„Langaði virkilega að upplifa mig sem konu“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 31. mars 2020 11:28 Þór hefur staðið fyrir listgjörningi í áraraðir. Þór Ludwig Stiefel er merkilegur myndlistarmaður en hann er listmálari sem hefur haldið ótal einka og samsýninga allt frá því hann hélt sína fyrstu sýningu í Hlaðvarpanum í Reykjavík árið 1990. Hans stærsta einstaka listaverk til þessa er þó án nokkurs vafa gjörninga karakterinn Tora Victoria, en öllum að óvörum lýsti hann því yfir nú á dögunum að Tora væri ekki manneskja heldur listgjörningur sem staðið hefði yfir í á annan áratug. Frosti Logason ræddi við Þór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær en hvenær og hvernig varð þessi karakter til? „Það var á einhverju tímapunkti, ég man ég bjó út í Danmörku, að mig langaði virkilega að upplifa mig sem konu. Ég er forvitinn að eðlisfari og hvernig væri það að labba niður Strikið eins og kona og fá alla þessa athygli sem því fylgir. Ég bara ákvað að skella mér í það hlutverk og það var eitthvað gefandi við það og losandi að þurfa ekki að vera gaurinn,“ segir Þór sem hægt og rólega bjó til ákveðin karakter. Hann segir að á næstu árum hafi listaverkið Tora Victoria svo gott sem yfirtekið allt hans líf. Leyfir listinni að leiða sig áfram „Ég vissi ekkert hvert þetta myndi fara og hvert þetta myndi leiða mig. Ég vinn mjög gjarnan þannig mína myndlist og leyfi henni að leiða mig áfram. Ég fór alla leið og varð að trúa þessu sjálfur. Ef þú ætlar að fá út úr þessu þá upplifun sem ég var að leitast eftir þá getur þú ekki verið að fara út úr þessum gjörningi á kvöldin, heldur þú þarft bara að lifa þetta.“ Og Tora Victoria óx og dafnaði og hafði jafnvel mikil og óvænt áhrif á umræðuna í kringum hinsegin samfélagið á Íslandi. „Svo kom þessi blessun að ég ákvað að skella mér í listaháskólann og þar fékk ég þessi tæki og tól sem þurfti til að strúktúrera hugsunina og átta mig á því hvað ég væri að gera. Ég áttaði mig á því að þessi karakter, Tora Victoria var performance og mitt hliðarsjálf.“ Tora var hans hliðarsjálf. Toru Victoriu gjörninginn segir Þór vera svokallaðan Arte-Vitae lífsgjörning og sjálf-sögulegt-listaverk eða SNART eins og hann kallar þá liststefnu sem hann sjálfur hefur mótað og fjallað meðal annars um í útskriftarverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands. „Ég hélt bara áfram að leika mér með þetta. Trans, hvað er það? Og svo áttaði ég mig á því að ég var að spegla mig í myndverkunum mínum og sá um þetta hliðarsjálf, þennan karakter, í myndverkunum. Eins og ég væri að líta í spegil. Þá speglaði ég orðið trans og þá kom út orðið SNART. Ég er að segja mína sögu, ég er að vinna list og vinna með konseptið speglun. Þá einhvern veginn kom þetta.“ Feginn að þetta sé búið Tora Victoria gjörningurinn hafi þannig verið rannsókn á þessu ferli þegar listamaðurinn og listsköpun hans verði bókstaflega eitt og hið sama. Þór segir að ólíkt öðrum listamönnum, sem unnið hafa verk á svipaðan hátt, t.d. Genesis P-Orridge eða Gilbert og George, þá hafi hann nú kosið að loka gjörningnum á ákveðnum tímapunkti. Í hans tilfelli mætti í raun segja að listaverkið verði ekki til sem slíkt fyrr en hann lýsi gjörninginn opinberlega yfirstaðinn. Sem hann hefur nú gert. Nú geti listamaðurinn stigið til baka frá málaratrönunum og virt fyrir sér málverkið, fullskapað. „Ég er svolítið feginn, þetta er búið. Þetta er svipað og leikari á sviðið eða handboltakappi í leik. Það er æðislega gaman að spila leikinn. Ég tala nú ekki þegar þú ert búinn að vinna leikin og hugsar, djöfull var þetta gott.“ Ísland í dag Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Þór Ludwig Stiefel er merkilegur myndlistarmaður en hann er listmálari sem hefur haldið ótal einka og samsýninga allt frá því hann hélt sína fyrstu sýningu í Hlaðvarpanum í Reykjavík árið 1990. Hans stærsta einstaka listaverk til þessa er þó án nokkurs vafa gjörninga karakterinn Tora Victoria, en öllum að óvörum lýsti hann því yfir nú á dögunum að Tora væri ekki manneskja heldur listgjörningur sem staðið hefði yfir í á annan áratug. Frosti Logason ræddi við Þór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær en hvenær og hvernig varð þessi karakter til? „Það var á einhverju tímapunkti, ég man ég bjó út í Danmörku, að mig langaði virkilega að upplifa mig sem konu. Ég er forvitinn að eðlisfari og hvernig væri það að labba niður Strikið eins og kona og fá alla þessa athygli sem því fylgir. Ég bara ákvað að skella mér í það hlutverk og það var eitthvað gefandi við það og losandi að þurfa ekki að vera gaurinn,“ segir Þór sem hægt og rólega bjó til ákveðin karakter. Hann segir að á næstu árum hafi listaverkið Tora Victoria svo gott sem yfirtekið allt hans líf. Leyfir listinni að leiða sig áfram „Ég vissi ekkert hvert þetta myndi fara og hvert þetta myndi leiða mig. Ég vinn mjög gjarnan þannig mína myndlist og leyfi henni að leiða mig áfram. Ég fór alla leið og varð að trúa þessu sjálfur. Ef þú ætlar að fá út úr þessu þá upplifun sem ég var að leitast eftir þá getur þú ekki verið að fara út úr þessum gjörningi á kvöldin, heldur þú þarft bara að lifa þetta.“ Og Tora Victoria óx og dafnaði og hafði jafnvel mikil og óvænt áhrif á umræðuna í kringum hinsegin samfélagið á Íslandi. „Svo kom þessi blessun að ég ákvað að skella mér í listaháskólann og þar fékk ég þessi tæki og tól sem þurfti til að strúktúrera hugsunina og átta mig á því hvað ég væri að gera. Ég áttaði mig á því að þessi karakter, Tora Victoria var performance og mitt hliðarsjálf.“ Tora var hans hliðarsjálf. Toru Victoriu gjörninginn segir Þór vera svokallaðan Arte-Vitae lífsgjörning og sjálf-sögulegt-listaverk eða SNART eins og hann kallar þá liststefnu sem hann sjálfur hefur mótað og fjallað meðal annars um í útskriftarverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands. „Ég hélt bara áfram að leika mér með þetta. Trans, hvað er það? Og svo áttaði ég mig á því að ég var að spegla mig í myndverkunum mínum og sá um þetta hliðarsjálf, þennan karakter, í myndverkunum. Eins og ég væri að líta í spegil. Þá speglaði ég orðið trans og þá kom út orðið SNART. Ég er að segja mína sögu, ég er að vinna list og vinna með konseptið speglun. Þá einhvern veginn kom þetta.“ Feginn að þetta sé búið Tora Victoria gjörningurinn hafi þannig verið rannsókn á þessu ferli þegar listamaðurinn og listsköpun hans verði bókstaflega eitt og hið sama. Þór segir að ólíkt öðrum listamönnum, sem unnið hafa verk á svipaðan hátt, t.d. Genesis P-Orridge eða Gilbert og George, þá hafi hann nú kosið að loka gjörningnum á ákveðnum tímapunkti. Í hans tilfelli mætti í raun segja að listaverkið verði ekki til sem slíkt fyrr en hann lýsi gjörninginn opinberlega yfirstaðinn. Sem hann hefur nú gert. Nú geti listamaðurinn stigið til baka frá málaratrönunum og virt fyrir sér málverkið, fullskapað. „Ég er svolítið feginn, þetta er búið. Þetta er svipað og leikari á sviðið eða handboltakappi í leik. Það er æðislega gaman að spila leikinn. Ég tala nú ekki þegar þú ert búinn að vinna leikin og hugsar, djöfull var þetta gott.“
Ísland í dag Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira