Mun minna bóluefni til Íslands á næstunni en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2020 11:22 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir telur að ekki náist gott hjarðónæmi hér á landi fyrr en á seinni hluta næsta árs. Áfram verði kórónuveiruaðgerðir í gildi þar til mitt ár 2021 hið minnsta. Vonast hefði verið til að geta ráðist í umfangsmeiri bólusetningar eftir áramót en raunin verður. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann ítarlega yfir stöðu bólusetninga á Íslandi, sem eiga að hefjast nú í desember. Samkvæmt samningi Íslands við ESB og Pfizer hafi verið tryggðir skammtar fyrir alls 85 þúsund manns. Vegna skorts á hráefni seinkar framleiðslunni og við fáum minna bóluefni til landsins en til stóð á næstu mánuðum. Bóluefni fyrir 5000 manns kemur til landsins um jólin og aftur fáum við sendingu í janúar eða febrúar, skammta fyrir 8000 manns. Þetta þýði að aftur þurfi að stokka upp í forgangsröðun bólusetningarinnar og áformað að hefja strax bólusetningu eftir jólin eins fljótt og hægt er. Byrjað verður á því að bólusetja framlínufólk í heilbrigðisstéttum, um þúsund manns, og vistmenn á hjúkrunarheimilum, sem telja um 3-4000 manns. Í janúar og febrúar verði elstu aldurshópar áfram bólusettir. Áfram aðgerðir fram á mitt næsta ár hið minnsta Eftir það sagði Þórólfur framhaldið óljóst. Hann kvaðst ekki búast við að gott hjarðónæmi, þ.e. ónæmi fyrir a.m.k. 65 prósent þjóðarinnar, náist fyrr en á seinni hluta næsta árs, 2021. Ekki væri reiknað með frekara bóluefni til landsins fyrr en um mitt næsta ár eða seinni hluta ársins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafði áður talið að hjarðónæmi gæti verið komið hér á landi í lok mars. Landsmenn muni því að sögn Þórólfs áfram þurfa að búa við takmarkanir á næsta ári og þurfa að viðhalda einstaklingsbundnum sóttvörnum. Hægt verði að aflétta einhverjum takmörkunum undir mitt ár þegar búið verður að bólusetja viðkvæmustu hópa. Vonast hefði verið til að sjá hraðari og fjölmennari bólusetningar strax eftir áramót en raunin verður. Ekki verði hægt að slaka á þeim takmörkunum sem nú eru í gangi fyrr en skýrist hvernig faraldurinn hegðar sér á næstu dögum og vikum. Tilslakanir væru þó alltaf í skoðun en þjóðin þyrfti áfram að standa saman og passa sig.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira