ABBA léttir lund
Gluggi dagsins hefst á því að Brynhildur Borgarleikhússtjóri situr buguð yfir enn einum upplýsingafundi Almannavarna þar sem vonarglætu er erfitt að sjá. Til bjargar koma þá leikkonur Borgarleikhússins með skothelt ráð til að létta lundina, klassískt lag úr Mamma Mia! söngleiknum.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali leikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.