Óttast að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok Heimsljós 21. apríl 2020 11:35 WFP/ Rafael Campos Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði í dag við gífurlegri fjölgun hungraðra í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verði ekki þegar gripið til aðgerða segir stofnunin að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok frá því sem nú er. Þeim geti fjölgað milli ára úr 135 milljónum í 265 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá WFP og 15 samstarfsstofnunum um fæðuóöryggi í heiminum sem birt var í dag. Forsíða skýrslunnar „Fyrir þær milljónir manna, sem fyrir áttu vart til hnífs og skeiðar, er COVID-19 faraldurinn skelfilegur og rothögg fyrir aðrar milljónir manna sem þurfa tekjur til þess að eiga fyrir mat. Í mörgum tilvikum þarf aðeins eitt áfall til viðbótar – eins og COVID-19 – til þess að ýta fólki fram af bjargbrúninni,“ segir Arif Husain yfirhagfræðingur WFP og bætir við að takmarkanir á ferðum fólks og efnahagslegur samdráttur hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar. Í nýju skýrslunni - Global Report on Food Crises – kemur fram að á síðasta ári hafi flestir þeirra sem lifðu við hungurmörk búið á átakasvæðum, 77 milljónir. Loftslagsbreytingar áttu mestan þátt í matvælaskorti hjá 34 milljónum og 24 milljónir liðu matarskort vegna efnahagsþrenginga. Þær tíu þjóðir sem matarskortur var mestur á síðasta ári voru Jemen, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður-Súdan, Sýrland, Súdan, Nígería og Haítí. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) varaði í dag við gífurlegri fjölgun hungraðra í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar. Verði ekki þegar gripið til aðgerða segir stofnunin að tvöfalt fleiri verði við hungurmörk í árslok frá því sem nú er. Þeim geti fjölgað milli ára úr 135 milljónum í 265 milljónir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá WFP og 15 samstarfsstofnunum um fæðuóöryggi í heiminum sem birt var í dag. Forsíða skýrslunnar „Fyrir þær milljónir manna, sem fyrir áttu vart til hnífs og skeiðar, er COVID-19 faraldurinn skelfilegur og rothögg fyrir aðrar milljónir manna sem þurfa tekjur til þess að eiga fyrir mat. Í mörgum tilvikum þarf aðeins eitt áfall til viðbótar – eins og COVID-19 – til þess að ýta fólki fram af bjargbrúninni,“ segir Arif Husain yfirhagfræðingur WFP og bætir við að takmarkanir á ferðum fólks og efnahagslegur samdráttur hafi þegar haft alvarlegar afleiðingar. Í nýju skýrslunni - Global Report on Food Crises – kemur fram að á síðasta ári hafi flestir þeirra sem lifðu við hungurmörk búið á átakasvæðum, 77 milljónir. Loftslagsbreytingar áttu mestan þátt í matvælaskorti hjá 34 milljónum og 24 milljónir liðu matarskort vegna efnahagsþrenginga. Þær tíu þjóðir sem matarskortur var mestur á síðasta ári voru Jemen, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður-Súdan, Sýrland, Súdan, Nígería og Haítí. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er ein helsta samstarfsstofnun Íslands í neyðar- og mannúðarmálum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent