Ásdís fær ekki að enda á stórmóti en vonast eftir því að bæta Íslandsmetið Anton Ingi Leifsson skrifar 25. apríl 2020 19:00 Ásdís Hjálmsdóttir. Getty/Ian Walton Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira
Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir fær ekki að enda síðasta árið sitt á stórmóti því nú hefur bæði Ólympíuleikunum í Tókýó sem og EM 2020 verið frestað vegna kórónuveirunnar. Ásdís gaf það út að þetta yrði hennar síðasta tímabil og vonaðist hún til þess að fara á tvö stórmót áður en ferlinum lyki. Kórónuveiran hefur tekið það bæði af henni og hún segir þetta mikil vonbrigði. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég var að vonast til þess að fá að enda ferilinn á stórmóti. Nú er það komið í ljós að svo verður ekki. Þetta eru fyrst og fremst gífurleg vonbrigði þó að ég skilji þessa ákvörðun. Ég er fegin að hún kom svona snemma í stað þess að halda í vonina fram eftir sumri og fá svo að vita mánuði fyrir að það verður ekki. Þetta var betra svona,“ sagði Ásdís. „Ég er í mínu besta formi nokkurn tímann. Ég var úti í Suður-Afríku í æfingabúðum í mars og kastaði þar lengst kastið á ferlinum. Ég var orðin spennt fyrir þessu og að eiga gott tímabil og enda þannig en nú verður maður bara að endurhugsa stöðuna.“ „Ég mun ekki fara á Ólympíuleika né EM en það þýðir hins vegar ekki að ég geti ekki kastað langt. Maður verður að setja fókus á það sem maður getur stjórnað en ekki hinu.“ Hún stendur enn við ákvörðunina að hætta og segir að það standi enn til. „Ég stend við þá ákvörðun að hætta. Því miður þá verður þetta að enda á engu stórmóti og ekki í landsliðsbúninginn einu sinni. Eitt ár er langur tími. Ef þú fengir að fylgja mér í gegnum æfingar í eina viku þá myndirðu skilja þetta betur,“ en hver er þá markmiðin það sem eftir lifir síðasta frjálsíþróttaársins? „Ég vonast til þess að fá að keppa og náð þessum löngu köstum. Úr því sem komið er, þá er það besta sem ég get vonast eftir að bæta Íslandsmetið.“ Klippa: Sportpakkinn - Ásdís fer ekki á stórmót
Frjálsar íþróttir Sportpakkinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira