Fluttu til Tene, fengu yfir sig sandstorm og kórónaveiru og eru nú á leiðinni heim Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2020 10:31 Árni og fjölskylda hafa unað sér vel úti á Tenerife en hugurinn leitar þó óhjákvæmilega heim. „Þetta er búið að vera mjög ljúft og gott hérna,“ segir Árni Már Valmundarson, fyrrverandi útvarpsmaður á FM957, sem flutti alla fjölskylduna til Los Cristianos á Tenerife um áramót. „Við höfum upplifað ótrúlegustu hluti hér úti. Fyrir það fyrsta ætluðum við bara að koma hingað út, komast í smá hita og njóta lífsins. Við erum með tvö börn með okkur hérna og fengum leyfi frá skólanum til að vera með heimakennslu. Allt gekk vel til að byrja með. Vorum fyrst á hóteli við amerísku ströndina og svo fórum við að skoða í kringum okkur og fundum alveg frábæra íbúð í Los Cristianos sem er svona í göngufæri við amerísku ströndina. Við fundum íbúð á efstu hæð í blokk og erum með stórar svalir, gott útsýni og bara draumurinn. Æðislegir dagar að baki en margt gerst. Við fengum yfir okkur þennan sandstorm,“ segir Árni Már og heldur áfram. „Ég er búinn að heyra í fólki að það hefði frekar viljað vera í miklum snjóstormi á Íslandi frekar en svona sandstormi. Þetta er bara eins og kanill sem fer út um allt. Það þurftu allir að hafa lokaða glugga og lokaðar hurðir og enginn mátti fara út. Það var gefið út í fréttunum að þessi staður var þarna mest mengandi staður á jörðinni, miklu meira en stærstu höfuðborgir sem eru að menga mikið. Þetta var svo hættulegt fyrir lungun. Útsýnið var hundrað metrar, ógeðslega heitt og þetta var algjör viðbjóður. Eftir það birti nú til og sólin kom aftur og allt varð æðislegt.“ Skrýtið að upplifa útgöngubann Hann segir að þau hafi þá haldið áfram með lífið eins og ekkert væri. „Svo kom Covid-19 og við þekkjum öll þá sögu og hér er búið að vera svolítið sérstakt ástanda líka. Þetta byrjaði bara rólega á einu hóteli sem var sett í sóttkví og okkur fannst eins og allir væru að taka í taumana hér. Það var gert hratt og vel en síðan er þetta eðlilega búið að aukast eins og allir áttu von á. Hér er mikill straumur af ferðafólki og þá kom til þetta útgöngubann sem er mjög skrýtið að upplifa. Frá og með á miðnætti á laugardaginn mátti enginn vera úti. Það má fara út í búð að kaupa sér mjólk og brauð. Það má fara út að labba með hundinn og kaupa sér sígarettur og í apótek.“ Hann segir að lögregluyfirvöld séu mjög hörð á því að enginn sé úti og draga lögreglumenn fólk inn ef það brýtur reglur. „Það koma tilkynningar úr lögreglubílum í svona vondu hljóðkerfi og það er bara einhvern veginn óþægilegt að heyra þetta. Þetta er gert í þeim eina tilgangi að ná tökum á þessu og það er það sem allir vilja, eðlilega.“ Árni segir að eftir töluverða umhugsun og ráðleggingar frá borgaraþjónustunni hér á landi hafi fjölskyldan ákveðið að koma sér aftur heim. „Við ætlum að taka á þessu hér heima og sjá síðan til hvað gerist,“ segir Árni Már en hér að neðan má heyra viðtalið sem tekið var í Brennslunni í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög ljúft og gott hérna,“ segir Árni Már Valmundarson, fyrrverandi útvarpsmaður á FM957, sem flutti alla fjölskylduna til Los Cristianos á Tenerife um áramót. „Við höfum upplifað ótrúlegustu hluti hér úti. Fyrir það fyrsta ætluðum við bara að koma hingað út, komast í smá hita og njóta lífsins. Við erum með tvö börn með okkur hérna og fengum leyfi frá skólanum til að vera með heimakennslu. Allt gekk vel til að byrja með. Vorum fyrst á hóteli við amerísku ströndina og svo fórum við að skoða í kringum okkur og fundum alveg frábæra íbúð í Los Cristianos sem er svona í göngufæri við amerísku ströndina. Við fundum íbúð á efstu hæð í blokk og erum með stórar svalir, gott útsýni og bara draumurinn. Æðislegir dagar að baki en margt gerst. Við fengum yfir okkur þennan sandstorm,“ segir Árni Már og heldur áfram. „Ég er búinn að heyra í fólki að það hefði frekar viljað vera í miklum snjóstormi á Íslandi frekar en svona sandstormi. Þetta er bara eins og kanill sem fer út um allt. Það þurftu allir að hafa lokaða glugga og lokaðar hurðir og enginn mátti fara út. Það var gefið út í fréttunum að þessi staður var þarna mest mengandi staður á jörðinni, miklu meira en stærstu höfuðborgir sem eru að menga mikið. Þetta var svo hættulegt fyrir lungun. Útsýnið var hundrað metrar, ógeðslega heitt og þetta var algjör viðbjóður. Eftir það birti nú til og sólin kom aftur og allt varð æðislegt.“ Skrýtið að upplifa útgöngubann Hann segir að þau hafi þá haldið áfram með lífið eins og ekkert væri. „Svo kom Covid-19 og við þekkjum öll þá sögu og hér er búið að vera svolítið sérstakt ástanda líka. Þetta byrjaði bara rólega á einu hóteli sem var sett í sóttkví og okkur fannst eins og allir væru að taka í taumana hér. Það var gert hratt og vel en síðan er þetta eðlilega búið að aukast eins og allir áttu von á. Hér er mikill straumur af ferðafólki og þá kom til þetta útgöngubann sem er mjög skrýtið að upplifa. Frá og með á miðnætti á laugardaginn mátti enginn vera úti. Það má fara út í búð að kaupa sér mjólk og brauð. Það má fara út að labba með hundinn og kaupa sér sígarettur og í apótek.“ Hann segir að lögregluyfirvöld séu mjög hörð á því að enginn sé úti og draga lögreglumenn fólk inn ef það brýtur reglur. „Það koma tilkynningar úr lögreglubílum í svona vondu hljóðkerfi og það er bara einhvern veginn óþægilegt að heyra þetta. Þetta er gert í þeim eina tilgangi að ná tökum á þessu og það er það sem allir vilja, eðlilega.“ Árni segir að eftir töluverða umhugsun og ráðleggingar frá borgaraþjónustunni hér á landi hafi fjölskyldan ákveðið að koma sér aftur heim. „Við ætlum að taka á þessu hér heima og sjá síðan til hvað gerist,“ segir Árni Már en hér að neðan má heyra viðtalið sem tekið var í Brennslunni í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira