Segir frá veikindunum: „Ég var hreinlega við það að missa vonina“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2020 20:19 Sigríður lá rænulaus eða í móki í rúmar tvær vikur áður en hún fór að ranka við sér. „Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Mér hefur aldrei liðið svona illa,“ segir Sigríður H. Kristjánsdóttir sem var lögð inn á spítala eftir að hafa greinst með Covid-19. Hún var ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem fóru til Ítalíu í skíðaferð í febrúar. „Ég var hreinlega við það að missa vonina og þurfti að skríða inn í sturtu bara til að líða aðeins betur.“ Sara sagði sögu sína varðandi veikindin í Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld. Sigríður hefur áður sagt frá því á Facebook að hún hafi verið veik heima í 44 daga. Sjá einnig: „Aldrei á allri minni ævi hefur mér liðið jafn illa“ Þegar Sigríður og fjölskylda hennar fóru til Ítalíu var ekki búið að greina nein smit hér á landi og þó faraldurinn væri farinn að gera vart við sig í ákveðnum héruðum Norður-Ítalíu, urðu Sigríður og eiginmaður hennar, Sigurður Leifsson, ekki vör við neitt óeðlilegt. Þar var engin umræða um veiruna og engar sérstakar ráðstafanir vegna faraldursins. Skömmu síðar voru þó allir Alparnir skilgreindir sem áhættusvæði af sóttvarnalækni Íslands. Þau hjón komu aftur til landsins þann 29. febrúar. Tæplega viku síðar fóru ósköpin að dynja yfir. Það byrjar á hausverk á laugardegi og hita á sunnudeginum. „Á mánudeginum er ég bara orðin drulluslöpp,“ sagði Sigríður. Í kjölfarið fór hún í sýnatöku og greindist með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. „Ég fékk pínu sjokk. En fannst þetta samt líka pínufyndið,“ sagði hún og sagði það hafa verið því hún hefði haldið að hún myndi ekki veikjast meira. Hún væri jafnvel búin að ná hátindi veikindanna. Annað átti eftir að koma í ljós. Sigríður varð mun veikari strax næsta dag. Sjá má innslag Ísland í dag hér að neðan og þar fer Sigríður yfir veikindin.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira