Dagur þrjú: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. mars 2020 11:00 Garpur ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Fallegt hrafnapar náði athygli hans á jökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir þriðja dag ferðarinnar má finna hér fyrir neðan. Klippa: Dagur 3 - Ferðalangur í eigin landi Ég vaknaði þriðja daginn í ferðalaginu við fallegt útsýni frá Hótel Kötlu, austan við Vík. Veðrið var á báðum áttum, skin eða skúrir. Áður en ég yfirgaf svæðið fór ég í göngutúr fyrir ofan bæinn og renndi mér á línum þvers og kruss yfir gilið sem liggur fyrir ofan Vík. Vísir/Garpur Elísabetarson Framundan beið mín svo ferðalag yfir sandanna í austurátt að Vatnajökli. Þessi leið er ein af mínum uppáhaldsleiðum til að keyra og það er eiginlega synd að hafa ekki bílstjóra til að keyra fyrir sig, svo maður geti dáðst að útsýninu, af öllum jöklunum sem leka niður frá Vatnajökli. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég vissi svo sem ekkert hvað beið mín eða hvað ég myndi ná langt áður en ég myndi bregða á leik. Vinir mínir og ofurleiðsögumennirnir Íris og Árni búa undir Vatnajökli og renndi ég við hjá þeim og plataði þau til þess að koma með mér uppá Falljökul. Sá jökull hefur verið aðal áfangastaður jökulþyrsta ferðamanna síðan Svínafellsjökull lokaði fyrir nokkrum árum. Vísir/Garpur Elísabetarson Það fer enginn einn upp á jöklanna, sama hvað, en ég þurfti nú ekki mikið til að sannfæra vini mína að koma með mér í leiðangur. Jökullinn bauð okkur velkomin í allri sinni dýrð. Veðrið sem var búið að vera á báðum áttum um daginn róaði sig niður og gaf okkur fínasta ferðaveður á meðan við óðum snjóinn að jöklinum. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Í fyrsta nestisstoppi hlýtur að hafa skrjáfað hressilega í kexpakkanum sem við vorum með, því ofur fallegt hrafnspar ákvað að veita okkur félagsskap upp jökulinn. Þeir kunna sýna kúnst vel og voru aldrei langt undan þegar bakpokarnir sigu niður í jörðina, nestið er að koma. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Við fundum ísvegg sem upplagt var að príla aðeins í og við settum upp línu og klifruðum stundarkorn. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég endaði svo kvöldið í Öræfum, á Fosshótel Glacier Lagoon þar sem ég lagðist dauðþreyttur og sæll á koddann, spenntur fyrir morgundeginum og þeim ævintýrum sem hann hefur í för með sér. Vísir/Garpur Elísabetarson Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Sjá meira
Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. 26. mars 2020 10:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30