Verkið segir frá aftökum sem áttu sér stað á Íslandi Ritstjórn Albumm skrifar 18. desember 2020 12:15 Einvalalið skipar hljómsveitina Dalalæðu. Spessi Dalalæða er nýlegt band sem var formlega stofnað um haustið 2019. Hljómsveitin var að gefa frá sér plötuna, Dysjar en hugmyndin á bakvið verkið kemur frá verkefninu, Dysjar hinna dæmdu, sem segir frá aftökum á íslandi frá 16 öld fram á 19 öld og bakgrunn dómsmálanna sem liggja þar að baki. Albumm hitti á einn meðlim Dalalæðu, Hannes Helgason, þar sem hann var staddur í 104 Reykjavík að skipuleggja næstu skref í kynningarmálum fyrir frumburð sveitarinnar, Dysjar. Tekið upp sem lifandi flutningur „Hugmyndin að baki tónlistarsköpuninni á Dysjum var að búa til ákveðinn ramma eða heim þar sem meðlimir hljómsveitarinnar hefðu frelsi til þess að aðhafast og spinna. Ramminn var byggður í kringum stúdíu á tónmáli tónskáldsins Olivier Messiaen og frönsku impressionistanna,“ útskýrir hann þegar spurður hvernig tónlist hljómsveitin gerir. Hann segir einnig að þetta sé kjörlendi fyrir bakgrunn hljóðfæraleikaranna úr frjálsum djassi (e. free jazz) og gefur möguleikann á áhugaverðu samtali á milli sín skáldsins við hljóðfæraleikarana, þar sem bæði myndast náttúrulegt rými fyrir ljóðhendingar. Það var því mikilvægt að upptökurnar voru teknar upp sem lifandi flutningur, bæði orðs og tónlistar, þar sem rödd skáldsins varð í raun eitt af hljóðfærum djasssveitarinnar og úr verður þetta áhrifaríka samtal og tenging sem myndast þegar allir hverfa inn í þennan heim og skapa listaverkið í sameiningu á staðnum. Áratugalöng reynsla og bakgrunnur Jóhannesar úr heimi hip-hops og rímnaflæðis (e. raps) lék stórt hlutverk í því að þessi tilraun tókst. Platan er glæsilegur gripur. Náðu að flytja verkið á Jazzhátíð Reykjavíkur Verkefnið er búið að vera í vinnslu frá því um mitt ár 2019, þegar Jóhannes og vinur hans Hannes Helgason lögðust í heimildavinnuna sem liggur að baki þessa fyrsta verks. Af þeirri vinnu spruttu síðan ljóð Jóhannesar og skissur af hljóðheimi Dysja. Hópurinn var svo formlega myndaður á haustmánuðum 2019 þar sem í hópinn bættust trommuleikarinn Magnús Tryggvason Eliassen, kontrabassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Jóel Pálsson, tré blástursleikari. Saman fór þessi hópur síðan í hljóðver í Sundlaugina í Álafosskvosinni þar sem Dysjar voru hljóðritaðar í lifandi flutningi. „Þetta var rétt áður en faraldurinn skall á landið en okkur hefur þó tekist að flytja verkið einu sinni í heild sinni en það var á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágústmánaðar síðastliðinn.“ Aftökur á Íslandi Dysjar er fyrsta plata sveitarinnar en líkt og fyrr kemur fram er verkið gert út frá verkefninu Dysjar hinna dæmdu, sem segir frá aftökum sem áttu sér stað á Íslandi frá 16. öld fram á 19. öld. „Við vorum á fundi í síðustu viku með Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og stjórnanda verkefnisins. Það er mikil samfélagsleg dýpt í þessu viðfangsefni Steinunnar og samstarfsfólki hennar sem áhugavert er að spegla nútímann við, sérstaklega hvað varðar mannréttindi í tengslum við stéttaskiptingu og kynjamisrétti,“ útskýrir hann og bætir við að hægt er að sjá á heimasíðu verkefnisins kort af aftökunum sem fóru fram hér á landi ásamt heimildum um persónuna sem tekin var af lífi. Dysjar hinna dæmdu. Kort yfir aftökustaði á Íslandi. Tónleikar í vor, plata fyrir jól Dalalæða hefur einnig verið að vinna með Steinunni í hugmyndum um samstarf við menningarviðburð í nágrenni Reykjavíkur í tengslum við Dysjar. „Snillingurinn Albert Finnbogason, sem tók okkur upp í Sundlauginni og hljóðblandaði, er með okkur til skrafs og ráðagerðar varðandi áhugaverða staði sem henta vel fyrir tónleika fyrir þessa tónlist, bæði hvað varðar stemmningu og hljómburð en einnig fyrir lifandi upptöku af tónleikunum. Hugmyndin er svolítið að blanda saman sögulegri merki þess staðar sem verður valinn við viðfangsefni Dysjar, ásamt því að skapa rétt andrúmsloft fyrir flutning verksins. Nákvæm tímasetning veltur svolítið á tilslökunum stjórnvalda í kringum þennan blessaða faraldur en við vonumst til þess að ná að láta verða af þessu á fyrstu mánuðum ársins 2021. Eftir það fer hópurinn á fullt að vinna að næsta verki Dalalæðu sem yrði þá gefið út fyrir jólin 2021.“ „Megintilgangurinn er að skapa umgjörð utan um verkefnin, bæði hvað varðar tónlistarútgáfu en einnig til þess að standa að öflugu kynningar- og markaðsstarfi á Íslandi og erlendis.“ VAX undirbýr 2021 Þú ert einn stofnandi plötuútgáfunnar VAX ásamt hópi tónlistarfólks. Hvers konar tónlist gefur VAX út? „VAX er regnhlíf utan um hljómsveitir og verkefni tengdum þeim sem standa að félaginu. Megintilgangurinn er að skapa umgjörð utan um verkefnin, bæði hvað varðar tónlistarútgáfu en einnig til þess að standa að öflugu kynningar- og markaðsstarfi á Íslandi og erlendis,“ útskýrir hann. VAX er að undirbúa útgáfur fyrir árið 2021. Þar er fyrst á döfinni útgáfa í upphafi ársins á annarri hljóðversskífu hljómsveitarinnar Hvörf sem er skipuð einnig af honum Jóhannesi og Þóri Georgi, en fyrri hljómplata þeirra var gefin út árið 2019 af Lucky Records við góðar viðtökur. Fyrirhugað er að alls komi út fjórar vinýlplötur í fullri lengd hjá VAX á árinu 2021 en einnig eru nokkur önnur áhugaverð verkefni í vinnslu sem verður tilkynnt um í upphafi nýs árs. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið
Albumm hitti á einn meðlim Dalalæðu, Hannes Helgason, þar sem hann var staddur í 104 Reykjavík að skipuleggja næstu skref í kynningarmálum fyrir frumburð sveitarinnar, Dysjar. Tekið upp sem lifandi flutningur „Hugmyndin að baki tónlistarsköpuninni á Dysjum var að búa til ákveðinn ramma eða heim þar sem meðlimir hljómsveitarinnar hefðu frelsi til þess að aðhafast og spinna. Ramminn var byggður í kringum stúdíu á tónmáli tónskáldsins Olivier Messiaen og frönsku impressionistanna,“ útskýrir hann þegar spurður hvernig tónlist hljómsveitin gerir. Hann segir einnig að þetta sé kjörlendi fyrir bakgrunn hljóðfæraleikaranna úr frjálsum djassi (e. free jazz) og gefur möguleikann á áhugaverðu samtali á milli sín skáldsins við hljóðfæraleikarana, þar sem bæði myndast náttúrulegt rými fyrir ljóðhendingar. Það var því mikilvægt að upptökurnar voru teknar upp sem lifandi flutningur, bæði orðs og tónlistar, þar sem rödd skáldsins varð í raun eitt af hljóðfærum djasssveitarinnar og úr verður þetta áhrifaríka samtal og tenging sem myndast þegar allir hverfa inn í þennan heim og skapa listaverkið í sameiningu á staðnum. Áratugalöng reynsla og bakgrunnur Jóhannesar úr heimi hip-hops og rímnaflæðis (e. raps) lék stórt hlutverk í því að þessi tilraun tókst. Platan er glæsilegur gripur. Náðu að flytja verkið á Jazzhátíð Reykjavíkur Verkefnið er búið að vera í vinnslu frá því um mitt ár 2019, þegar Jóhannes og vinur hans Hannes Helgason lögðust í heimildavinnuna sem liggur að baki þessa fyrsta verks. Af þeirri vinnu spruttu síðan ljóð Jóhannesar og skissur af hljóðheimi Dysja. Hópurinn var svo formlega myndaður á haustmánuðum 2019 þar sem í hópinn bættust trommuleikarinn Magnús Tryggvason Eliassen, kontrabassaleikarinn Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Jóel Pálsson, tré blástursleikari. Saman fór þessi hópur síðan í hljóðver í Sundlaugina í Álafosskvosinni þar sem Dysjar voru hljóðritaðar í lifandi flutningi. „Þetta var rétt áður en faraldurinn skall á landið en okkur hefur þó tekist að flytja verkið einu sinni í heild sinni en það var á Jazzhátíð Reykjavíkur í lok ágústmánaðar síðastliðinn.“ Aftökur á Íslandi Dysjar er fyrsta plata sveitarinnar en líkt og fyrr kemur fram er verkið gert út frá verkefninu Dysjar hinna dæmdu, sem segir frá aftökum sem áttu sér stað á Íslandi frá 16. öld fram á 19. öld. „Við vorum á fundi í síðustu viku með Steinunni Kristjánsdóttur, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og stjórnanda verkefnisins. Það er mikil samfélagsleg dýpt í þessu viðfangsefni Steinunnar og samstarfsfólki hennar sem áhugavert er að spegla nútímann við, sérstaklega hvað varðar mannréttindi í tengslum við stéttaskiptingu og kynjamisrétti,“ útskýrir hann og bætir við að hægt er að sjá á heimasíðu verkefnisins kort af aftökunum sem fóru fram hér á landi ásamt heimildum um persónuna sem tekin var af lífi. Dysjar hinna dæmdu. Kort yfir aftökustaði á Íslandi. Tónleikar í vor, plata fyrir jól Dalalæða hefur einnig verið að vinna með Steinunni í hugmyndum um samstarf við menningarviðburð í nágrenni Reykjavíkur í tengslum við Dysjar. „Snillingurinn Albert Finnbogason, sem tók okkur upp í Sundlauginni og hljóðblandaði, er með okkur til skrafs og ráðagerðar varðandi áhugaverða staði sem henta vel fyrir tónleika fyrir þessa tónlist, bæði hvað varðar stemmningu og hljómburð en einnig fyrir lifandi upptöku af tónleikunum. Hugmyndin er svolítið að blanda saman sögulegri merki þess staðar sem verður valinn við viðfangsefni Dysjar, ásamt því að skapa rétt andrúmsloft fyrir flutning verksins. Nákvæm tímasetning veltur svolítið á tilslökunum stjórnvalda í kringum þennan blessaða faraldur en við vonumst til þess að ná að láta verða af þessu á fyrstu mánuðum ársins 2021. Eftir það fer hópurinn á fullt að vinna að næsta verki Dalalæðu sem yrði þá gefið út fyrir jólin 2021.“ „Megintilgangurinn er að skapa umgjörð utan um verkefnin, bæði hvað varðar tónlistarútgáfu en einnig til þess að standa að öflugu kynningar- og markaðsstarfi á Íslandi og erlendis.“ VAX undirbýr 2021 Þú ert einn stofnandi plötuútgáfunnar VAX ásamt hópi tónlistarfólks. Hvers konar tónlist gefur VAX út? „VAX er regnhlíf utan um hljómsveitir og verkefni tengdum þeim sem standa að félaginu. Megintilgangurinn er að skapa umgjörð utan um verkefnin, bæði hvað varðar tónlistarútgáfu en einnig til þess að standa að öflugu kynningar- og markaðsstarfi á Íslandi og erlendis,“ útskýrir hann. VAX er að undirbúa útgáfur fyrir árið 2021. Þar er fyrst á döfinni útgáfa í upphafi ársins á annarri hljóðversskífu hljómsveitarinnar Hvörf sem er skipuð einnig af honum Jóhannesi og Þóri Georgi, en fyrri hljómplata þeirra var gefin út árið 2019 af Lucky Records við góðar viðtökur. Fyrirhugað er að alls komi út fjórar vinýlplötur í fullri lengd hjá VAX á árinu 2021 en einnig eru nokkur önnur áhugaverð verkefni í vinnslu sem verður tilkynnt um í upphafi nýs árs. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið