Ótrúleg hús fimmtán ríkustu íþróttamanna heims Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2020 13:30 Roger Federere á ágætt hús en hann er samt sem áður frekar neðarlega á listanum. Það getur heldur betur borgað sig að gerast atvinnumaður í íþróttum. Þeir bestu verða oftast þeir ríkustu. YouTube-síðan Top 5 Best hefur tekið saman umfjöllun um hús fimmtán ríkustu íþróttamanna heims en sumir þeirra eru einfaldlega hættir í íþrótt sinni og lagstir í helgan stein. Um er að ræða menn eins og Roger Federer, David Beckham, Christiano Ronaldo, Bud Selig en hér að neðan má sjá listann í heild sinni. 15. Bud Selig, forseti MLB-deildarinnar í Bandaríkjunum, en hann er metinn á 400 milljónir dollara. Hann býr í risa villu í Milwaukee. 14. Roger Federer, tenniskappi, en hann er metinn á 450 milljónir dollara. Federer býr í undurfögru húsi í Valbella í Sviss. 13. David Beckham, knattspyrnumaður, sem metinn er á 450 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í 40 milljóna dollara húsi á besta stað í London. 12. Cristiano Ronaldo, knattspyrnumaður, en hann er metinn á 460 milljónir dollara. Hann á hús út um allan heim en fjárfesti á dögunum í fallegri villu í Tórínó. 11. Eddie Jordan, kappakstursmaður, sem metinn er á 470 milljónir dollara. Hann er löngu hættur að keppa en er mikill viðskiptamaður í dag og gat því byggt sér fallegt og stórt hús á Írlandi. 10. Lebron James, körfuboltamaður, er metinn á 480 milljónir dollara. Hann býr í villu í Los Angeles sem kostar litlar 23 milljónir dollara. 9. Kobe Bryant, körfuboltamaður, sem lést í janúar á þessu ári. Hann var metin á 500 milljónir dollara sem er nú í höndum Vanessa Bryant eiginkonu hans. Þau hjónin bjuggu saman í Newport í Kaliforníu í risavillu með öllu til heyrandi. 8. Floyd Mayweather, hnefaleikamaður, sem metinn er á 565 milljónir dollara. Hann býr risastóru húsi í Los Angeles. 7. Roger Staubach, fyrrum NFL stjarna, sem metinn er á 600 milljónir dollara og býr í Dallas í Texas. 6. Magic Johnson, körfuboltamaður, en hann er metinn á 600 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni í fallegu húsi í Suður-Kaliforníu. 5. Michael Schumacher, kappakstursmaður, sem metinn er á 600 milljónir dollara. Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Hann á hús við svissnesku alpanna. 4. Tiger Woods, golfari, en hann er metinn á 740 milljónir dollara. Hann á fallega villu í Flórída með öllu tilheyrandi og gott betur en það. 3. Michael Jordan, körfuboltagoðsögn, sem metinn er á 1,9 milljarða dollara. Einn allra ríkasti íþróttamaður sögunnar en hann á eitt flottasta húsið í Chicago sem hann hefur reyndar verið með á sölu síðastliðin átta ár. 2. Ion Tiriac, rúmenskur fyrrum íþróttastjarna í bæði Tennis og íshokkí. Hann er metinn á 2 milljarða dollara. Hann á fallegt hús í Búkarest en hann hefur aðallega þénað fyrir þær sakir að vera klár viðskiptamaður. 1. Vince Mcmahon, fyrrum glímukappi, sem metinn er á 2,2 milljarða dollara og er hann ríkasti íþróttamaður heims. Hann á fallegt hús í Greenwich í Connecticut og setti á laggirnar fjölbragðaglímusamtökin WWE á sínum tíma. Glímubardagar sem eru í raun sýningar og eru nokkuð vinsælar í Bandaríkjunum. Hús og heimili Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Það getur heldur betur borgað sig að gerast atvinnumaður í íþróttum. Þeir bestu verða oftast þeir ríkustu. YouTube-síðan Top 5 Best hefur tekið saman umfjöllun um hús fimmtán ríkustu íþróttamanna heims en sumir þeirra eru einfaldlega hættir í íþrótt sinni og lagstir í helgan stein. Um er að ræða menn eins og Roger Federer, David Beckham, Christiano Ronaldo, Bud Selig en hér að neðan má sjá listann í heild sinni. 15. Bud Selig, forseti MLB-deildarinnar í Bandaríkjunum, en hann er metinn á 400 milljónir dollara. Hann býr í risa villu í Milwaukee. 14. Roger Federer, tenniskappi, en hann er metinn á 450 milljónir dollara. Federer býr í undurfögru húsi í Valbella í Sviss. 13. David Beckham, knattspyrnumaður, sem metinn er á 450 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni og börnum í 40 milljóna dollara húsi á besta stað í London. 12. Cristiano Ronaldo, knattspyrnumaður, en hann er metinn á 460 milljónir dollara. Hann á hús út um allan heim en fjárfesti á dögunum í fallegri villu í Tórínó. 11. Eddie Jordan, kappakstursmaður, sem metinn er á 470 milljónir dollara. Hann er löngu hættur að keppa en er mikill viðskiptamaður í dag og gat því byggt sér fallegt og stórt hús á Írlandi. 10. Lebron James, körfuboltamaður, er metinn á 480 milljónir dollara. Hann býr í villu í Los Angeles sem kostar litlar 23 milljónir dollara. 9. Kobe Bryant, körfuboltamaður, sem lést í janúar á þessu ári. Hann var metin á 500 milljónir dollara sem er nú í höndum Vanessa Bryant eiginkonu hans. Þau hjónin bjuggu saman í Newport í Kaliforníu í risavillu með öllu til heyrandi. 8. Floyd Mayweather, hnefaleikamaður, sem metinn er á 565 milljónir dollara. Hann býr risastóru húsi í Los Angeles. 7. Roger Staubach, fyrrum NFL stjarna, sem metinn er á 600 milljónir dollara og býr í Dallas í Texas. 6. Magic Johnson, körfuboltamaður, en hann er metinn á 600 milljónir dollara. Hann býr ásamt eiginkonu sinni í fallegu húsi í Suður-Kaliforníu. 5. Michael Schumacher, kappakstursmaður, sem metinn er á 600 milljónir dollara. Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Hann á hús við svissnesku alpanna. 4. Tiger Woods, golfari, en hann er metinn á 740 milljónir dollara. Hann á fallega villu í Flórída með öllu tilheyrandi og gott betur en það. 3. Michael Jordan, körfuboltagoðsögn, sem metinn er á 1,9 milljarða dollara. Einn allra ríkasti íþróttamaður sögunnar en hann á eitt flottasta húsið í Chicago sem hann hefur reyndar verið með á sölu síðastliðin átta ár. 2. Ion Tiriac, rúmenskur fyrrum íþróttastjarna í bæði Tennis og íshokkí. Hann er metinn á 2 milljarða dollara. Hann á fallegt hús í Búkarest en hann hefur aðallega þénað fyrir þær sakir að vera klár viðskiptamaður. 1. Vince Mcmahon, fyrrum glímukappi, sem metinn er á 2,2 milljarða dollara og er hann ríkasti íþróttamaður heims. Hann á fallegt hús í Greenwich í Connecticut og setti á laggirnar fjölbragðaglímusamtökin WWE á sínum tíma. Glímubardagar sem eru í raun sýningar og eru nokkuð vinsælar í Bandaríkjunum.
Hús og heimili Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira