Geta ekki og vilja ekki veita fámennum hóp meiri hækkanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:48 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir kaldranalegt ef sveitarfélög eru að nýta kórónuveiruna sem vopn í kjaraviðræðum og freista þess að fá aðgerðum frestað. Formaður landssambands sveitarfélaga segir ekki koma til greina að semja um meiri hækkanir en felast í lífskjarasamningnum. Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga áttu í morgun fund hjá ríkissáttasemjara eftir fimm daga hlé á viðræðum. Framkvæmdastjóri Eflingar segir fundinn hafa gengið „afar illa". „Þar kom fram höfnun á því að gera sambærilegan samning eins og þann sem við hjá Eflingu erum búin að gera við Reykjavíkurborg og íslenska ríkið," segir Viðar Þorsteinsson. Hann segist ekki geta borið lakari samning, en nýgerða samninga við ríki og borg, undir félagsmenn sem starfi í sömu störfum og á svipuðu atvinnusvæði. Sérstök leiðretting á lægstu launum, líkt og felst í þeim, virðist ekki nú í boði. „Það sætir furðu að samband íslenskra sveitarfélaga, eitt þessara þriggja opinberru aðila sem við semjum við, skuli neita að gera þetta." Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar.vísir/Vilhelm Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga segir einungis hækkanir samkvæmt lífskjarasamningi koma til greina. „Hjá sveitarfélögunum vinna þúsundir starfsmanna og við megum ekki, viljum ekki og getum ekki samið við fámenna hópa um eitthvað allt annað en heildin hefur þegar samið um," segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjórir grunnskólar lokaðir Verkfallið hefur nú staðið yfir í viku og hefur mest áhrif í Kópavogi. Þar hefur fjórum grunnskólum hefur verið lokað þar sem skólarnir eru ekki þrifnir í verkfalli. Það eru Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Álfhólsskóli og Salaskóli og í þeim eru um 2.100 nemendur. Þá eru þrír leikskólar lokaðir. Undanþágubeiðnum um þrif á grunnskólum með vísan til kórónuveirunnar hefur verið hafnað. „Enda teljum við að sveitarfélögin hafi það í hendi sér að loka þeim stofnunum," segir Viðar. Viðar spyr hvort sambandið sé að tefja viðræður í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. „Mér fyndist það ansi kaldranalegt ef sveitafélögin eru mögulega að nýta sér þess stöðu sem nú er komin upp til að hlunnfara þetta fólk um eðlilegar kjarabætur," segir Viðar. Aldís hafnar þessu. „Þessi deila hefur verð í hnút í allt of langan tíma og það hefur ekkert með þessa stöðu að gera," segir hún.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira