Að takast á við atvinnuleysi og næstu skref Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. apríl 2020 11:00 Ýmiss atriði úr viðtölum við sérfræðinga sem Atvinnulífið á Vísir hefur leitað til síðustu vikur geta veitt góðan stuðning í atvinnuleysi og atvinnuleit. Efri frá vinstri: Haukur Sigurðsson sálfræðingur, Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Neðri frá vinstri: Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi, Ragnheiður Dagsdóttir ráðgjafi hjá Capacent. Vísir/Vilhelm Það fylgir því flókinn tilfinningarússibani að missa vinnuna og mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að skilja hvaða tilfinningar þetta eru, því þær eru eðlilegar. Í atvinnuleysi er líka ákveðin hætta á að fjárhagsáhyggjur yfirtaki allt, enda peningar það atriði sem fólk hefur hvað mest áhyggjur af almennt. En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. Það á við líka um alla þá sem nú upplifa ótta og áhyggjur vegna atvinnumissis eða eru í óvissu um að halda starfinu sínu. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum sem Atvinnulífið á Vísir hefur leitað til og geta veitt góðan stuðning í atvinnuleysi og atvinnuleit. Að skilja tilfinningarússibanann Rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að það er betra fyrir heilsu og líðan starfsfólks ef það er hluti af hópuppsögn. „En þó að um hópuppsögn sé að ræða slær hún hvern einstakling hart og er mikið högg,“ sagði Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun í viðtali við Atvinnulífið á Vísi fyrir stuttu. Í því viðtali útskýrði Eyþór vel þann tilfinningarússibana sem fylgir uppsögnum. Í viðtalinu sagði Eyþór meðal annars: „Starfið er stór hluti af sjálfsmynd okkar og því tekur það sinn toll andlega að missa vinnuna.“ Í kjölfar atvinnumissis er algengt að fólk fari í gegnum fimm stig sorgarferils. Þessi fimm stig eru: Afneitun, reiði, samningar, sorg og samþykki. Um þessi fimm stig má lesa í viðtalinu við Eyþór, Af hverju ég? Að sporna við fjárhagsáhyggjum Peningar eru eitt þeirra atriða sem fólk hefur almennt miklar áhyggjur af og eðlilega magnast slíkar áhyggjur upp í árferði eins og nú. Í nýlegri könnun MMR kom fram að fleiri hafa fjárhagsáhyggjur en áhyggjur af smiti eða veikindum og í könnunum Gallup hefur komið fram að fjárhagsáhyggjur geta haft ýmsar alvarlegar afleiðingar. Til dæmis aukast líkurnar á að enda í kulnun og önnur áhrif geta verið allt frá svefnleysi, bakverkjum, höfuðverkjum, pirring og fleiru. Haukur Sigurðsson sálfræðingur tók saman fimm góð ráð til að sporna við þeim kvíða sem getur yfirtekið þegar fjárhagsáhyggjur eru miklar. Minntu þig á styrkleika þína og sjáðu sjálfa(n) þig fyrir þér komast í gegnum þetta. Þú hefur jafnvel komist í gegnum fjárhagsþrengingar áður. Rifjaðu upp hvernig þú gerðir það,“ er eitt af því sem Haukur segir í viðtalinu en góðu ráðin fimm má lesa um hér. Það eru alltaf einhverjar ráðningar í gangi og því getur það margborgað sig að vera virkur í atvinnuleit.Vísir/Getty Næstu skref Mörg störf eru ekki auglýst og þótt atvinnuleysi sé meira en nokkru sinni, er aldrei algjört frost í ráðningum. Að gera góða ferilskrá tekur tíma og til viðbótar við hana er gott að æfa sig fyrir ímyndað viðtal. „Gott er að velta fyrir sér hvaða spurningar maður gæti fengið og æfa svör við þeim. Umsækjandi þarf að geta útskýrt hvers vegna viðkomandi starf vekur áhuga hans og hvers vegna hann telur sig vera góðan kandídat í starfið,“ sagði Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi í viðtali við Atvinnulífið á Vísi fyrir stuttu. Í þessu viðtali gaf Inga Steinunn lesendum góð ráð fyrir atvinnuviðtal, en viðtalið við hana má sjá hér. Þá vilja mörg fyrirtæki vilja kynningarbréf til viðbótar við ferilskrá. Kynningarbréfin eiga ekki að endursegja ferilskránna og því um að gera að kynna sér hvað einkennir gott kynningarbréf. Að sögn Ragnheiðar Dagsdóttur hjá Capacent er kynningarbréfið oft algjört lykilatriði. Í viðtali við Atvinnulífið á Vísi fyrr í vetur sagði Ragnheiður meðal annars: „Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“ Góð ráð fyrir gerð kynningarbréfs má lesa um hér. Vinnumarkaður Starfsframi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Það fylgir því flókinn tilfinningarússibani að missa vinnuna og mikilvægt fyrir fólk í þessari stöðu að skilja hvaða tilfinningar þetta eru, því þær eru eðlilegar. Í atvinnuleysi er líka ákveðin hætta á að fjárhagsáhyggjur yfirtaki allt, enda peningar það atriði sem fólk hefur hvað mest áhyggjur af almennt. En birtir upp um síðir og þjóðin sem reis með goskrafti uppúr bankahruninu mun rísa upp á ný. Það á við líka um alla þá sem nú upplifa ótta og áhyggjur vegna atvinnumissis eða eru í óvissu um að halda starfinu sínu. Hér eru nokkur atriði frá sérfræðingum sem Atvinnulífið á Vísir hefur leitað til og geta veitt góðan stuðning í atvinnuleysi og atvinnuleit. Að skilja tilfinningarússibanann Rannsóknir hafa gefið vísbendingar um að það er betra fyrir heilsu og líðan starfsfólks ef það er hluti af hópuppsögn. „En þó að um hópuppsögn sé að ræða slær hún hvern einstakling hart og er mikið högg,“ sagði Eyþór Eðvarðsson ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun í viðtali við Atvinnulífið á Vísi fyrir stuttu. Í því viðtali útskýrði Eyþór vel þann tilfinningarússibana sem fylgir uppsögnum. Í viðtalinu sagði Eyþór meðal annars: „Starfið er stór hluti af sjálfsmynd okkar og því tekur það sinn toll andlega að missa vinnuna.“ Í kjölfar atvinnumissis er algengt að fólk fari í gegnum fimm stig sorgarferils. Þessi fimm stig eru: Afneitun, reiði, samningar, sorg og samþykki. Um þessi fimm stig má lesa í viðtalinu við Eyþór, Af hverju ég? Að sporna við fjárhagsáhyggjum Peningar eru eitt þeirra atriða sem fólk hefur almennt miklar áhyggjur af og eðlilega magnast slíkar áhyggjur upp í árferði eins og nú. Í nýlegri könnun MMR kom fram að fleiri hafa fjárhagsáhyggjur en áhyggjur af smiti eða veikindum og í könnunum Gallup hefur komið fram að fjárhagsáhyggjur geta haft ýmsar alvarlegar afleiðingar. Til dæmis aukast líkurnar á að enda í kulnun og önnur áhrif geta verið allt frá svefnleysi, bakverkjum, höfuðverkjum, pirring og fleiru. Haukur Sigurðsson sálfræðingur tók saman fimm góð ráð til að sporna við þeim kvíða sem getur yfirtekið þegar fjárhagsáhyggjur eru miklar. Minntu þig á styrkleika þína og sjáðu sjálfa(n) þig fyrir þér komast í gegnum þetta. Þú hefur jafnvel komist í gegnum fjárhagsþrengingar áður. Rifjaðu upp hvernig þú gerðir það,“ er eitt af því sem Haukur segir í viðtalinu en góðu ráðin fimm má lesa um hér. Það eru alltaf einhverjar ráðningar í gangi og því getur það margborgað sig að vera virkur í atvinnuleit.Vísir/Getty Næstu skref Mörg störf eru ekki auglýst og þótt atvinnuleysi sé meira en nokkru sinni, er aldrei algjört frost í ráðningum. Að gera góða ferilskrá tekur tíma og til viðbótar við hana er gott að æfa sig fyrir ímyndað viðtal. „Gott er að velta fyrir sér hvaða spurningar maður gæti fengið og æfa svör við þeim. Umsækjandi þarf að geta útskýrt hvers vegna viðkomandi starf vekur áhuga hans og hvers vegna hann telur sig vera góðan kandídat í starfið,“ sagði Inga Steinunn Arnardóttir ráðgjafi hjá Hagvangi í viðtali við Atvinnulífið á Vísi fyrir stuttu. Í þessu viðtali gaf Inga Steinunn lesendum góð ráð fyrir atvinnuviðtal, en viðtalið við hana má sjá hér. Þá vilja mörg fyrirtæki vilja kynningarbréf til viðbótar við ferilskrá. Kynningarbréfin eiga ekki að endursegja ferilskránna og því um að gera að kynna sér hvað einkennir gott kynningarbréf. Að sögn Ragnheiðar Dagsdóttur hjá Capacent er kynningarbréfið oft algjört lykilatriði. Í viðtali við Atvinnulífið á Vísi fyrr í vetur sagði Ragnheiður meðal annars: „Kynningarbréfið getur verið lykill viðkomandi til þess að komast í viðtal og það er jú tilgangurinn. Vel skrifað kynningarbréf sem tilgreinir framsettar hæfniskröfum og svarar hæfni umsækjandans vegna þeirra ætti að vekja þann áhuga hjá lesandanum að hann vilji hitta viðkomandi.“ Góð ráð fyrir gerð kynningarbréfs má lesa um hér.
Vinnumarkaður Starfsframi Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira