunnar eru rauðblikkandi aðvörunarljós um stöðu jarðarinnar og samfélaga. Nú er tími til að velja öruggari og réttlátari leið fyrir þróun mannkyns, segir í frétt Sameinuðu þjóðanna í tilefni af útgáfu árlegrar lífskjaravísitölu, Human Dvelopment Report (HDI), sem kemur út í dag. Ísland er í fjórða sæti þjóða á listanum í ár ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári. „Þjóðir verða að endurskoða leiðir sínar til þróunar og draga úr álagi á umhverfi og náttúru, eða eiga ellegar á hættu að framfarir mannkyns stöðvist,“ segir í viðvörunarorðum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem gefur skýrsluna út. Hún nefnist „The Next Frontier: Human Development and the Anthropocene." „Við erum stödd á fordómalausu augnabliki í sögu mannkyns og í sögu plánetunnar,“ segir í skýrslunni. Þar er hvatt til þess að stjórnvöld, atvinnulífið og borgarar taki höndum saman um að vinna að nýjum framförum til verndar umhverfinu. Lífskjaravísitalan kemur nú út í þrítugasta sinn en hún hefur hingað til byggst á þremur megin vísitölum, lífslíkum, menntun og þjóðartekjum. Nú er í fyrsta sinn bætt við nýrri vísitölu um losun koltvísýrings og kolefnisspor hverrar þjóðar. Nýjar vísitalan leiðir til þess að fimmtíu ríki sem áður voru ofarlega á lista og reiða sig mjög á jarðefnaeldsneyti falla um mörg sæti en önnur eins og Kosta Ríka, Moldova og Panama, sem leggja minna á náttúruna, hækka á lista. Að teknu tilliti til nýju vísitölunnar væri Ísland 26 sætum neðar á lista og Noregur félli niður um fimmtán sæti. Í neðstu sætunum eru Níger, Miðafríkulýðveldið og Tjad. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent
Heimsfaraldur kórónuveiru, loftslagsbreytingar og eyðilegging náttúrunnar eru rauðblikkandi aðvörunarljós um stöðu jarðarinnar og samfélaga. Nú er tími til að velja öruggari og réttlátari leið fyrir þróun mannkyns, segir í frétt Sameinuðu þjóðanna í tilefni af útgáfu árlegrar lífskjaravísitölu, Human Dvelopment Report (HDI), sem kemur út í dag. Ísland er í fjórða sæti þjóða á listanum í ár ásamt Hong Kong, en var í sjötta sæti á síðasta ári. „Þjóðir verða að endurskoða leiðir sínar til þróunar og draga úr álagi á umhverfi og náttúru, eða eiga ellegar á hættu að framfarir mannkyns stöðvist,“ segir í viðvörunarorðum Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sem gefur skýrsluna út. Hún nefnist „The Next Frontier: Human Development and the Anthropocene." „Við erum stödd á fordómalausu augnabliki í sögu mannkyns og í sögu plánetunnar,“ segir í skýrslunni. Þar er hvatt til þess að stjórnvöld, atvinnulífið og borgarar taki höndum saman um að vinna að nýjum framförum til verndar umhverfinu. Lífskjaravísitalan kemur nú út í þrítugasta sinn en hún hefur hingað til byggst á þremur megin vísitölum, lífslíkum, menntun og þjóðartekjum. Nú er í fyrsta sinn bætt við nýrri vísitölu um losun koltvísýrings og kolefnisspor hverrar þjóðar. Nýjar vísitalan leiðir til þess að fimmtíu ríki sem áður voru ofarlega á lista og reiða sig mjög á jarðefnaeldsneyti falla um mörg sæti en önnur eins og Kosta Ríka, Moldova og Panama, sem leggja minna á náttúruna, hækka á lista. Að teknu tilliti til nýju vísitölunnar væri Ísland 26 sætum neðar á lista og Noregur félli niður um fimmtán sæti. Í neðstu sætunum eru Níger, Miðafríkulýðveldið og Tjad. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent