„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2020 10:45 Þorleifur Hauksson sagði það ekki hafa verið neitt vont að fá bólusetningu gegn Covid-19. Vísir/KMU Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Bólusetningin hófst klukkan 10 og fór fram við hátíðlega athöfn í Seljahlíð. Brigitte Einarsson, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri á hjúkrunarheimilinu, gaf bóluefnið. Brigitte er frá Austurríki en hefur búið hér á landi í 34 ár og starfað í Seljahlíð í tuttugu ár. Á meðal viðstaddra voru Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en bólusetningin hófst tók Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, forstöðumaður Seljahlíðar, til máls og spurði Þorleif meðal annars hvort hann væri spenntur. „Mjög svo,“ svaraði hann. Bólusetningin tók svo stutta stund, aðeins nokkrar sekúndur, og gekk vel. Að henni lokinni var Þorleifur spurður hvort þetta hefði verið vont. Svaraði hann því til að svo hefði ekki verið. „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu,“ sagði Þorleifur. Þá sagðist hann ekki þekkja neinn sem ætlaði ekki að fá bóluefni en hins vegar þekkti hann nokkra sem hefðu fengið Covid-19 og töldu sig því ekki þurfa bólusetningu. Það er einmitt svo að þeir sem hafa fengið staðfest Covid-19 með PCR-greiningar prófi eða mótefnamælingu þurfa ekki að fara í bólusetningu, að því er fram kemur á vef landlæknis. Þorleifur uppskar hlátur viðstaddra þegar hann sagðist ekki ætla að gera neitt sérstakt eftir mánuð þegar hann verður búinn að fá seinni skammt bóluefnisins. Þorleifur Hauksson fær sér glas af eplasafa fyrir sprautuna.Vísir/KMU Hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að rjúka niður í bæ eða eitthvað slíkt. „Ég fer ekki í bæinn nema ég þurfi,“ svaraði Þorleifur en tók undir að bólusetning veitti honum vissulega meira frelsi til þess að fara um. Fylgst var með bólusetningunni í beinni útsendingu hér á Vísi. Upptökuna má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni og hér fyrir neðan má nálgast vaktina sem var í gangi á meðan Þorleifur var bólusettur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira