„Við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2020 21:00 Andrea Eyland ræddi við Auði Bjarnadóttur jógakennara í þættinum Óskalistinn í hlaðvarpinu Kviknar. Kviknar/Þorleifur Kamban. Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Auður Bjarnadóttir meðgöngujógakennari hefur unnið með konum í aðdraganda fæðinga í tvo áratugi. Hún var gestur í hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar um undirbúninginn fyrir fæðinguna. Þar sagðist hún hafa heyrt það frá ljósmóður að margar konur hér á landi gangi inn á fæðingardeildina og hugsi um það hvernig þær eigi að fæða og hvernig þær eigi að vera í þessum aðstæðum. „Við erum bara of mikið aldar upp við það. Hvernig á ég að vera? Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að líta út? Hvað er rétt? Við erum of prógrammaðar í að vera góðu stelpurnar og gera rétt. Þess vegna segi ég, við þurfum að fara meira yfir í þetta dýrslega.“ Hún segir að sem betur fer vilji líkaminn fara þangað í fæðingum. „Ég þarf bara að gera allt sem tekur úr mér ótta, allt sem tekur mig úr óöryggi og þá fer líkaminn þangað. Hormónin, deyfiefnin, þú vilt í rauninni loka augunum þannig að þú farir í innra transinn, fæðingartransinn.“ Auður Bjarnadóttir jógakennari og Andrea Eyland umsjónarkona Kviknar. Gyðjuviskan að gleymast Auður segir að í fæðingum þá þurfi konur að fá að vera ótruflaðar. Að þær þori að loka augunum, að þær þori að leita inn á við. Þetta val að treysta. Í þættinum notaði hún hundinn sinn sem dæmi, því þegar kom að því að hvolparnir væru að koma í heiminn, stakk hundurinn af niður í kjallara þangað sem hún mátti ekki fara. „Þar var hún undir rúmi, búin að fæða fjóra hvolpa alein í myrkrinu. Hún kom ekki í örvæntingu „hvernig á ég að gera þetta?“ heldur líkaminn kunni. Hún vissi í hennar skrokk að hún þurfti kyrrð og myrkur og innri einbeitingu. Við erum svolítið í gegnum hvíta sloppa og lappir upp í loft búin að gefa frá okkur þessa innri gyðjuvisku sem er þarna.“ Hún segir að það sé samt stórkostlegt að fá að sjá konur mæta í jóga hræddar en finna öryggið, jógað geti nefnilega líka verið valdeflandi. „Við erum í jóga að styrkja hlutlausa hugann og víðáttu og þá ertu ekki alltaf að spá í það hvernig lít ég út og hvernig kem ég fram fyrir einhvern annan.“ Hægt er að hlusta á viðtalið og þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Viðtalið við Auði hefst á mínútu
Kviknar Frjósemi Tengdar fréttir „Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00 Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00 Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Þú hefur val um hvar þú vilt fæða barnið þitt“ Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um fæðingarstaði, fæðingarsögur og undirbúning fyrir fæðingu. Í þættinum, sem hefur titilinn Óskalistinn, er meðal annars rætt við Hafdísi Rúnarsdóttur ljósmóður en hún hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akranesi í tvo áratugi. 22. apríl 2020 20:00
Mikilvægt að líða vel á meðgöngu Vignir Bollason kírópraktor sérhæfir sig í ófrískum konum og aðstoðar þær vegna verkja á meðgöngu. 16. apríl 2020 20:00
Konur ættu ekki að þurfa að vinna á síðasta mánuði meðgöngu Auður Bjarnadóttir segir að alls konar tilfinningar fari af stað hjá ófrískum konum í meðgöngujóga. 10. apríl 2020 11:00