COVID-19: Stuðningur Íslands við flóttamannabyggðir í Úganda Heimsljós 27. apríl 2020 12:35 Ljósmynd frá Úganda Gunnisal Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Úganda hafa í samstarfi við tuttugu samstarfsstofnanir birt ákall um 47 milljarða króna stuðning til að draga úr áhrifum COVID-19 farsóttarinnar á þá þjóðfélagshópa sem verst er staddir, næsta hálfa árið. Í þeim hópi eru meðal annars íbúar í norðurhluta landsins sem ýmist eru heimamenn eða flóttafólk frá Suður-Súdan, 80 prósent sem lifa undir mörkum sárafátæktar. Íslendingar ákváðu á síðasta ári að veita 475 milljóna króna stuðningi á fjórum árum við vatns-, salernis- og hreinlætisverkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á þessu svæði. „Framlag okkur skiptir verulegu máli og styður fullkomlega aðgerðir sem nú er kallað eftir til varnar útbreiðslu kórónaveirunnar. Verkefnin snúa að hreinu vatni, handþvotti og hreinlæti,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda en fyrsta framlagið, ein milljón bandarískra dala, var lagt fram á síðasta ári og 750 þúsund dalir bætast við á þessu ári. Hluti af neyðarkallinu frá Sameinuðu þjóða stofnunum í Úganda var einmitt frá UNICEF vegna bágrar aðstöðu íbúa í flóttamannabyggðunum sem eru auk heimamanna um ein milljón flóttamanna, flestir þeirra frá Suður-Súdan. Stjórnvöld í Úganda telja að 12,8 milljónir landsmanna búi við lökust kjör og því fólki þurfa sérstaklega að sinna á sama tíma og brugðist er til varna við að hefta útbreiðslu faraldursins. Rúmlega 340 smit af COVID-19 eru staðfest í Úganda en í gildi eru miklar takmarkanir á ferðafrelsi fólks og ljóst að efnahagslegt tjón vegna faraldursins verður mikið, líkt og annars staðar. Rúmlega 30% þjóðarinnar býr við sárafátækt. Úganda er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Úganda Suður-Súdan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent
Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Úganda hafa í samstarfi við tuttugu samstarfsstofnanir birt ákall um 47 milljarða króna stuðning til að draga úr áhrifum COVID-19 farsóttarinnar á þá þjóðfélagshópa sem verst er staddir, næsta hálfa árið. Í þeim hópi eru meðal annars íbúar í norðurhluta landsins sem ýmist eru heimamenn eða flóttafólk frá Suður-Súdan, 80 prósent sem lifa undir mörkum sárafátæktar. Íslendingar ákváðu á síðasta ári að veita 475 milljóna króna stuðningi á fjórum árum við vatns-, salernis- og hreinlætisverkefni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á þessu svæði. „Framlag okkur skiptir verulegu máli og styður fullkomlega aðgerðir sem nú er kallað eftir til varnar útbreiðslu kórónaveirunnar. Verkefnin snúa að hreinu vatni, handþvotti og hreinlæti,“ segir Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Úganda en fyrsta framlagið, ein milljón bandarískra dala, var lagt fram á síðasta ári og 750 þúsund dalir bætast við á þessu ári. Hluti af neyðarkallinu frá Sameinuðu þjóða stofnunum í Úganda var einmitt frá UNICEF vegna bágrar aðstöðu íbúa í flóttamannabyggðunum sem eru auk heimamanna um ein milljón flóttamanna, flestir þeirra frá Suður-Súdan. Stjórnvöld í Úganda telja að 12,8 milljónir landsmanna búi við lökust kjör og því fólki þurfa sérstaklega að sinna á sama tíma og brugðist er til varna við að hefta útbreiðslu faraldursins. Rúmlega 340 smit af COVID-19 eru staðfest í Úganda en í gildi eru miklar takmarkanir á ferðafrelsi fólks og ljóst að efnahagslegt tjón vegna faraldursins verður mikið, líkt og annars staðar. Rúmlega 30% þjóðarinnar býr við sárafátækt. Úganda er annað tveggja samstarfslanda Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Úganda Suður-Súdan Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent