TV í sóttkví: Þjóðkunnir einstaklingar mæla með áhorfsefni í samkomubanni Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. apríl 2020 11:29 Yrsa Sigurðardóttir, Guðni Th, Hallgrímur Helgason og Halldóra Geirharðsdóttir eru meðal þeirra sem mæla með einhverju góðu glápi hér að neðan. Nú á tímum sem flestir húka heima við er óhjákvæmilegt að glápstundum fjölgi. Þetta kom bersýnilega í ljós fyrir rúmum mánuði þegar Netflix og fleiri myndbandaveitur lækkuðu gæði hjá sér til að sporna við álagi á internetþjóna. Allar líkur eru á því að einhverjir séu orðnir hugmyndasnauðir um hvað skal horfa á næst. Vísir hafði því samband við nokkra smekkvísa þjóðþekkta einstaklinga og athugaði hvaða sjónvarpsefni eða kvikmyndum þau mæla með, af því sem þau hafa glápt á í samkomubanni. Guðni Th, forseti Íslands.vísir/vilhelm Guðni Th Forseti Íslands hefur líkt og fleiri setið töluvert fyrir framan skjáinn í samkomubanni ef marka má svör hans. Hann mælir með að fólk glápi á Jarðarförina mína með Ladda, Stellu í Orlofi með Eddu Björgvins „og öðrum snillingum“, þættina The Last Dance á Netflix um bandaríska körfuboltaliðið Chicago Bulls á hátindi frægðar sinnar, og svo Sögu Siglufjarðar, sem hann segist reyndar eiga eftir að ljúka við. Yrsa Sigurðardóttir Metsöluhöfundurinn hefur áhyggjur af því að hún fylgist svo lítið með því hvað sé vinsælt á streymisveitum að hún ætti eftir að mæla með einhverju sem allir hefðu þegar séð. En blaðamaður kannast a.m.k. ekki við að hafa heyrt um raunglæpaseríuna Who Killed Little Gregory?, sem Yrsa mælir með. Leyfum henni að útskýra nánar: Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni, DNA, í Þýskalandi.Getty/Henning Kaiser „Ég hafði mjög gaman af heimildamyndaseríu sem nefnist „Who Killed Little Gregory“. Þættirnir kryfja til mergjar gamalt, óleyst franskt morðmál sem átti sér stað í litlum bæ árið 1985. Þó að þessir þættir toppi ekki ruglið í Tiger King þá er maður oft gapandi yfir undarlegheitunum sem ganga þarna á. Það sem gerir þættina svo áhugaverða er að fólkið í bænum virðist hafa staðið í röðum til að komast í sjónvarpsviðtal á sínum tíma. Það er því til ógrynni af samtíma efni þar sem allir helstu leikendur og gerendur vilja ólmir segja frá sinni hlið. Uppáhaldshálfvitinn minn í þessum þætti er rannsóknardómarinn sem klúðraði öllu þar sem hann var svo upptekinn af nýfenginni frægð sem fréttaflutningur af málinu færði honum. En svo er líka athyglisvert að sjá að það eru ekki allir Frakkar að lesa ljóð, elda beinmerg í koníaki og hjóla um með baguette í körfu. Það eru líka til Frakkar sem eru bara svaka sveitó.“ Jón Gnarr, dagskrárgerðarmaður og sprelligosi.Getty/Jennifer Yang Jón Gnarr Grínistinn kunnugi hefur verið að glápa á sjónvarpsefni víðs vegar að úr heiminum undanfarið. Hann mælir með ísraelsku herþáttunum FAUDA á Netflix sem hann segir einstaklega vel gerða, og Mr. Inbetween, meinfyndinni ástralskri glæpaseríu sem finna má á Hulu. „Svo höfum við dottið í einstaka spariþætti af kanadísku þáttunum Kenny vs. Spenny. Þeir eru nú allir aðgengilegir á Youtube og eru tilvalið skemmtiefni fyrir fólk sem er innilokað heima. Það eru þættir sem við hjónin horfum gjarnan á þegar við finnum ekkert annað,“ segir Jón um groddalegu grínþættina kanadísku og bætir við: „Það er verið að framleiða svo mikið af vel gerðu sjónvarpsefni um allan heim.“ Sjá má einn þátt af Kenny vs. Spenny hér að neðan. Halldóra Geirharðsdóttir Leikkonan knáa sem átti stórleik í Kona fer í stríð um árið og var nú síðast í nýjustu kvikmynd Ragnars Bragasonar, Gullregni, mælir með þáttunum Why We Hate á RÚV, sem hún segir frábæra. „Allt annað eru aðrir löngu búnir að sjá en ég er að hlaupa uppi,“ bætir hún við. Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Benedikt Erlingssyni á kvikmyndahátíðinni í Hamborg.Getty/Georg Wendt Daði Freyr Tónlistarmaðurinn og Eurovision-hugarfarinn geðþekki er ómyrkur í máli varðandi meðmæli um sjónvarpsgláp. „Survivor! Ekkert nema Survivor. Nema maður sé búinn að horfa á það, þá getur maður bara púslað eða eitthvað.“ Daði Freyr gerir það kýrskýrt að hann mælir með Survivor, og aðeins Survivor. Hallgrímur Helgason Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn hefur eytt meiri tíma við skjáinn í ástandinu en hann bjóst við. Hallgrímur Helgason, rithöfundur.EPA/CHEMA MOYA „Ég hélt að maður myndi lesa meira, en þar sem maður er að reyna að halda einhverskonar vinnudegi með því að vakna ofursnemma er maður oft svo þreyttur í lok dags að skjárinn hefur haft yfirhöndina.“ Hallgrímur er því með nokkur meðmæli í pokahorninu. Hér eru þau ásamt útskýringum: „Sáum nokkrar góðar bíómyndir um páskana. For Sama er heimildamynd um stöðuna í Aleppó á tímum umsátursins mikla, algjört skylduáhorf fyrir allt hugsandi fólk. Hún er í raun hryllingsmynd og hryllilega fögur í senn, með sterkustu senu sem ég hef séð í bíómynd, senu sem inniheldur keisaraskurð, ég segi ekki meir. Rosaleg mynd alveg. Þá var einkar ánægjulegt að sjá sögulega endurkomu Eddie Murphy í skemmtilegustu mynd ársins, Dolomite is My Name. Þetta er svona ævimynd um Rudy Ray Moore, „guðföður rappsins“. Ótrúlega vel gerð, með seiðandi tónlist og djúsí búningum, og hefði sópað að sér Óskarsverðlaunum væri hún hvít. Þá sáum við líka öðlinginn Tom Hanks í A Beautiful Day in the Neighborhood, yndislegri ævimynd um Mr. Rogers, þann heilaga Stundin okkar-mann þeirra Ameríkana. Þá var mér í liðinni viku bent á að tékka á Big Little Lies til að vera Zoom-fundarhæfur í kvikmyndabransanum. Þetta reyndist nú vera með því betra sem maður hefur séð, en kannski vegna þess að þetta fjallar mest um konur og börn á Kaliforníuströnd, þá hefur þetta ekki fengið hæp-stimpilinn frá bransagaurunum. En þarna fara þær Nicole Kidman og Reese Witherspoon, sá mikli meistari, á kostum í spennutryllingi sem gerist í skólasamfélagi í Monterey. Þessi sería er byggð á metsölubók hinnar áströlsku Liane Moriarty og náði slíkum heljartökum á manni að ég upplifði þarna í fyrsta sinn hið fræga hámhorf (já, soldið seinn til).“ Skopteiknarinn Lóa Hjálmtýsdóttir. Lóa Hjálmtýsdóttir Teiknarinn á bak við Lóaboratoríum sem er jafnframt meðlimur stuðsveitarinnar FM Belfast mælir með dragraunveruleikaþáttunum RuPaul’s Drag Race. Vert er að minnast á að Lóa hefur verið afar virk að birta myndasögur á meðan samkomubanni stendur. „Á laugardögum horfi ég á einn þátt úr 12. seríu af RuPaul’s Drag Race og þá er bannað að tala við mig,“ segir Lóa og mælir með þáttunum fyrir fólk sem er „gefið fyrir raunveruleikasjónvarp, drag, förðun, búningagerð og vel pródúserað drama.“ Dóra Júlía Dóra Júlía á sér marga fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Plötusnúðurinn og tónlistarkonan Dóra mælir með þáttunum Unorthodox, sem fjallar um konu sem yfirgefur samfélag strangtrúaðra gyðinga í New York og kvikmyndinni The Two Popes, sem fjallar um skandalinn sem skók Vatíkanið í kjölfar leka trúnaðarupplýsinga árið 2012. Bæði þættirna og myndina má finna á Netflix. Þá mælir hún einnig með kvikmyndinni Seven Pounds, sem hún segist hafa verið að sjá í fyrsta skipti. Í henni leikur Will Smith mann sem ætlar sér að breyta lífi sjö manneskja. Dóra mælir líka með því að fólk rifji upp sjónvarpsefni sem það hefur horft á áður. Hún sé til að mynda búin að vinna sig í gegnum báðar seríurnar af Big Little Lies upp á nýtt. Eftir þessi góðu meðmæli frá bæði Hallgrími og Dóru Júlíu má benda á að hægt er að horfa á Big Little Lies á Stöð 2 Maraþoni. Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, grafískur hönnuður og eigandi Priksins.Anna Maggý Geoffrey Þór Huntingdon-Williams Eigandi Priksins er smekksmaður mikill og kemur ekki á óvart að hann lumi á úrvali af meðmælum. Prikið hefur ekki látið samkomubann stoppa sig af í veitingaþjónustunni, og býður nú upp á veganmatseðil sinn í veitingavagni víðs vegar um borgina, ásamt því að vera eflaust með flottasta heimsendingafarartæki höfuðborgarsvæðisins. Við gefum Geoff orðið: „Candyman frá árinu 1992. Horfði á hana í fyrsta skipti. En bakhlið VHS spólunnar á myndbandaleigum og sögur eldri bekkinga af henni urði að sinni eigin þjóðsögu sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var yngri. 31 ára ég varð skíthræddur. Touché, Sigurjón Sighvatsson. Svo er ég mjög spenntur fyrir Jordan Peele leikstjórninni sem kemur út í september á þessu ári. Fararskjótar Priksins.Prikið Fantastic Fungi frá árinu 2020 er heimildarmynd sem fjallar um grunnstoðir mannkyns - mycelium netið, og ytra útlit þess, sveppi. Okkar fornu uppbyggingaraðilar og starf þeirra. Frábær innsýn í mikilvæga vinnu og hlutskipti Paul Stamets og myndræni hluti myndarinnar er gífurlega fallegur. Prime-serían Picard frá árinu 2020. Nýja serían um kaftein Picard vakti mikla lukku á heimilinu. Vinnur það efni sem sérstaklega er gert fyrir Star Trek aðdáendur sig upp gegn frekar þreytulegum söguþræði. Enda verður maður að upplifa þættina gegnum skrokk, getu og hugarástand hins aldraða Picard. Make it so, ég tengi. Netflix-serían Midnight Gospel frá árinu 2020. Nýdottið í kosmósinn. Midnight Gospel eru teiknimynda þættir eftir höfund Adventure Time, Pendelton Ward. Virkilega áhugavert dæmi. Lýsir sér best sem súrrealískt mindfulness podcast(videocast-spacecast) þar sem viðtöl eru tekin við karaktera, á meðan áhorfendur upplifa sögusvið í gegnum frábærlega vel teiknaðar-senur. Get ekki mælt nóg með. 10/10“ Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter Listakonan Shoplifter vakti mikla athygli fyrir sýningu sína Chromo Sapiens í byrjun árs, meðal annars vegna gríðarlegrar dreifingu mynda af sýningunni á Instagram. Sýningin var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2019. Hrafnhildur mælir með heimildarmyndinni Infinity sem fjallar um hina kyngimögnuðu listakonu Yayoi Kusama, og má finna á Amazon. Þorsteinn Guðmundsson mætti á sínum tíma ásamt Benedikti Erlingssyni í þáttinn Tvímælalaust sem endaði með ósköpum.skjáskot Þorsteinn Guðmundsson Grínistinn glaðlyndi mælir með þáttunum DEVS. „Virkilega flottir þættir með ágætis leikurum. Nick Offerman er þarna í stóðu hlutverki. Margir þekkja hann úr Parks and Recreation og ég man ekki betur en að hann sé á leiðinni til landsins með uppistand.,“ segir Þorsteinn um þessa sci-fi spennuseríu á Hulu. En á hvað ert þú að horfa lesandi góður? Deildu endilega með okkur áhugaverðu efni í athugasemdakerfinu hér að neðan. Samkomubann á Íslandi Grín og gaman Tengdar fréttir Frábærir gamanþættir á streymisveitunum Ertu búin að klára allt á Maraþoninu, Netflix-inu, Amazon-inu? Það getur ekki verið. Það þarf bara að grafa dýpra. 7. apríl 2020 15:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nú á tímum sem flestir húka heima við er óhjákvæmilegt að glápstundum fjölgi. Þetta kom bersýnilega í ljós fyrir rúmum mánuði þegar Netflix og fleiri myndbandaveitur lækkuðu gæði hjá sér til að sporna við álagi á internetþjóna. Allar líkur eru á því að einhverjir séu orðnir hugmyndasnauðir um hvað skal horfa á næst. Vísir hafði því samband við nokkra smekkvísa þjóðþekkta einstaklinga og athugaði hvaða sjónvarpsefni eða kvikmyndum þau mæla með, af því sem þau hafa glápt á í samkomubanni. Guðni Th, forseti Íslands.vísir/vilhelm Guðni Th Forseti Íslands hefur líkt og fleiri setið töluvert fyrir framan skjáinn í samkomubanni ef marka má svör hans. Hann mælir með að fólk glápi á Jarðarförina mína með Ladda, Stellu í Orlofi með Eddu Björgvins „og öðrum snillingum“, þættina The Last Dance á Netflix um bandaríska körfuboltaliðið Chicago Bulls á hátindi frægðar sinnar, og svo Sögu Siglufjarðar, sem hann segist reyndar eiga eftir að ljúka við. Yrsa Sigurðardóttir Metsöluhöfundurinn hefur áhyggjur af því að hún fylgist svo lítið með því hvað sé vinsælt á streymisveitum að hún ætti eftir að mæla með einhverju sem allir hefðu þegar séð. En blaðamaður kannast a.m.k. ekki við að hafa heyrt um raunglæpaseríuna Who Killed Little Gregory?, sem Yrsa mælir með. Leyfum henni að útskýra nánar: Yrsa Sigurðardóttir les upp úr bók sinni, DNA, í Þýskalandi.Getty/Henning Kaiser „Ég hafði mjög gaman af heimildamyndaseríu sem nefnist „Who Killed Little Gregory“. Þættirnir kryfja til mergjar gamalt, óleyst franskt morðmál sem átti sér stað í litlum bæ árið 1985. Þó að þessir þættir toppi ekki ruglið í Tiger King þá er maður oft gapandi yfir undarlegheitunum sem ganga þarna á. Það sem gerir þættina svo áhugaverða er að fólkið í bænum virðist hafa staðið í röðum til að komast í sjónvarpsviðtal á sínum tíma. Það er því til ógrynni af samtíma efni þar sem allir helstu leikendur og gerendur vilja ólmir segja frá sinni hlið. Uppáhaldshálfvitinn minn í þessum þætti er rannsóknardómarinn sem klúðraði öllu þar sem hann var svo upptekinn af nýfenginni frægð sem fréttaflutningur af málinu færði honum. En svo er líka athyglisvert að sjá að það eru ekki allir Frakkar að lesa ljóð, elda beinmerg í koníaki og hjóla um með baguette í körfu. Það eru líka til Frakkar sem eru bara svaka sveitó.“ Jón Gnarr, dagskrárgerðarmaður og sprelligosi.Getty/Jennifer Yang Jón Gnarr Grínistinn kunnugi hefur verið að glápa á sjónvarpsefni víðs vegar að úr heiminum undanfarið. Hann mælir með ísraelsku herþáttunum FAUDA á Netflix sem hann segir einstaklega vel gerða, og Mr. Inbetween, meinfyndinni ástralskri glæpaseríu sem finna má á Hulu. „Svo höfum við dottið í einstaka spariþætti af kanadísku þáttunum Kenny vs. Spenny. Þeir eru nú allir aðgengilegir á Youtube og eru tilvalið skemmtiefni fyrir fólk sem er innilokað heima. Það eru þættir sem við hjónin horfum gjarnan á þegar við finnum ekkert annað,“ segir Jón um groddalegu grínþættina kanadísku og bætir við: „Það er verið að framleiða svo mikið af vel gerðu sjónvarpsefni um allan heim.“ Sjá má einn þátt af Kenny vs. Spenny hér að neðan. Halldóra Geirharðsdóttir Leikkonan knáa sem átti stórleik í Kona fer í stríð um árið og var nú síðast í nýjustu kvikmynd Ragnars Bragasonar, Gullregni, mælir með þáttunum Why We Hate á RÚV, sem hún segir frábæra. „Allt annað eru aðrir löngu búnir að sjá en ég er að hlaupa uppi,“ bætir hún við. Halldóra Geirharðsdóttir ásamt Benedikt Erlingssyni á kvikmyndahátíðinni í Hamborg.Getty/Georg Wendt Daði Freyr Tónlistarmaðurinn og Eurovision-hugarfarinn geðþekki er ómyrkur í máli varðandi meðmæli um sjónvarpsgláp. „Survivor! Ekkert nema Survivor. Nema maður sé búinn að horfa á það, þá getur maður bara púslað eða eitthvað.“ Daði Freyr gerir það kýrskýrt að hann mælir með Survivor, og aðeins Survivor. Hallgrímur Helgason Rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn hefur eytt meiri tíma við skjáinn í ástandinu en hann bjóst við. Hallgrímur Helgason, rithöfundur.EPA/CHEMA MOYA „Ég hélt að maður myndi lesa meira, en þar sem maður er að reyna að halda einhverskonar vinnudegi með því að vakna ofursnemma er maður oft svo þreyttur í lok dags að skjárinn hefur haft yfirhöndina.“ Hallgrímur er því með nokkur meðmæli í pokahorninu. Hér eru þau ásamt útskýringum: „Sáum nokkrar góðar bíómyndir um páskana. For Sama er heimildamynd um stöðuna í Aleppó á tímum umsátursins mikla, algjört skylduáhorf fyrir allt hugsandi fólk. Hún er í raun hryllingsmynd og hryllilega fögur í senn, með sterkustu senu sem ég hef séð í bíómynd, senu sem inniheldur keisaraskurð, ég segi ekki meir. Rosaleg mynd alveg. Þá var einkar ánægjulegt að sjá sögulega endurkomu Eddie Murphy í skemmtilegustu mynd ársins, Dolomite is My Name. Þetta er svona ævimynd um Rudy Ray Moore, „guðföður rappsins“. Ótrúlega vel gerð, með seiðandi tónlist og djúsí búningum, og hefði sópað að sér Óskarsverðlaunum væri hún hvít. Þá sáum við líka öðlinginn Tom Hanks í A Beautiful Day in the Neighborhood, yndislegri ævimynd um Mr. Rogers, þann heilaga Stundin okkar-mann þeirra Ameríkana. Þá var mér í liðinni viku bent á að tékka á Big Little Lies til að vera Zoom-fundarhæfur í kvikmyndabransanum. Þetta reyndist nú vera með því betra sem maður hefur séð, en kannski vegna þess að þetta fjallar mest um konur og börn á Kaliforníuströnd, þá hefur þetta ekki fengið hæp-stimpilinn frá bransagaurunum. En þarna fara þær Nicole Kidman og Reese Witherspoon, sá mikli meistari, á kostum í spennutryllingi sem gerist í skólasamfélagi í Monterey. Þessi sería er byggð á metsölubók hinnar áströlsku Liane Moriarty og náði slíkum heljartökum á manni að ég upplifði þarna í fyrsta sinn hið fræga hámhorf (já, soldið seinn til).“ Skopteiknarinn Lóa Hjálmtýsdóttir. Lóa Hjálmtýsdóttir Teiknarinn á bak við Lóaboratoríum sem er jafnframt meðlimur stuðsveitarinnar FM Belfast mælir með dragraunveruleikaþáttunum RuPaul’s Drag Race. Vert er að minnast á að Lóa hefur verið afar virk að birta myndasögur á meðan samkomubanni stendur. „Á laugardögum horfi ég á einn þátt úr 12. seríu af RuPaul’s Drag Race og þá er bannað að tala við mig,“ segir Lóa og mælir með þáttunum fyrir fólk sem er „gefið fyrir raunveruleikasjónvarp, drag, förðun, búningagerð og vel pródúserað drama.“ Dóra Júlía Dóra Júlía á sér marga fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. Plötusnúðurinn og tónlistarkonan Dóra mælir með þáttunum Unorthodox, sem fjallar um konu sem yfirgefur samfélag strangtrúaðra gyðinga í New York og kvikmyndinni The Two Popes, sem fjallar um skandalinn sem skók Vatíkanið í kjölfar leka trúnaðarupplýsinga árið 2012. Bæði þættirna og myndina má finna á Netflix. Þá mælir hún einnig með kvikmyndinni Seven Pounds, sem hún segist hafa verið að sjá í fyrsta skipti. Í henni leikur Will Smith mann sem ætlar sér að breyta lífi sjö manneskja. Dóra mælir líka með því að fólk rifji upp sjónvarpsefni sem það hefur horft á áður. Hún sé til að mynda búin að vinna sig í gegnum báðar seríurnar af Big Little Lies upp á nýtt. Eftir þessi góðu meðmæli frá bæði Hallgrími og Dóru Júlíu má benda á að hægt er að horfa á Big Little Lies á Stöð 2 Maraþoni. Geoffrey Þór Huntingdon-Williams, grafískur hönnuður og eigandi Priksins.Anna Maggý Geoffrey Þór Huntingdon-Williams Eigandi Priksins er smekksmaður mikill og kemur ekki á óvart að hann lumi á úrvali af meðmælum. Prikið hefur ekki látið samkomubann stoppa sig af í veitingaþjónustunni, og býður nú upp á veganmatseðil sinn í veitingavagni víðs vegar um borgina, ásamt því að vera eflaust með flottasta heimsendingafarartæki höfuðborgarsvæðisins. Við gefum Geoff orðið: „Candyman frá árinu 1992. Horfði á hana í fyrsta skipti. En bakhlið VHS spólunnar á myndbandaleigum og sögur eldri bekkinga af henni urði að sinni eigin þjóðsögu sem hafði mikil áhrif á mig þegar ég var yngri. 31 ára ég varð skíthræddur. Touché, Sigurjón Sighvatsson. Svo er ég mjög spenntur fyrir Jordan Peele leikstjórninni sem kemur út í september á þessu ári. Fararskjótar Priksins.Prikið Fantastic Fungi frá árinu 2020 er heimildarmynd sem fjallar um grunnstoðir mannkyns - mycelium netið, og ytra útlit þess, sveppi. Okkar fornu uppbyggingaraðilar og starf þeirra. Frábær innsýn í mikilvæga vinnu og hlutskipti Paul Stamets og myndræni hluti myndarinnar er gífurlega fallegur. Prime-serían Picard frá árinu 2020. Nýja serían um kaftein Picard vakti mikla lukku á heimilinu. Vinnur það efni sem sérstaklega er gert fyrir Star Trek aðdáendur sig upp gegn frekar þreytulegum söguþræði. Enda verður maður að upplifa þættina gegnum skrokk, getu og hugarástand hins aldraða Picard. Make it so, ég tengi. Netflix-serían Midnight Gospel frá árinu 2020. Nýdottið í kosmósinn. Midnight Gospel eru teiknimynda þættir eftir höfund Adventure Time, Pendelton Ward. Virkilega áhugavert dæmi. Lýsir sér best sem súrrealískt mindfulness podcast(videocast-spacecast) þar sem viðtöl eru tekin við karaktera, á meðan áhorfendur upplifa sögusvið í gegnum frábærlega vel teiknaðar-senur. Get ekki mælt nóg með. 10/10“ Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter. Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter Listakonan Shoplifter vakti mikla athygli fyrir sýningu sína Chromo Sapiens í byrjun árs, meðal annars vegna gríðarlegrar dreifingu mynda af sýningunni á Instagram. Sýningin var framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2019. Hrafnhildur mælir með heimildarmyndinni Infinity sem fjallar um hina kyngimögnuðu listakonu Yayoi Kusama, og má finna á Amazon. Þorsteinn Guðmundsson mætti á sínum tíma ásamt Benedikti Erlingssyni í þáttinn Tvímælalaust sem endaði með ósköpum.skjáskot Þorsteinn Guðmundsson Grínistinn glaðlyndi mælir með þáttunum DEVS. „Virkilega flottir þættir með ágætis leikurum. Nick Offerman er þarna í stóðu hlutverki. Margir þekkja hann úr Parks and Recreation og ég man ekki betur en að hann sé á leiðinni til landsins með uppistand.,“ segir Þorsteinn um þessa sci-fi spennuseríu á Hulu. En á hvað ert þú að horfa lesandi góður? Deildu endilega með okkur áhugaverðu efni í athugasemdakerfinu hér að neðan.
Samkomubann á Íslandi Grín og gaman Tengdar fréttir Frábærir gamanþættir á streymisveitunum Ertu búin að klára allt á Maraþoninu, Netflix-inu, Amazon-inu? Það getur ekki verið. Það þarf bara að grafa dýpra. 7. apríl 2020 15:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Frábærir gamanþættir á streymisveitunum Ertu búin að klára allt á Maraþoninu, Netflix-inu, Amazon-inu? Það getur ekki verið. Það þarf bara að grafa dýpra. 7. apríl 2020 15:00