Innlent

Gleðileg jól, kæru lesendur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Seyðfirðingar fá sérstakar jólakveðjur þetta árið frá fréttastofu eftir hamfarirnar.
Seyðfirðingar fá sérstakar jólakveðjur þetta árið frá fréttastofu eftir hamfarirnar. Vísir/Vilhelm

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kveðjunni fylgja nokkrar jólamyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í desember.

Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðirnar; á jóladag frá klukkan 8 til 16 og á annan í jólum frá klukkan 8 til 24.

Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað í hádeginu alla jólahátíðina. Þá verða kvöldfréttir sömuleiðis á sínum stað klukkan 18:30.

Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is.

Seyðisfjörður jólalegur að kvöldi.Vísir/Vilhelm
Jólatréð er á sínum stað á Árbæjarsafni.Vísir/vilhelm
Sannkallað jólahús í Múlalind í KópavogiVísir/Vilhelm
Jólakötturinn virðist ekki aðeins borða börn heldur líka Stjórnarráð miðað við þessa mynd.Vísir/Vilhelm
Sundgestir í Vesturbæjarlaug undir jólastjörnu.Vísir/Vilhelm
Þessi jólasveinn ku vera mikill íþróttaáhugamaður en athygli hans í desember fer í að gleðja börnin.Vísir/Vilhelm
Jólatréð á sínum stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×