Guðmundur Franklín Jónsson býður sig fram til forseta Andri Eysteinsson skrifar 23. apríl 2020 11:14 Guðmundur Franklín býður sig fram til forseta í annað sinn. Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands en kosningar fara fram 27. júní næstkomandi nái frambjóðendur, aðrir en sitjandi forseti, tilkyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína í beinni á Facebook síðu sinni í dag. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Þá var Guðmundur einnig á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 en dró hann framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Vill efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og berjast gegn spillingu Guðmundur Franklín segist eftir mikla hvatningu og nokkra íhugun hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Framboð hans muni í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt af mörkum til að berjast gegn spillingu. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ sagði Guðmundur. Leggur Guðmundur þá áherslu á að orkupakkar fjögur og fimm muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að sama skapi verði aðild Íslands að Evrópusambandinu aldrei samþykkt án þess að þjóðin hafi greitt atkvæði um aðild. Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina. Verðtryggingin tekin úr sambandi og handfæraveiðar gefnar frjálsar Í ræðu sinni segir Guðmundur að það verkefni sem liggi fyrir sé að snúa hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég hef margoft nefnt í pistlum mínum að þrjár stoðir standi undir efnahagslífi landsins; sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta. Álframleiðsla á nú undir högg að sækja vegna slakrar eftirspurnar, sjávarútvegur einnig þar sem veitingahúsarekstur út um allan heim á í erfiðleikum og ekki bætir úr skák þegar ferðaþjónustan liggur líka niðri. Það er þó ekki öll von úti enn því við Íslendingar erum svo ótrúlega kraftmiklir þegar við stöndum saman og hefur sagan sýnt okkur það aftur og aftur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur setur fram tillögu til sameiginlegs átaks til myndunar á sjóði sem hægt væri að nota í allar aðgerðir sem nauðsynlegar væru til að koma efnahagslífinu í gang. „Nú er staðan sú að lífeyrissjóðirnir okkar eru í vandræðum því þeir eru bundnir til að skila a.m.k. 3,5% raunávöxtun á ári hverju og erfitt er að ná því í dag í þessu óvenjulega árferði. Ímyndum okkur því að ríkissjóður gæfi að nýju út ríkisskuldabréf en í stað happdrættis væru bréfin verðtryggð með 3,5% vöxtum. Þarna gætu bæði einstaklingar sem og lífeyrissjóðirnir lagt hönd á plóginn við að safna upp í sjóð og notið jafnframt góðrar ávöxtunar á því fjármagni sem sett væri í sjóðinn,“ segir frambjóðandinn. Hann nefnir einnig aðgerðaáætlun sína sem felst í því að nýta Landsvirkjun til að lækka raforkuverð. Efla búskap og ræktun svo bændur geti aukið framleiðslu sína og jafnvel hafið útflutning. Taka verðtrygginguna úr sambandi og lengja í húsnæðislánum og setja næstu afborgun ekki fyrr en eftir 18 mánuði. Þá leggur Guðmundur til að fasteignagjöld verði lögð niður næstu tvö ár og að skattleysismörk verði hækkuð upp í 300 þúsund krónur. Handfæraveiðar skuli gefnar frjálsar og gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar skuli sparaður og eingöngu nýttur fyrir nauðsynjavörur. Guðmundur er sá þriðji sem lýsir yfir framboði til forsetakosninga, bætist hann því í hóp með sitjandi forseta Guðna Th. Jóhannessyni og Axeli Pétri Axelssyni. Frambjóðendur skuli skila meðmælum minnst 1500 kosningabærra manna en mest 3000, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Hlusta má á ræðu Guðmundar í heild sinni hér að neðan. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands en kosningar fara fram 27. júní næstkomandi nái frambjóðendur, aðrir en sitjandi forseti, tilkyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína í beinni á Facebook síðu sinni í dag. Guðmundur Franklín hefur áður boðið sig fram, bæði til forseta og til Alþingis. Hann var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Þá var Guðmundur einnig á meðal frambjóðenda í forsetakosningunum 2016 en dró hann framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Vill efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og berjast gegn spillingu Guðmundur Franklín segist eftir mikla hvatningu og nokkra íhugun hafa ákveðið að bjóða sig fram til forseta. Framboð hans muni í meginþáttum snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt af mörkum til að berjast gegn spillingu. „Það er mikill misskilningur að hlutverk forseta Íslands einskorðist við að brosa framan í erlenda erindreka og flytja ávarp við hátíðleg tilefni. Embættið á alls ekki að vera til skrauts heldur á forsetinn að vinna með virkum hætti í þágu þjóðarinnar og leita allra leiða við að þjónusta hana og styðja,“ sagði Guðmundur. Leggur Guðmundur þá áherslu á að orkupakkar fjögur og fimm muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og að sama skapi verði aðild Íslands að Evrópusambandinu aldrei samþykkt án þess að þjóðin hafi greitt atkvæði um aðild. Ég ætla mér að berjast fyrir þjóðina og hætta ekki fyrr en þjóðin fær að eiga sínar auðlindir og sinn auð sjálf. Mitt framboð er gegn spillingu, með auknu gagnsæi, með beinu lýðræði og fyrir þjóðina. Verðtryggingin tekin úr sambandi og handfæraveiðar gefnar frjálsar Í ræðu sinni segir Guðmundur að það verkefni sem liggi fyrir sé að snúa hjólum atvinnulífsins aftur af stað. „Ég hef margoft nefnt í pistlum mínum að þrjár stoðir standi undir efnahagslífi landsins; sjávarútvegur, stóriðja og ferðaþjónusta. Álframleiðsla á nú undir högg að sækja vegna slakrar eftirspurnar, sjávarútvegur einnig þar sem veitingahúsarekstur út um allan heim á í erfiðleikum og ekki bætir úr skák þegar ferðaþjónustan liggur líka niðri. Það er þó ekki öll von úti enn því við Íslendingar erum svo ótrúlega kraftmiklir þegar við stöndum saman og hefur sagan sýnt okkur það aftur og aftur,“ sagði Guðmundur. Guðmundur setur fram tillögu til sameiginlegs átaks til myndunar á sjóði sem hægt væri að nota í allar aðgerðir sem nauðsynlegar væru til að koma efnahagslífinu í gang. „Nú er staðan sú að lífeyrissjóðirnir okkar eru í vandræðum því þeir eru bundnir til að skila a.m.k. 3,5% raunávöxtun á ári hverju og erfitt er að ná því í dag í þessu óvenjulega árferði. Ímyndum okkur því að ríkissjóður gæfi að nýju út ríkisskuldabréf en í stað happdrættis væru bréfin verðtryggð með 3,5% vöxtum. Þarna gætu bæði einstaklingar sem og lífeyrissjóðirnir lagt hönd á plóginn við að safna upp í sjóð og notið jafnframt góðrar ávöxtunar á því fjármagni sem sett væri í sjóðinn,“ segir frambjóðandinn. Hann nefnir einnig aðgerðaáætlun sína sem felst í því að nýta Landsvirkjun til að lækka raforkuverð. Efla búskap og ræktun svo bændur geti aukið framleiðslu sína og jafnvel hafið útflutning. Taka verðtrygginguna úr sambandi og lengja í húsnæðislánum og setja næstu afborgun ekki fyrr en eftir 18 mánuði. Þá leggur Guðmundur til að fasteignagjöld verði lögð niður næstu tvö ár og að skattleysismörk verði hækkuð upp í 300 þúsund krónur. Handfæraveiðar skuli gefnar frjálsar og gjaldeyrisvaraforði þjóðarinnar skuli sparaður og eingöngu nýttur fyrir nauðsynjavörur. Guðmundur er sá þriðji sem lýsir yfir framboði til forsetakosninga, bætist hann því í hóp með sitjandi forseta Guðna Th. Jóhannessyni og Axeli Pétri Axelssyni. Frambjóðendur skuli skila meðmælum minnst 1500 kosningabærra manna en mest 3000, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag. Hlusta má á ræðu Guðmundar í heild sinni hér að neðan.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira