Færri andlát í ár en þrjú ár þar á undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 09:17 Sífellt fleiri Íslendingar fara fram á að vera brenndir eftir andlát sitt. stöð 2 Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu. Andlát Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Þrátt fyrir heimsfaraldur kórónuveiru með meðfylgjandi álagi á sjúkrastofnanir landsins hafa færri dáið á Íslandi í upphafi árs, samanborið við árin 2017 til 2019. Fyrstu fimmtán vikur síðarnefndu áranna dóu að meðaltali 45,9 á viku, eða rétt rúmlega 688 einstaklingar. Andlátin hafa hins vegar verið örlítið færri fyrstu fimmtán vikur þessa árs að sögn Hagstofunnar, eða 44,3 á viku. Það gerir um 665 andlát í það heila. Í úttekt Hagstofunnar segir jafnframt að flest hinn látnu hafi verið í aldursflokknum 85 ára og eldri, bæði fyrstu 15 vikur þessa árs sem og áranna 2017 til 2019. Tíðasti aldur látinna fyrstu fimmtán vikur 2020 hafi hins vegar verið 83 ára en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2019. Alls hafa 10 einstaklingar látist hér af völdum yfirstandandi kórónuveirufaraldurs. Fyrsta andlátið var á Húsavík þann 16. mars, eða í 11. viku ársins. Mæling Hagstofunnar nær frá áramótum til 14. apríl en á því tímabili létust átta af völdum kórónuveirunnar. Meðfylgjandi línurit er frá Hagstofunni, nánari skýringu á því má nálgast þar fyrir neðan. Á myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017 – 2020. Til að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og er miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir árin sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág fyrir Ísland og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til þeirrar næstu.
Andlát Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira