Dusty í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 08:27 Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er komið í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends. Tvö þúsund manns fylgdust með liðinu sigra sænska stórliðið Singularity í síðasta leik deildarkeppninnar. Norðurlandamótið í League of Legends er haldið tvisvar á ári en til þess að komast í mótið þarf liðið að vinna sig upp úr undankeppninni sem saman stendur af hundruðum liða. Þetta er annað tímabilið í röð sem Dusty kemst í undanúrslit í keppninni og getur ekkert lið á Norðurlöndunum státað sig af sambærilegum árangri. Það er til mikils að vinna í mótinu því efstu tvö liðin geta tryggt sér væn peningaverðlaun ásamt því að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, EU Masters. Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Nánari upplýsingar um leikinn er hægt að finna á samfélagsmiðlum liðsins. Lið Dusty samanstendur af Íslendingunum Aroni Gabríel Guðmundssyni, Páli Minh Phuong og Garðari Snæ Björnssyni ásamt Tyrkjanum Emin Aydin, Svíanum Markus Tobin og Dananum Tobias Bryder. Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn
Íslenska rafíþróttaliðið Dusty er komið í undanúrslit Norðurlandamótsins í League of Legends. Tvö þúsund manns fylgdust með liðinu sigra sænska stórliðið Singularity í síðasta leik deildarkeppninnar. Norðurlandamótið í League of Legends er haldið tvisvar á ári en til þess að komast í mótið þarf liðið að vinna sig upp úr undankeppninni sem saman stendur af hundruðum liða. Þetta er annað tímabilið í röð sem Dusty kemst í undanúrslit í keppninni og getur ekkert lið á Norðurlöndunum státað sig af sambærilegum árangri. Það er til mikils að vinna í mótinu því efstu tvö liðin geta tryggt sér væn peningaverðlaun ásamt því að fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, EU Masters. Strákarnir í Dusty munu annað hvort keppa við Vipers eða Singularity í undanúrslitunum en viðureignin fer fram um næstu helgi. Nánari upplýsingar um leikinn er hægt að finna á samfélagsmiðlum liðsins. Lið Dusty samanstendur af Íslendingunum Aroni Gabríel Guðmundssyni, Páli Minh Phuong og Garðari Snæ Björnssyni ásamt Tyrkjanum Emin Aydin, Svíanum Markus Tobin og Dananum Tobias Bryder.
Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn