Einmanalegur Gullni hringur í gegnum linsu Villa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:00 Fá pör urðu á vegi ljósmyndara Vísis á Gullna hringnum í gær. Þetta hestapar beið þess að fá hestanammið sitt sem hefur væntanlega verið af skornum skammti undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira