Jafnrétti ekki náð fyrr en vanhæfar konur ná sama frama og vanhæfir karlmenn Stefán Árni Pálsson skrifar 24. mars 2020 11:31 Björg Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Einkalífinu. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg segir að það séu gerðar meiri og öðruvísi kröfur á konur í fjölmiðlum. „Það er enginn að fara segja mér það að það séu hundrað prósent jöfn tækifæri og jafn auðvelt fyrir konur að skara fram úr eins og það er fyrir karlana,“ segir Björg og heldur áfram. „Við fáum öðruvísi athugasemdir og oft er það eitthvað útlitstengt og hvað við séum með háar og skrækar pirrandi raddir. Ég er að fylgjast með aðdraganda forsetakosninganna Bandaríkjunum núna í nóvember og það meikar ekkert sens að það hafi enginn kona verið forseti, enginn kona verið varaforseti Bandaríkjanna.“ Björg bendir samt sem áður á að hér á Íslandi séum við nokkuð framarlega í þessum málefnum. „Þú sérð samt færri konur eldast í íslenskum fjölmiðlum eins og karlana. Maður sér oft fyrirkomulag í þáttum, sem ég hef alveg lent í, að það er ein ung og hress kona og svo eldri gáfaður maður sem er kannski á aðeins hærri launum. Ef þú gerir ekki neitt í þessu og pælir ekkert í þessu þá raða karlar sér bæði allsstaðar í framlínunni og eru miklu fleiri viðmælendur heldur en kvenviðmælendur. Ég hef ekki upplifað það að mér sé haldið niðri eða ekki hlustað á mig því ég er kona en ég er líka ógeðslega dugleg að láta í mér heyra og hef alveg lært það með árunum. Það er stundum sagt að fullu jafnrétti verður ekki náð fyrr en vanhæfar konur eru jafn mikið í framlínu og vanhæfir karlar. Við eigum ansi langt í land hvað það varðar.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Jafnréttismál Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15 Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Fleiri fréttir Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Bróðurmissirinn mikill skellur fyrir alla fjölskylduna Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 5. mars 2020 11:15
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið