Losað að hluta um samkomubann í Bolungarvík og á Ísafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:21 Frá Ísafirði. Þar hefur verið í gildi fimm samkomubann í tæpan mánuð, líkt og í fleiri bæjarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum. Vísir/Egill Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, verður að hluta til losað um samkomubannið sem gilt hefur frá því í byrjun apríl í Bolungarvík og á Ísafirði. Nú mega aðeins fimm manns koma saman að hámarki í þessum bæjum og hefur skólastarf alveg legið niðri vegna hópsýkingar sem kom upp af völdum kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Vestfjörðum í dag var hins vegar ákveðið að sóttvarnalæknir myndi leggja til við heilbrigðisráðherra að auglýsing ráðherra frá 21. apríl, sem tekur gildi 4. maí, muni einnig gilda fyrir norðanverða Vestfirði, það er Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhrepp. Eftirfarandi takmarkanir verða þó frá tímabilinu 4. maí til 10. maí: • Í stað 50 manna samkomubanns verði 20 manna samkomubann, einnig fyrir börn í leik- og grunnskólum. • Starfsemi sem krefst snertingar eða mikillar nálægðar milli fólks verði áfram óheimil. Engin ný smit hafa komið upp á Vestfjörðum síðustu fjóra daga að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum en þar er áréttað að engu að síður er mikilvægt að núverandi aðgerðum verði aflétt hægt. Segir í tilkynningu lögreglu að ekki sé unnt að greina nánar frá fyrirhuguðum takmörkunum að svo stöddu í fyrrnefndum bæjarfélögum en ætla megi að auglýsing ráðherra verði birt á allra næstu dögum. „Auglýsingunni verður fylgt eftir með íbúafundi aðgerðastjórnar á Facebook, sbr. síðari tilkynningu þar um. Í þessu felst að á norðanverðum Vestfjörðum verða tekin tvö skref inn á landslínuna varðandi samkomubann, annars vegar 4. maí og hins vegar 11. maí nk., að því gefnu að útbreiðsla sjúkdómsins verði okkur hagstæð og ekki komi til bakslags,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Í dag féllu úr gildi fyrrnefndar takmarkanir um fimm manna samkomubann og skólahald í Dýrafirði, Önundarfirði, Súgandafirði og Súðavíkurhreppi. Þar gilda nú sömu takmarkanir og á landsvísu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira