Barcelona og Valencia skildu jöfn að Nývangi þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Gestirnir í Valencia komust yfir eftir hálftíma leik þegar Mouctar Diakhaby skoraði. Staðan var þó jöfn í leikhléi þar sem Lionel Messi jafnaði á fimmtu mínútu uppbótartíma en hann skallaði þá boltann í netið í kjölfarið af frákasti frá vítaspyrnu Messi sem var varin út í teiginn.
Ronald Araujo kom Barcelona í forystu snemma í síðari hálfleik eða á 52.mínútu með góðu skoti úr vítateignum.
Þeim entist þó forystan aðeins í rúman stundarfjórðung því Maxi Gomez jafnaði metin fyrir Valencia á 69.mínútu. Lokatölur 2-2 og Barcelona áfram í 5.sæti deildarinnar.