Svona er lífið í Húsdýragarðinum þegar hann er lokaður gestum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. mars 2020 20:30 Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Þrátt fyrir að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hafi verið lokað vegna kórónuveirunnar er starfsemi þar enn í fullum gangi. Starfsmenn bíða nú eftir því að taka á móti kiðlingum og eru þeir sammála um að vinnustaðurinn sé ákveðinn griðarstaður frá áhyggjum af faraldrinum. Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefur verið lokað fyrir gesti vegna faraldurs kórónuveirunnar. Dýrin þurfa þó enn á fæði, umsjón og alúð að halda líkt og við mannfólkið. Endurskipuleggja þurfti starfsemi garðsins og eru nær allir starfsmenn skrifstofu Húsdýragarðsins orðnir dýrahirðar. Hér má sjá grísina Trítil, Trausta, Trölla og Tralla sem heita eftir flugeldapakka Björgunarsveitarinnar og eru þriggja vikna gamlir. „Ég hugsa að það séu ágætar líkur á því að þessir litlu grísir hafi litla hugmynd um það hvernig ástandið er í heiminum í dag. En þó að gestum sé óheimilt að koma í garðinn vegna ástandsins þá fá þeir næga athygli frá starfsmönnum.“ Líkt og sjá má er enginn á ferli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum enda lokaður.Arnar Halldórsson Mikið er um nýtt líf í garðinum. Þessir kálfar í sjónvarpsfréttinni eru nokkurra vikna og svo er mikil spenna fyrir kiðlingum sem starfsmenn bíða nú eftir að taka á móti. Deildarstjóri segir að gestir garðsins séu alltaf spenntir fyrir kiðlingum. „Það eru að koma páskar og þá er það oft þannig að fólk vill gera sér dagamun og kíkja í heimsókn til okkar. Kíkja á kiðlingana en ég veit ekki hvernig það verður þetta árið. Kannski verðum við að horfa á þá í einhverju streymi,“ sagði Sigrún Thorlacius, deildarstjóri fræðslu-, nýsköpunar og umhverfismála hjá Húsdýragarðinum. Vinnan ákveðinn griðarstaður Dýrin í garðinum eru flest vön gestagangi og því ákveðin viðbrigði fyrir þau að sjá fáa á ferli. „Það virðist vera róleg stemning yfir þeim. Kannski helst að það kemur þeim á óvart þegar við göngum í gegnum húsin. Til dæmis opnaði ég dyrnar fyrir utan fjárhúsin og hestunum krossbrá að það væri einhver að ganga um,“ sagði Guðrún Pála Jónsdóttir, dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Guðrún segir Húsdýragarðinn ákveðinn griðarstað frá áhyggjum af ástandinu í heiminum „Þetta er rosa mikill griðarstaður og búið að bjarga geðheilsunni að geta komið og verið í kringum dýrin. Maður gleymir sér alveg þegar maður er að vinna hér,“ sagði Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Reykjavík Grín og gaman Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira